Veiðin hefst um næstu mánaðarmót Karl Lúðvíksson skrifar 4. mars 2019 10:33 78 sm urriði úr Villingavatnsárós. Mynd: Fish Partner Nú er heldur betur farið að styttast í að veiðitímabilið hefjist að nýju en um næstu mánaðarmót verða stangir þandar um allt land. Vorveiðin hefur verið að sækja í sig veðrið og þá sérstaklega má nefna veiðina í Þingvallavatni en hún hefst þó ekki fyrr en 20. apríl. Ásókin í stóra urriðann hefur aukist mikið og dæmi eru um að erlendir veiðimenn séu farnir að gera sér sérstakar ferðir til landsins eingöngu til að freista þess að setja í stóra urriða. Svæðin sem eru vinsælust eru til dæmis Ion svæðið við Þorsteinsvík og Ölfusvatnsárós en Kárastaðir, Svörtuklettar og Villingavatnsárós hafa einnig notið mikilla vinsælda en þau svæði eru hjá Fish Partner. Það er þó eins og veiðimenn þekkja allra veðra von á þessum árstíma og alls ekki hægt að ganga að neinu vísu. Sjóbirtingsveiðin hefst að venju 1. apríl og það eru fjölmörg svæði sem opna fyrir veiðimenn. Vinsælustu veiðisvæðin eru fyrir austan við og um Kirkjubæjarklaustur en þar má nefna t.d. Sýrlæk, Geirlandsá, Grenlæk og Vatnamót bara svo nokkur svæði séu nefnd. Mest lesið Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Fín veiði í heiðarvötnum landsins Veiði Kvennanefnd tekin til starfa hjá SVFR Veiði Töluvert af laxi neðst í Leirvogsá Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði Veiði Ekkert „sex“ og ekkert „drugs“ í veiðinni Veiði Skotveiðimenn tæta dýralögmanninn í sig Veiði
Nú er heldur betur farið að styttast í að veiðitímabilið hefjist að nýju en um næstu mánaðarmót verða stangir þandar um allt land. Vorveiðin hefur verið að sækja í sig veðrið og þá sérstaklega má nefna veiðina í Þingvallavatni en hún hefst þó ekki fyrr en 20. apríl. Ásókin í stóra urriðann hefur aukist mikið og dæmi eru um að erlendir veiðimenn séu farnir að gera sér sérstakar ferðir til landsins eingöngu til að freista þess að setja í stóra urriða. Svæðin sem eru vinsælust eru til dæmis Ion svæðið við Þorsteinsvík og Ölfusvatnsárós en Kárastaðir, Svörtuklettar og Villingavatnsárós hafa einnig notið mikilla vinsælda en þau svæði eru hjá Fish Partner. Það er þó eins og veiðimenn þekkja allra veðra von á þessum árstíma og alls ekki hægt að ganga að neinu vísu. Sjóbirtingsveiðin hefst að venju 1. apríl og það eru fjölmörg svæði sem opna fyrir veiðimenn. Vinsælustu veiðisvæðin eru fyrir austan við og um Kirkjubæjarklaustur en þar má nefna t.d. Sýrlæk, Geirlandsá, Grenlæk og Vatnamót bara svo nokkur svæði séu nefnd.
Mest lesið Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Fín veiði í heiðarvötnum landsins Veiði Kvennanefnd tekin til starfa hjá SVFR Veiði Töluvert af laxi neðst í Leirvogsá Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði Veiði Ekkert „sex“ og ekkert „drugs“ í veiðinni Veiði Skotveiðimenn tæta dýralögmanninn í sig Veiði