Emil gerði stuttan samning við Udinese: Best fyrir báða aðila 1. mars 2019 16:00 Emil Hallfreðsson er kominn aftur í svarthvítt hjá Udinese. Vísir/Getty Emil Hallfreðsson gerði í gær nýjan samning við ítalska 1. deildarfélagið Udinese en hann hafði þá verið án félags í nokkurn tíma. Samningurinn gildir til loka tímabilsins. „Þetta var það langbesta í stöðunni,“ sagði Emil í samtali við Vísi í dag. „Þetta er það sem mig langaði til að gera úr því sem komið var,“ sagði hann enn fremur en Emil hefur verið að jafna sig eftir hnéaðgerð sem hann gekkst undir í byrjun desember. Emil gekk í raðir Frosinone í sumar en fékk samningi sínum rift við félagið í janúar. Stuttu síðar sneri hann aftur til síns gamla félags, Udinese, sem var honum innan handar í endurhæfingu sinni. „Þeir buðu mér að koma til að hjálpa mér að jafna mig. Svo sáu þeir að það er ekki svo langt í mig og ég ætti vonanadi að geta hjálpað þeim síðustu mánuði tímabilsins.“ Udinese er sem stendur í sextánda sæti deildarinnar og stutt frá fallsvæði. Á sunnudag er mikilvægur leikur við Bologna sem er í átjánda sæti. „Udinese var búið að festa sig vel í sessi í deildinni þar til fyrir 2-3 árum að liðið fór að færast nær fallsvæðinu. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir eftir ágæta byrjun á tímabilinu en ef okkur tekst að vinna Bologna á sunnudag þá komum við okkur úr þessum fallpakka í bili,“ sagði Emil. Hann segir ekkert ljóst með framhaldið þegar samningurinn rennur út. Það hafi ekki verið rætt um lengri samning við forráðamenn Udinese að svo stöddu. „Við höldum bara öllu opnu en það var best fyrir báða aðila að gera þetta svona. Ég er mjög sáttur við hvernig staðið var að þessu.“ Emil segir ljóst að hann nái ekki landsleikjum Íslands gegn Andorra og Frakklandi síðar í mánuðinum, þeim fyrstu í undankeppni EM 2020. „Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að ég myndi ekki ná þeim en ég stefni á að vera í toppstandi fyrir landsleikina í júní,“ sagði Emil Hallfreðsson. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Emil samdi við Udinese á ný Emil Hallfreðsson hefur gengið til liðs við ítalska félagið Udinese á nýjan leik. Félagið tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í gærkvöld. 1. mars 2019 08:00 Emil hættur hjá Frosinone Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er án félags en Frosinone tilkynnti í dag að félagið hefði rift samningi sínum við Emil. 22. janúar 2019 13:32 Emil er ekki á leið í Pepsi-deildina: Áhugi erlendis Emil Hallfreðsson er ekki á leið í Pepsi-deildina. 23. janúar 2019 07:00 Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Danir úr leik á HM Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira
Emil Hallfreðsson gerði í gær nýjan samning við ítalska 1. deildarfélagið Udinese en hann hafði þá verið án félags í nokkurn tíma. Samningurinn gildir til loka tímabilsins. „Þetta var það langbesta í stöðunni,“ sagði Emil í samtali við Vísi í dag. „Þetta er það sem mig langaði til að gera úr því sem komið var,“ sagði hann enn fremur en Emil hefur verið að jafna sig eftir hnéaðgerð sem hann gekkst undir í byrjun desember. Emil gekk í raðir Frosinone í sumar en fékk samningi sínum rift við félagið í janúar. Stuttu síðar sneri hann aftur til síns gamla félags, Udinese, sem var honum innan handar í endurhæfingu sinni. „Þeir buðu mér að koma til að hjálpa mér að jafna mig. Svo sáu þeir að það er ekki svo langt í mig og ég ætti vonanadi að geta hjálpað þeim síðustu mánuði tímabilsins.“ Udinese er sem stendur í sextánda sæti deildarinnar og stutt frá fallsvæði. Á sunnudag er mikilvægur leikur við Bologna sem er í átjánda sæti. „Udinese var búið að festa sig vel í sessi í deildinni þar til fyrir 2-3 árum að liðið fór að færast nær fallsvæðinu. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir eftir ágæta byrjun á tímabilinu en ef okkur tekst að vinna Bologna á sunnudag þá komum við okkur úr þessum fallpakka í bili,“ sagði Emil. Hann segir ekkert ljóst með framhaldið þegar samningurinn rennur út. Það hafi ekki verið rætt um lengri samning við forráðamenn Udinese að svo stöddu. „Við höldum bara öllu opnu en það var best fyrir báða aðila að gera þetta svona. Ég er mjög sáttur við hvernig staðið var að þessu.“ Emil segir ljóst að hann nái ekki landsleikjum Íslands gegn Andorra og Frakklandi síðar í mánuðinum, þeim fyrstu í undankeppni EM 2020. „Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að ég myndi ekki ná þeim en ég stefni á að vera í toppstandi fyrir landsleikina í júní,“ sagði Emil Hallfreðsson.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Emil samdi við Udinese á ný Emil Hallfreðsson hefur gengið til liðs við ítalska félagið Udinese á nýjan leik. Félagið tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í gærkvöld. 1. mars 2019 08:00 Emil hættur hjá Frosinone Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er án félags en Frosinone tilkynnti í dag að félagið hefði rift samningi sínum við Emil. 22. janúar 2019 13:32 Emil er ekki á leið í Pepsi-deildina: Áhugi erlendis Emil Hallfreðsson er ekki á leið í Pepsi-deildina. 23. janúar 2019 07:00 Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Danir úr leik á HM Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira
Emil samdi við Udinese á ný Emil Hallfreðsson hefur gengið til liðs við ítalska félagið Udinese á nýjan leik. Félagið tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í gærkvöld. 1. mars 2019 08:00
Emil hættur hjá Frosinone Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er án félags en Frosinone tilkynnti í dag að félagið hefði rift samningi sínum við Emil. 22. janúar 2019 13:32
Emil er ekki á leið í Pepsi-deildina: Áhugi erlendis Emil Hallfreðsson er ekki á leið í Pepsi-deildina. 23. janúar 2019 07:00