Hatari vann Söngvakeppnina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. mars 2019 22:15 Hatarar virtust kátir með sigurinn. Mynd/RÚV Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Hafði hún betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí. Hatari flutti lagi Hatrið mun sigra en Friðrik Ómar flutti lagið Hvað ef ég get ekki elskað? Framlag Íslands heyrist á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14.maí. Ljóst er að Ísland verður í seinnihlutanum á fyrra undankvöldinu sem haldið verður í Tel Aviv. Hljómsveitina skipa Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan. „Tilfinning er óttablandin virðing fyrir þessu verkefni sem þjóðin hefur falið okkur,“ sagði Matthías Tryggvi eftir sigurinn. Undir þetta tók félagi hans Klemens. „Ég er bara að anda inn og út. Spenntur hvað þetta tækifæri býður upp á,“ sagði Klemens. „Þetta er samkvæmt áætlun Svikamyllu ehf. Við erum einu skrefi nær því að knésetja kapitalismann,“ sagði Matthías Tryggvi. Þá þökkuðu þeir einnig traustið. „Góðir íslendingar takk fyrir traustið. Við munum sinna þessu verkefni af alúð og setja málefni á dagskrá sem skipta máli. Takk fyrir,“ sagði Matthías Tryggvi. Ekki var greint frá fjölda atkvæða atriðanna á úrslitakvöldinu og því liggur ekki nákvæmlega fyrir hvernig atkvæðin röðuðu sér á milli atriða.Atriðið þykir nokkuð sérkennilegt.Mynd/RúvHljómsveitin Hatari hefur átt mikilli velgengni að fagna síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið með iðnaðar-teknó með pólitískum oddi og afar líflega sviðsframkomu. Hljómsveitin Hatari var stofnuð árið 2015.Meðlimir Hatara eru þekktir fyrir BDSM-legan klæðnað sem þeir komu ávallt fram í og gríðarlega leikræna tjáningu í tónlistarflutningi sínum. Þetta vakti mikla lukku og útnefndi Reykjavík Grapevine sveitina til dæmis bestu tónleikasveit ársins tvö ár í röð og erlendir miðlar eins og Line of Best Fit héldu vart vatni yfir frammistöðu Hatara á Airwaves-hátíðinni, að því er fram kom í umfjöllun umhljómsveitina í Fréttablaðinu. Eurovision Tengdar fréttir Þetta höfðu landsmenn að segja um frammistöðu keppenda í Söngvakeppninni Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöll í kvöld en líkt og fyrri ár hafa áhorfendur farið á kostum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 2. mars 2019 21:00 Bjarni Ben um kökugerð Hatara: „Gera menn hvað sem er fyrir atkvæði?“ Það vakti talsverða athygli að hljómsveitin Hatari hermdi eftir Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, er þeir sýndu hvernig skreyta á köku í innslagi á undan atriði hljómsveitarinnar í úrslitum Söngvakeppninnar á RÚV í kvöld. 2. mars 2019 21:16 Landsmenn tísta um úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins: Falin markaðsetning fyrir Vogaídýfu? Bestu tístin frá umræðum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 2. mars 2019 19:55 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Hafði hún betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí. Hatari flutti lagi Hatrið mun sigra en Friðrik Ómar flutti lagið Hvað ef ég get ekki elskað? Framlag Íslands heyrist á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14.maí. Ljóst er að Ísland verður í seinnihlutanum á fyrra undankvöldinu sem haldið verður í Tel Aviv. Hljómsveitina skipa Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan. „Tilfinning er óttablandin virðing fyrir þessu verkefni sem þjóðin hefur falið okkur,“ sagði Matthías Tryggvi eftir sigurinn. Undir þetta tók félagi hans Klemens. „Ég er bara að anda inn og út. Spenntur hvað þetta tækifæri býður upp á,“ sagði Klemens. „Þetta er samkvæmt áætlun Svikamyllu ehf. Við erum einu skrefi nær því að knésetja kapitalismann,“ sagði Matthías Tryggvi. Þá þökkuðu þeir einnig traustið. „Góðir íslendingar takk fyrir traustið. Við munum sinna þessu verkefni af alúð og setja málefni á dagskrá sem skipta máli. Takk fyrir,“ sagði Matthías Tryggvi. Ekki var greint frá fjölda atkvæða atriðanna á úrslitakvöldinu og því liggur ekki nákvæmlega fyrir hvernig atkvæðin röðuðu sér á milli atriða.Atriðið þykir nokkuð sérkennilegt.Mynd/RúvHljómsveitin Hatari hefur átt mikilli velgengni að fagna síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið með iðnaðar-teknó með pólitískum oddi og afar líflega sviðsframkomu. Hljómsveitin Hatari var stofnuð árið 2015.Meðlimir Hatara eru þekktir fyrir BDSM-legan klæðnað sem þeir komu ávallt fram í og gríðarlega leikræna tjáningu í tónlistarflutningi sínum. Þetta vakti mikla lukku og útnefndi Reykjavík Grapevine sveitina til dæmis bestu tónleikasveit ársins tvö ár í röð og erlendir miðlar eins og Line of Best Fit héldu vart vatni yfir frammistöðu Hatara á Airwaves-hátíðinni, að því er fram kom í umfjöllun umhljómsveitina í Fréttablaðinu.
Eurovision Tengdar fréttir Þetta höfðu landsmenn að segja um frammistöðu keppenda í Söngvakeppninni Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöll í kvöld en líkt og fyrri ár hafa áhorfendur farið á kostum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 2. mars 2019 21:00 Bjarni Ben um kökugerð Hatara: „Gera menn hvað sem er fyrir atkvæði?“ Það vakti talsverða athygli að hljómsveitin Hatari hermdi eftir Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, er þeir sýndu hvernig skreyta á köku í innslagi á undan atriði hljómsveitarinnar í úrslitum Söngvakeppninnar á RÚV í kvöld. 2. mars 2019 21:16 Landsmenn tísta um úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins: Falin markaðsetning fyrir Vogaídýfu? Bestu tístin frá umræðum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 2. mars 2019 19:55 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Þetta höfðu landsmenn að segja um frammistöðu keppenda í Söngvakeppninni Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöll í kvöld en líkt og fyrri ár hafa áhorfendur farið á kostum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 2. mars 2019 21:00
Bjarni Ben um kökugerð Hatara: „Gera menn hvað sem er fyrir atkvæði?“ Það vakti talsverða athygli að hljómsveitin Hatari hermdi eftir Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, er þeir sýndu hvernig skreyta á köku í innslagi á undan atriði hljómsveitarinnar í úrslitum Söngvakeppninnar á RÚV í kvöld. 2. mars 2019 21:16
Landsmenn tísta um úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins: Falin markaðsetning fyrir Vogaídýfu? Bestu tístin frá umræðum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 2. mars 2019 19:55