Ari Freyr útilokar endurkomu í Val: Gerði mömmu vonsvikna Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 19. mars 2019 21:00 Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er ekki á heimleið og hefur útilokað að spila í Pepsi Max-deildinni á næstunni. Þetta sagði hann í samtali við Vísi í dag. „Við erum ekki á leiðinni heim. Ég hef verið búsettur erlendis í sextán ár og mun líklega enda þar. Núna gerði ég mömmu mína mjög vonsvikna en ég held að ég muni ekki búa á Íslandi á næstunni,“ sagði Ari Freyr sem er uppalinn Valsmaður og hafði verið orðaður við sitt gamla félag. Samningur hans við Lokeren rennur út í sumar. Liðið er mjög líklega fallið þó svo að það gæti breyst ef mál þróast á þann veg en mörg félög í Belgíu eru nú að bíða eftir úrskurði yfirvalda í stórtækum spillingarmálum sem hafa verið í belgískri knattspyrnu síðastliðna mánuði. „Ég er opinn fyrir öllu og vil spila eins lengi og ég get. Ég er lítill og nettur, hef verið þokkalega heppinn með meiðsli og hef enn gaman að þessu. En ég vil heldur ekki taka ákvörðun of fljótt,“ sagði Ari sem gæti þess vegna verið búinn að spila sinn síðasta leik í Belgíu. „Við skítféllum fyrir þremur leikjum þegar við spiluðum við Anderlecht. En út af þessum spillingarmálum vitum við ekki hvort við föllum eða ekki. En það er þó ljóst að við spilum ekki meira þetta tímabilið og munum bara æfa þrisvar í viku til loka apríl. Þetta er mjög skrýtið allt saman.“ Ari er nú að undirbúa sig fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2020, gegn Andorra á föstudag og Frakklandi á mánudag. „Mér líst mjög vel á þetta. Það virðast allir vera í góðu standi. Þetta er erfiður leikur gegn Andorra og mér sýnist að margir séu hræddir við þá. En ef við spilum okkar leik og gerum það sem við eigum að gera - þá eigum við að fá þrjú stig á föstudag.“ EM 2020 í fótbolta Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00 Birkir Már: Þurfum að gera það sem okkur er sagt Birkir Már Sævarsson veit hvað er í vændum í landsleiknum gegn Andorra á föstudag. 19. mars 2019 09:00 Arnór Sig: Verðum að vera klárir í alvöru slag Arnór Sigurðsson er yngsti leikmaður íslenska landsliðsins en gæti fengið stórt hlutverk í leikjunum sem eru fram undan. 19. mars 2019 08:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Sjá meira
Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er ekki á heimleið og hefur útilokað að spila í Pepsi Max-deildinni á næstunni. Þetta sagði hann í samtali við Vísi í dag. „Við erum ekki á leiðinni heim. Ég hef verið búsettur erlendis í sextán ár og mun líklega enda þar. Núna gerði ég mömmu mína mjög vonsvikna en ég held að ég muni ekki búa á Íslandi á næstunni,“ sagði Ari Freyr sem er uppalinn Valsmaður og hafði verið orðaður við sitt gamla félag. Samningur hans við Lokeren rennur út í sumar. Liðið er mjög líklega fallið þó svo að það gæti breyst ef mál þróast á þann veg en mörg félög í Belgíu eru nú að bíða eftir úrskurði yfirvalda í stórtækum spillingarmálum sem hafa verið í belgískri knattspyrnu síðastliðna mánuði. „Ég er opinn fyrir öllu og vil spila eins lengi og ég get. Ég er lítill og nettur, hef verið þokkalega heppinn með meiðsli og hef enn gaman að þessu. En ég vil heldur ekki taka ákvörðun of fljótt,“ sagði Ari sem gæti þess vegna verið búinn að spila sinn síðasta leik í Belgíu. „Við skítféllum fyrir þremur leikjum þegar við spiluðum við Anderlecht. En út af þessum spillingarmálum vitum við ekki hvort við föllum eða ekki. En það er þó ljóst að við spilum ekki meira þetta tímabilið og munum bara æfa þrisvar í viku til loka apríl. Þetta er mjög skrýtið allt saman.“ Ari er nú að undirbúa sig fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2020, gegn Andorra á föstudag og Frakklandi á mánudag. „Mér líst mjög vel á þetta. Það virðast allir vera í góðu standi. Þetta er erfiður leikur gegn Andorra og mér sýnist að margir séu hræddir við þá. En ef við spilum okkar leik og gerum það sem við eigum að gera - þá eigum við að fá þrjú stig á föstudag.“
EM 2020 í fótbolta Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00 Birkir Már: Þurfum að gera það sem okkur er sagt Birkir Már Sævarsson veit hvað er í vændum í landsleiknum gegn Andorra á föstudag. 19. mars 2019 09:00 Arnór Sig: Verðum að vera klárir í alvöru slag Arnór Sigurðsson er yngsti leikmaður íslenska landsliðsins en gæti fengið stórt hlutverk í leikjunum sem eru fram undan. 19. mars 2019 08:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Sjá meira
Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00
Birkir Már: Þurfum að gera það sem okkur er sagt Birkir Már Sævarsson veit hvað er í vændum í landsleiknum gegn Andorra á föstudag. 19. mars 2019 09:00
Arnór Sig: Verðum að vera klárir í alvöru slag Arnór Sigurðsson er yngsti leikmaður íslenska landsliðsins en gæti fengið stórt hlutverk í leikjunum sem eru fram undan. 19. mars 2019 08:00