Hatari settur í „fjölmiðlafrí“ Sylvía Hall skrifar 4. mars 2019 22:22 Í kjölfar sigursins á laugardaginn sagðist hljómsveitin ætla nýta sigurinn til þess að setja mikilvæg mál á dagskrá. Mynd/Rúv Hljómsveitin Hatari fékk ekki að mæta í Kastljós í kvöld þrátt fyrir að hefð sé fyrir því að sigurvegari Söngvakeppninnar mæti í þáttinn eftir sigur. Undanfarin ár hafa fulltrúar Íslands verið gestir þáttarins, rætt þar sigurinn og spáð í spilin. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision, mætti í þáttinn í kvöld og útskýrði fjarveru Hatara. Hann sagði þá ákvörðun hafa verið tekna að Hatari færi í ákveðið „fjölmiðlafrí“ til þess að einbeita sér að atriðinu og þeim tíma sem er framundan. Það sé þó ekki til þess að breyta háttsemi þeirra né atriðinu sjálfu en margir hafa spáð því að hljómsveitin gæti valdið töluverðum usla í Ísrael sem og keppninni sjálfri.Sjá einnig: Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv „Þetta er ákaflega mikill tími sem nú fer í hönd þegar búið er að velja atriðið þá þurfum við að ganga frá mjög mörgu til samstarfsfólks okkar í Ísrael,“ sagði Felix í þættinum. Þegar Sigríður Hagalín Björnsdóttir, þáttastjórnandi, benti á að Ari Ólafsson hefði mætt í þáttinn í fyrra sagði Felix það hafa verið ákveðið að Hatari tæki sér „pásu“ eftir sigurinn á laugardaginn enda hafi verið mikil pressa á þeim um helgina. „Við höfum engar áhyggjur af þessu.“ Líkt og áður sagði hafnaði Felix þeim vangaveltum að Hatari væri að fara að undirgangast einhverskonar ritskoðun. Nú tæki þó við vinna sem tæki heillangan tíma til þess að undirbúa hljómsveitina fyrir stóru keppnina.Þyrfti mikið til þess að Hatara yrði vísað úr keppni Aðspurður hvort raunveruleg hætta sé á því að Hatara verði vísað úr keppni sagði Felix það fara eftir því hvernig hljómsveitin myndi haga sér. Mikil áhersla sé lögð á að keppnin sé ópólitísk og það markmið hafi staðið óbreytt frá upphafi. „Auðvitað múlbindum við ekki listamenn, listamenn sem þjóðin velur hafa að sjálfsögðu sitt málfrelsi en þeir eru fulltrúar þjóðarinnar og þau þurfa að bera sig með þeim hætti að þau verði okkur öllum til sóma og ég hef í rauninni engar áhyggjur að það verði ekki.“ Til þess að verða vísað úr keppni þyrfti Hatari að brjóta þær reglur sem Eurovision hefur sett þátttakendum. Sem dæmi nefnir Felix að litlu mátti muna að Silvíu Nótt yrði vísað úr keppni árið 2006 eftir að hafa gert lítið úr keppninni og keppnishöldurum. „KAN, ríkissjónvarpsstöðin í Ísrael, eru okkar gestgjafar þessar vikur sem við erum þar og það þarf að koma fram við þá af virðingu og ef menn eru með rakinn dónaskap þá getur það gerst,“ sagði Felix en sagði það vera í höndum stjórnar Eurovision að taka slíka ákvörðun. Felix hefur sjálfið eytt tíma í Ísrael og hann segir búast við því að móttökurnar verði á alla vegu. Sumir munu taka vel í atriðið, aðrir ekki. Hann segir fólk skilja boðskap lagsins, hann sé mikilvægur og vonar að hann nái til heimsbyggðarinnar. Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Hatara Ísland mun enda í 4. sæti í Eurovision í maí ef eitthvað er að marka samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 2. mars 2019 23:15 Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34 Ísraelskir fjölmiðlar vara við Hatara Ísraelskir fjölmiðlar hafa slegið því upp að Hatari hafi sigrað í íslensku Söngvakeppninni og þannig megi búast við því að Eurovision, sem haldin verður í Tel Aviv í maí verði vettvangur and-ísraelskra mótmæla. 3. mars 2019 22:26 Undarlegt útspil Hatara rétt fyrir úrslit Söngvakeppninnar Þá eru Hatarar sigurvissir í tilkynningu og fullyrða að sveitin taki þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í maí, sem ræðst þó ekki fyrr en í kvöld. 2. mars 2019 11:00 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Hljómsveitin Hatari fékk ekki að mæta í Kastljós í kvöld þrátt fyrir að hefð sé fyrir því að sigurvegari Söngvakeppninnar mæti í þáttinn eftir sigur. Undanfarin ár hafa fulltrúar Íslands verið gestir þáttarins, rætt þar sigurinn og spáð í spilin. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision, mætti í þáttinn í kvöld og útskýrði fjarveru Hatara. Hann sagði þá ákvörðun hafa verið tekna að Hatari færi í ákveðið „fjölmiðlafrí“ til þess að einbeita sér að atriðinu og þeim tíma sem er framundan. Það sé þó ekki til þess að breyta háttsemi þeirra né atriðinu sjálfu en margir hafa spáð því að hljómsveitin gæti valdið töluverðum usla í Ísrael sem og keppninni sjálfri.Sjá einnig: Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv „Þetta er ákaflega mikill tími sem nú fer í hönd þegar búið er að velja atriðið þá þurfum við að ganga frá mjög mörgu til samstarfsfólks okkar í Ísrael,“ sagði Felix í þættinum. Þegar Sigríður Hagalín Björnsdóttir, þáttastjórnandi, benti á að Ari Ólafsson hefði mætt í þáttinn í fyrra sagði Felix það hafa verið ákveðið að Hatari tæki sér „pásu“ eftir sigurinn á laugardaginn enda hafi verið mikil pressa á þeim um helgina. „Við höfum engar áhyggjur af þessu.“ Líkt og áður sagði hafnaði Felix þeim vangaveltum að Hatari væri að fara að undirgangast einhverskonar ritskoðun. Nú tæki þó við vinna sem tæki heillangan tíma til þess að undirbúa hljómsveitina fyrir stóru keppnina.Þyrfti mikið til þess að Hatara yrði vísað úr keppni Aðspurður hvort raunveruleg hætta sé á því að Hatara verði vísað úr keppni sagði Felix það fara eftir því hvernig hljómsveitin myndi haga sér. Mikil áhersla sé lögð á að keppnin sé ópólitísk og það markmið hafi staðið óbreytt frá upphafi. „Auðvitað múlbindum við ekki listamenn, listamenn sem þjóðin velur hafa að sjálfsögðu sitt málfrelsi en þeir eru fulltrúar þjóðarinnar og þau þurfa að bera sig með þeim hætti að þau verði okkur öllum til sóma og ég hef í rauninni engar áhyggjur að það verði ekki.“ Til þess að verða vísað úr keppni þyrfti Hatari að brjóta þær reglur sem Eurovision hefur sett þátttakendum. Sem dæmi nefnir Felix að litlu mátti muna að Silvíu Nótt yrði vísað úr keppni árið 2006 eftir að hafa gert lítið úr keppninni og keppnishöldurum. „KAN, ríkissjónvarpsstöðin í Ísrael, eru okkar gestgjafar þessar vikur sem við erum þar og það þarf að koma fram við þá af virðingu og ef menn eru með rakinn dónaskap þá getur það gerst,“ sagði Felix en sagði það vera í höndum stjórnar Eurovision að taka slíka ákvörðun. Felix hefur sjálfið eytt tíma í Ísrael og hann segir búast við því að móttökurnar verði á alla vegu. Sumir munu taka vel í atriðið, aðrir ekki. Hann segir fólk skilja boðskap lagsins, hann sé mikilvægur og vonar að hann nái til heimsbyggðarinnar.
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Hatara Ísland mun enda í 4. sæti í Eurovision í maí ef eitthvað er að marka samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 2. mars 2019 23:15 Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34 Ísraelskir fjölmiðlar vara við Hatara Ísraelskir fjölmiðlar hafa slegið því upp að Hatari hafi sigrað í íslensku Söngvakeppninni og þannig megi búast við því að Eurovision, sem haldin verður í Tel Aviv í maí verði vettvangur and-ísraelskra mótmæla. 3. mars 2019 22:26 Undarlegt útspil Hatara rétt fyrir úrslit Söngvakeppninnar Þá eru Hatarar sigurvissir í tilkynningu og fullyrða að sveitin taki þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í maí, sem ræðst þó ekki fyrr en í kvöld. 2. mars 2019 11:00 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Hatara Ísland mun enda í 4. sæti í Eurovision í maí ef eitthvað er að marka samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 2. mars 2019 23:15
Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34
Ísraelskir fjölmiðlar vara við Hatara Ísraelskir fjölmiðlar hafa slegið því upp að Hatari hafi sigrað í íslensku Söngvakeppninni og þannig megi búast við því að Eurovision, sem haldin verður í Tel Aviv í maí verði vettvangur and-ísraelskra mótmæla. 3. mars 2019 22:26
Undarlegt útspil Hatara rétt fyrir úrslit Söngvakeppninnar Þá eru Hatarar sigurvissir í tilkynningu og fullyrða að sveitin taki þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í maí, sem ræðst þó ekki fyrr en í kvöld. 2. mars 2019 11:00