Hamren gerir upp haustið: Margir sögðu mér að þetta væri ómögulegt starf Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 20. mars 2019 09:30 Erik Hamren hefur enn sömu trú á því að Ísland geti áfram náð góðum árangri á alþjóðavettvangi knattspyrnunnar, rétt eins og hann gerði þegar hann tók við starfi landsliðsþjálfara í haust. Ísland hefur á föstudag leik í undankeppni EM 2020 og freistar þess þá að komast inn á sitt þriðja stórmót í röð. „Mörg stærri lönd en Ísland hafa átt erfitt með að ná því,“ bendir Hamren á í viðtali við íþróttadeild sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Hann segir að það hafi ekki verið að erfitt að taka við þjálfun íslenska liðsins þegar hann gerði það, þrátt fyrir að kringumstæður hafi vissulega verið krefjandi. „Margir af þeim sem ég ræddi við sögðu að þetta væri ómögulegt starf,“ sagði hann. „En mínar hugsanir eru enn í dag þær sömu og þá - ef við getum spilað með okkar bestu leikmenn, allir heilir heilsu og allir að spila með sínum félagsliðum, þá trúi ég því að við getum áfram náð árangri. Þess vegna sagði ég já.“ Hann segir í viðtalinu frá því að haustið hafi verið erfitt. Meiðsli hafi sett strik í reikninginn en Ísland tapaði öllum sínum fjórum leikjum í Þjóðadeild UEFA og gerði fjögur jafntefli í jafn mörgum vináttulandsleikjum - einum þeirra gegn heimsmeisturum Frakklands. „En nú byrjum við upp á nýtt. Við þurfum að ná í úrslit. Um þetta snýst þetta. Ef að draumurinn okkar og metnaður snýr að því að komast á EM þá þurfum við að ná í góð úrslit,“ sagði hann. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Markalaust gegn Eistum og Hamrén enn án sigurs Ísland gerði markalaust jafntefli við Eistland í vináttuleik í Katar í dag. Erik Hamrén er því enn án sigurs sem landsliðsþjálfari Íslands. 15. janúar 2019 18:45 Freyr: Við höfum trú á því að við getum unnið riðilinn Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu, fór yfir undankeppni EM 2020 á blaðamannafundi. 14. mars 2019 13:23 Svona var fundur Hamrén í Laugardalnum Ísland ætlar að freista þess að komast á þriðja stórmótið í röð og vegferðin á EM 2020 hefst með tilkynningu á landsliðshópi í dag fyrir fyrstu leikina í undankeppni mótsins. 14. mars 2019 13:45 Hamren: Þessi gullkynslóð á mörg ár eftir Erik Hamren veit vel hvað þarf að gerast til að Ísland komist á EM 2020 - byrja að vinna leiki. 19. mars 2019 20:00 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Sjá meira
Erik Hamren hefur enn sömu trú á því að Ísland geti áfram náð góðum árangri á alþjóðavettvangi knattspyrnunnar, rétt eins og hann gerði þegar hann tók við starfi landsliðsþjálfara í haust. Ísland hefur á föstudag leik í undankeppni EM 2020 og freistar þess þá að komast inn á sitt þriðja stórmót í röð. „Mörg stærri lönd en Ísland hafa átt erfitt með að ná því,“ bendir Hamren á í viðtali við íþróttadeild sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Hann segir að það hafi ekki verið að erfitt að taka við þjálfun íslenska liðsins þegar hann gerði það, þrátt fyrir að kringumstæður hafi vissulega verið krefjandi. „Margir af þeim sem ég ræddi við sögðu að þetta væri ómögulegt starf,“ sagði hann. „En mínar hugsanir eru enn í dag þær sömu og þá - ef við getum spilað með okkar bestu leikmenn, allir heilir heilsu og allir að spila með sínum félagsliðum, þá trúi ég því að við getum áfram náð árangri. Þess vegna sagði ég já.“ Hann segir í viðtalinu frá því að haustið hafi verið erfitt. Meiðsli hafi sett strik í reikninginn en Ísland tapaði öllum sínum fjórum leikjum í Þjóðadeild UEFA og gerði fjögur jafntefli í jafn mörgum vináttulandsleikjum - einum þeirra gegn heimsmeisturum Frakklands. „En nú byrjum við upp á nýtt. Við þurfum að ná í úrslit. Um þetta snýst þetta. Ef að draumurinn okkar og metnaður snýr að því að komast á EM þá þurfum við að ná í góð úrslit,“ sagði hann.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Markalaust gegn Eistum og Hamrén enn án sigurs Ísland gerði markalaust jafntefli við Eistland í vináttuleik í Katar í dag. Erik Hamrén er því enn án sigurs sem landsliðsþjálfari Íslands. 15. janúar 2019 18:45 Freyr: Við höfum trú á því að við getum unnið riðilinn Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu, fór yfir undankeppni EM 2020 á blaðamannafundi. 14. mars 2019 13:23 Svona var fundur Hamrén í Laugardalnum Ísland ætlar að freista þess að komast á þriðja stórmótið í röð og vegferðin á EM 2020 hefst með tilkynningu á landsliðshópi í dag fyrir fyrstu leikina í undankeppni mótsins. 14. mars 2019 13:45 Hamren: Þessi gullkynslóð á mörg ár eftir Erik Hamren veit vel hvað þarf að gerast til að Ísland komist á EM 2020 - byrja að vinna leiki. 19. mars 2019 20:00 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Sjá meira
Markalaust gegn Eistum og Hamrén enn án sigurs Ísland gerði markalaust jafntefli við Eistland í vináttuleik í Katar í dag. Erik Hamrén er því enn án sigurs sem landsliðsþjálfari Íslands. 15. janúar 2019 18:45
Freyr: Við höfum trú á því að við getum unnið riðilinn Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu, fór yfir undankeppni EM 2020 á blaðamannafundi. 14. mars 2019 13:23
Svona var fundur Hamrén í Laugardalnum Ísland ætlar að freista þess að komast á þriðja stórmótið í röð og vegferðin á EM 2020 hefst með tilkynningu á landsliðshópi í dag fyrir fyrstu leikina í undankeppni mótsins. 14. mars 2019 13:45
Hamren: Þessi gullkynslóð á mörg ár eftir Erik Hamren veit vel hvað þarf að gerast til að Ísland komist á EM 2020 - byrja að vinna leiki. 19. mars 2019 20:00