Kristina farin að velgja Friðriki Ómari undir uggum Jakob Bjarnar skrifar 1. mars 2019 09:30 Stuðlarnir hjá Betsson hafa tekið stakkaskiptum og æsast nú leikar fyrir lokakvöldið í Söngvakeppninni sem fram fer á morgun. „Ég finn að það bylgja með henni núna,“ segir Valli Sport en hann samdi texta ásamt höfundi lags, Sveini Rúnar Sigurðssyni sem Kristina Skoubo flytur í Söngvakeppninni. Kristina virðist heldur betur ætla að blanda sér í slaginn.Stuðlarnir breytast Nú æsast leikar heldur betur fyrir stóru stundina, úrslitin í Söngvakeppninni sem verða á morgun. Þar ræðst hver verður fulltrúi Íslands í Eurovision sem fram fer í maí í Tel Aviv í Ísrael. Nú hafa veður skipast í lofti.Vísir greindi frá því fyrir um viku að veðmálafyrirtækið Betsson meti það svo að Hatari sé með sigurstranglegasta lagið. Sérfræðingar Betsson gáfu Hatara lágan stuðul eða 1,6 sem þýðir þá einfaldlega að vilji einhver veðja á sigur þeirra og leggi þúsund krónur undir í því veðmáli, og sú verður raunin, þá fær viðkomandi 1.600 krónur til baka. Flóknara er það ekki. Þeim mun hærri stuðull, þeim mun ólíklegra er það metið að sá sigri.Stuðlarnir hafa tekið miklum breytingum. Þeir í Hatari teljast enn líklegastir til að sigra en Kristina og Friðrik Ómar munu berjast um annað sætið samkvæmt þessu. Og hvað gerist svo í einvíginu er erfitt um að segja.Stuðlarnir taka svo breytingum eftir því hvernig fólk hagar sínum veðmálum. Ljóst er að fólk er að leggja undir á það sem meira er; stuðlarnir hafa tekið miklum breytingum. Og í það má lesa ýmislegt. Fólk veðjar varla fé sínu á eitthvað sem það telur alveg vonlaust. Enn telst Hatari með sigurstranglegasta lagið þó stuðullinn hafi hækkað eilítið eða upp í 1,75. Friðrik Ómar var upphaflega metinn með stuðulinn 2,2 en hann er nú kominn með stuðul sem þýðir að færri hafa trú á sigri hans en sérfræðingar Betsson töldu: Friðrik Ómar er nú með 3,5 í stuðul. Og það sem meira er, jöfn honum er Kristina Skoubo sem einnig er komin með stuðulinn 3,5 en hún var áður með stuðulinn 7.Hera og Tara reka lestina En talsvert færri en sérfræðingar Betsson telja svo að þær Hera Björk og Tara Mobee muni blanda sér í slaginn. Hera, sem var með 8 í stuðul er nú komin í 12 og Tara sem var með 15 er með 25 sem þýðir að fáir gera ráð fyrir því að hún muni sigra í keppninni. Valli Sport er veðraður Eurovision-jaxl. Hann hefur tekið þátt í keppninni árum saman og þá sem umboðsmaður og agent. Hann hefur oftast undanfarin árin verið með skjólstæðinga í keppninni. Hatari vilja sýna þjóðinni hversu mjúkir menn þeir eru bak við harkalegt yfirbragðið. Þeir bökuðu köku í vikunni en það hefur gefist mönnum eins og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra vel í ímyndarherferð.visir/vilhelm„Í síðustu viku var eins og stefndi í einvígi milli tveggja laga, Hatara og Friðriks Ómars og hvorki Kristina né Hera myndu blanda sér í slaginn. En svo einhvern veginn hef ég fundið að þetta hefur verið að opnast á síðustu dögum,“ segir Valli og dregur til ýmislegt sem styður þá skoðun hans.Ýmislegt vinnur með Kristinu á lokasprettinum „Já, til dæmis má nefna könnun sem Bylgjan gerði, þar sem Kristina mældist óvænt í efsta sæti; 27,1 prósent meðan Hatari var með 27 prósent. Þannig að það er enginn í dag með yfirburði og stefnir í spennandi keppni hverjir fara í þessi tveggja manna úrslit. Og spennandi verður svo að sjá hver vinnur það einvígi. Því það er enginn með yfirburði.“ Valli er spenntur fyrir úrslitakvöldinu á morgun og telur að þetta muni snúast um dagsformið; hver flytur sitt lag best. Og eitt er að sigra í keppninni annað er einvígið. Reyndar hafa verið uppi kenningar um að lagið sem lendi í öðru sæti hafi átt meiri möguleika í einvíginu en reglum hefur nú verið breytt og taka keppendur með sér þau stig sem þeim tókst að safna saman í keppninni sjálfri í einvígið. Þá er vert að nefna í þessu samhengi að Finnski Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin telur að baráttan um sigur í Söngvakeppninni á morgun muni standa á milli lags Hatara og lags færeysku söngkonunnar Kristinu Skoubo. Ef svo fer að Kristina fari með sigur yrði það í fyrsta sinn sem lag sem kemst í úrslitakvöld Söngvakeppninnar fyrir tilstilli framkvæmdastjórnar Söngvakeppninnar, en hún er svokallað „wild card“ eða „eitt lag enn“, hafa sigur í keppninni.Uppfært 09:40 Enn breytast stuðlarnir, eftir að þessi frétt fór í loftið og nú er staðan sú á Betsson að Kristina þykir líklegri til að etja kappi við Hatara en Friðrik Ómar. Hún er nú komin með stuðullinn 2,85 meðan Friðrik Ómar er með 3,5. Eurovision Tengdar fréttir Finninn sannspái segir baráttuna standa milli tveggja laga Finnski Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin spáði Ara Ólafssyni sigri í fyrra og Svölu árið þar áður. 26. febrúar 2019 10:20 Betsson veðjar á að Hatrið muni sigra Stuðullinn á að Hatari muni sigra í Söngvakeppninni aðeins 1,6. 19. febrúar 2019 09:30 Dagur hefði unnið með nýju reglunum Lögin sem mætast í úrslitunum í ár taka með sér atkvæðin úr fyrri umferðinni. 19. febrúar 2019 08:30 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Sjá meira
„Ég finn að það bylgja með henni núna,“ segir Valli Sport en hann samdi texta ásamt höfundi lags, Sveini Rúnar Sigurðssyni sem Kristina Skoubo flytur í Söngvakeppninni. Kristina virðist heldur betur ætla að blanda sér í slaginn.Stuðlarnir breytast Nú æsast leikar heldur betur fyrir stóru stundina, úrslitin í Söngvakeppninni sem verða á morgun. Þar ræðst hver verður fulltrúi Íslands í Eurovision sem fram fer í maí í Tel Aviv í Ísrael. Nú hafa veður skipast í lofti.Vísir greindi frá því fyrir um viku að veðmálafyrirtækið Betsson meti það svo að Hatari sé með sigurstranglegasta lagið. Sérfræðingar Betsson gáfu Hatara lágan stuðul eða 1,6 sem þýðir þá einfaldlega að vilji einhver veðja á sigur þeirra og leggi þúsund krónur undir í því veðmáli, og sú verður raunin, þá fær viðkomandi 1.600 krónur til baka. Flóknara er það ekki. Þeim mun hærri stuðull, þeim mun ólíklegra er það metið að sá sigri.Stuðlarnir hafa tekið miklum breytingum. Þeir í Hatari teljast enn líklegastir til að sigra en Kristina og Friðrik Ómar munu berjast um annað sætið samkvæmt þessu. Og hvað gerist svo í einvíginu er erfitt um að segja.Stuðlarnir taka svo breytingum eftir því hvernig fólk hagar sínum veðmálum. Ljóst er að fólk er að leggja undir á það sem meira er; stuðlarnir hafa tekið miklum breytingum. Og í það má lesa ýmislegt. Fólk veðjar varla fé sínu á eitthvað sem það telur alveg vonlaust. Enn telst Hatari með sigurstranglegasta lagið þó stuðullinn hafi hækkað eilítið eða upp í 1,75. Friðrik Ómar var upphaflega metinn með stuðulinn 2,2 en hann er nú kominn með stuðul sem þýðir að færri hafa trú á sigri hans en sérfræðingar Betsson töldu: Friðrik Ómar er nú með 3,5 í stuðul. Og það sem meira er, jöfn honum er Kristina Skoubo sem einnig er komin með stuðulinn 3,5 en hún var áður með stuðulinn 7.Hera og Tara reka lestina En talsvert færri en sérfræðingar Betsson telja svo að þær Hera Björk og Tara Mobee muni blanda sér í slaginn. Hera, sem var með 8 í stuðul er nú komin í 12 og Tara sem var með 15 er með 25 sem þýðir að fáir gera ráð fyrir því að hún muni sigra í keppninni. Valli Sport er veðraður Eurovision-jaxl. Hann hefur tekið þátt í keppninni árum saman og þá sem umboðsmaður og agent. Hann hefur oftast undanfarin árin verið með skjólstæðinga í keppninni. Hatari vilja sýna þjóðinni hversu mjúkir menn þeir eru bak við harkalegt yfirbragðið. Þeir bökuðu köku í vikunni en það hefur gefist mönnum eins og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra vel í ímyndarherferð.visir/vilhelm„Í síðustu viku var eins og stefndi í einvígi milli tveggja laga, Hatara og Friðriks Ómars og hvorki Kristina né Hera myndu blanda sér í slaginn. En svo einhvern veginn hef ég fundið að þetta hefur verið að opnast á síðustu dögum,“ segir Valli og dregur til ýmislegt sem styður þá skoðun hans.Ýmislegt vinnur með Kristinu á lokasprettinum „Já, til dæmis má nefna könnun sem Bylgjan gerði, þar sem Kristina mældist óvænt í efsta sæti; 27,1 prósent meðan Hatari var með 27 prósent. Þannig að það er enginn í dag með yfirburði og stefnir í spennandi keppni hverjir fara í þessi tveggja manna úrslit. Og spennandi verður svo að sjá hver vinnur það einvígi. Því það er enginn með yfirburði.“ Valli er spenntur fyrir úrslitakvöldinu á morgun og telur að þetta muni snúast um dagsformið; hver flytur sitt lag best. Og eitt er að sigra í keppninni annað er einvígið. Reyndar hafa verið uppi kenningar um að lagið sem lendi í öðru sæti hafi átt meiri möguleika í einvíginu en reglum hefur nú verið breytt og taka keppendur með sér þau stig sem þeim tókst að safna saman í keppninni sjálfri í einvígið. Þá er vert að nefna í þessu samhengi að Finnski Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin telur að baráttan um sigur í Söngvakeppninni á morgun muni standa á milli lags Hatara og lags færeysku söngkonunnar Kristinu Skoubo. Ef svo fer að Kristina fari með sigur yrði það í fyrsta sinn sem lag sem kemst í úrslitakvöld Söngvakeppninnar fyrir tilstilli framkvæmdastjórnar Söngvakeppninnar, en hún er svokallað „wild card“ eða „eitt lag enn“, hafa sigur í keppninni.Uppfært 09:40 Enn breytast stuðlarnir, eftir að þessi frétt fór í loftið og nú er staðan sú á Betsson að Kristina þykir líklegri til að etja kappi við Hatara en Friðrik Ómar. Hún er nú komin með stuðullinn 2,85 meðan Friðrik Ómar er með 3,5.
Eurovision Tengdar fréttir Finninn sannspái segir baráttuna standa milli tveggja laga Finnski Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin spáði Ara Ólafssyni sigri í fyrra og Svölu árið þar áður. 26. febrúar 2019 10:20 Betsson veðjar á að Hatrið muni sigra Stuðullinn á að Hatari muni sigra í Söngvakeppninni aðeins 1,6. 19. febrúar 2019 09:30 Dagur hefði unnið með nýju reglunum Lögin sem mætast í úrslitunum í ár taka með sér atkvæðin úr fyrri umferðinni. 19. febrúar 2019 08:30 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Sjá meira
Finninn sannspái segir baráttuna standa milli tveggja laga Finnski Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin spáði Ara Ólafssyni sigri í fyrra og Svölu árið þar áður. 26. febrúar 2019 10:20
Betsson veðjar á að Hatrið muni sigra Stuðullinn á að Hatari muni sigra í Söngvakeppninni aðeins 1,6. 19. febrúar 2019 09:30
Dagur hefði unnið með nýju reglunum Lögin sem mætast í úrslitunum í ár taka með sér atkvæðin úr fyrri umferðinni. 19. febrúar 2019 08:30
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“