Fagnaði með Cantona og Ferguson á meðan kallað var eftir því að hann fengi starfið Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2019 08:00 Eric Cantona, Sir Alex og Ole Gunnar voru hressir í gær. mynd/manchester united twitter Ole Gunnar Solskjær getur svo gott sem farið að kaupa sér nýtt hús í Manchester og undirbúa langa veru þar í borg sem knattspyrnustjóri Manchester United eftir kraftaverkið í París í gærkvöldi. Með tíu leikmenn meidda, Pogba í banni og kjúklinga á vellinum og á bekknum tókst Solskjær að vinna Paris Saint-Germain, 3-1, á útivelli eftir að hafa tapað 2-0 heima og þar með koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Allt ætlaði á hliðina hjá stuðningsmönnum Manchester United í gærkvöldi sem hafa ekki upplifað aðra eins gleði og ekta United-sigur í háa herrans tíð en gleðina mátti draga saman í eina stórkostlega mynd þar sem að Eric Cantona, Sir Alex Ferguson og Solskjær fögnuðu saman inni í klefa United.Legends. #MUFCpic.twitter.com/l7x74snTs6 — Manchester United (@ManUtd) March 6, 2019 Solskjær er nú búinn að vinna fjórtán af sautján leikjum sínum og tapa aðeins einum en á meðan að hann sinnti fjölmiðlum í gær og fór í viðtöl og fagnaði með strákunum sínum kölluðu sparkspekingar um allt England eftir því að hann yrði ráðinn til frambúðar á staðnum. „Ef hann fær ekki starfið á morgun er eitthvað að. Það verður að láta hann fá starfið. Hann breytti leikskipulaginu þrisvar eða fjórum sinnum í leiknum og tók stóra ákvörðun að taka Eric Bailly út af. Hann sýndi mér að hann á að fá þetta starf,“ sagði Charlie Adam, miðjumaður Stoke við BBC. „Ég sá þessi úrslit ekki fyrir en Ole Gunnar var hugrakkur þegar að hann valdi liðið. Hann var með þrjá unglinga á vellinum. Ole hefur fært liðinu aftur trú og á sama tíma og allir efuðust um Romelu Lukaku hefur hann öðlast nýtt líf undir hans stjórn,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United. „Þvílíkur munur að sjá liðið. Allur andinn hefur breyst og það er í raun bara svolítið óhugnalegt fyrir önnur lið að United hafi komist áfram. Þegar að United dróst á móti PSG datt mér ekki í hug að liðið kæmist áfram því það var að spila svo skelfilegan fótbolta undir stjórn José Mourinho,“ sagði Michael Owen, fyrrverandi framherji Manchester United. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Solskjær: Þetta er Manchester United Ole Gunnar Solskjær var skiljanlega í skýjunum með ótrúlegan sigur Manchester United á Paris Saint-German í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:04 Neymar brjálaður yfir vítadómnum: Fjórir menn sem vita ekkert um fótbolta Neymar þurfti að horfa á úr stúkunni þegar liðsfélagar hans féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:16 Rashford skaut United áfram úr VAR-víti Manchester United er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlega frammistöðu á Parc des Princes þar sem vítaspyrna dæmd eftir myndbandsdómgæslu réði úrslitum. 6. mars 2019 22:00 Vítaspyrnan örlagaríka sú fyrsta sem Rashford tók Marcus Rashford tryggði Manchester United sögulegan sigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Uppgjör: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Handbolti Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Fótbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfaralaust Man City lagði óvænt Chelsea Sara Björk fyrirliði í súru tapi í bikarúrslitum Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið „Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Svona var blaðamannafundur Arnars Styrktaraðilar endursemja við ÍTF Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Aldrei verið án Glódísar en setti hana einu sinni á bekkinn Heimir segir dýrmætt að forðast fall Helmingslíkur á að Glódís verði með í landsleikjunum Hópurinn gegn Noregi og Sviss: Hildur og Amanda snúa aftur Svona var blaðamannafundur KSÍ „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær getur svo gott sem farið að kaupa sér nýtt hús í Manchester og undirbúa langa veru þar í borg sem knattspyrnustjóri Manchester United eftir kraftaverkið í París í gærkvöldi. Með tíu leikmenn meidda, Pogba í banni og kjúklinga á vellinum og á bekknum tókst Solskjær að vinna Paris Saint-Germain, 3-1, á útivelli eftir að hafa tapað 2-0 heima og þar með koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Allt ætlaði á hliðina hjá stuðningsmönnum Manchester United í gærkvöldi sem hafa ekki upplifað aðra eins gleði og ekta United-sigur í háa herrans tíð en gleðina mátti draga saman í eina stórkostlega mynd þar sem að Eric Cantona, Sir Alex Ferguson og Solskjær fögnuðu saman inni í klefa United.Legends. #MUFCpic.twitter.com/l7x74snTs6 — Manchester United (@ManUtd) March 6, 2019 Solskjær er nú búinn að vinna fjórtán af sautján leikjum sínum og tapa aðeins einum en á meðan að hann sinnti fjölmiðlum í gær og fór í viðtöl og fagnaði með strákunum sínum kölluðu sparkspekingar um allt England eftir því að hann yrði ráðinn til frambúðar á staðnum. „Ef hann fær ekki starfið á morgun er eitthvað að. Það verður að láta hann fá starfið. Hann breytti leikskipulaginu þrisvar eða fjórum sinnum í leiknum og tók stóra ákvörðun að taka Eric Bailly út af. Hann sýndi mér að hann á að fá þetta starf,“ sagði Charlie Adam, miðjumaður Stoke við BBC. „Ég sá þessi úrslit ekki fyrir en Ole Gunnar var hugrakkur þegar að hann valdi liðið. Hann var með þrjá unglinga á vellinum. Ole hefur fært liðinu aftur trú og á sama tíma og allir efuðust um Romelu Lukaku hefur hann öðlast nýtt líf undir hans stjórn,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United. „Þvílíkur munur að sjá liðið. Allur andinn hefur breyst og það er í raun bara svolítið óhugnalegt fyrir önnur lið að United hafi komist áfram. Þegar að United dróst á móti PSG datt mér ekki í hug að liðið kæmist áfram því það var að spila svo skelfilegan fótbolta undir stjórn José Mourinho,“ sagði Michael Owen, fyrrverandi framherji Manchester United.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Solskjær: Þetta er Manchester United Ole Gunnar Solskjær var skiljanlega í skýjunum með ótrúlegan sigur Manchester United á Paris Saint-German í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:04 Neymar brjálaður yfir vítadómnum: Fjórir menn sem vita ekkert um fótbolta Neymar þurfti að horfa á úr stúkunni þegar liðsfélagar hans féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:16 Rashford skaut United áfram úr VAR-víti Manchester United er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlega frammistöðu á Parc des Princes þar sem vítaspyrna dæmd eftir myndbandsdómgæslu réði úrslitum. 6. mars 2019 22:00 Vítaspyrnan örlagaríka sú fyrsta sem Rashford tók Marcus Rashford tryggði Manchester United sögulegan sigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Uppgjör: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Handbolti Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Fótbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfaralaust Man City lagði óvænt Chelsea Sara Björk fyrirliði í súru tapi í bikarúrslitum Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið „Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Svona var blaðamannafundur Arnars Styrktaraðilar endursemja við ÍTF Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Aldrei verið án Glódísar en setti hana einu sinni á bekkinn Heimir segir dýrmætt að forðast fall Helmingslíkur á að Glódís verði með í landsleikjunum Hópurinn gegn Noregi og Sviss: Hildur og Amanda snúa aftur Svona var blaðamannafundur KSÍ „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Sjá meira
Solskjær: Þetta er Manchester United Ole Gunnar Solskjær var skiljanlega í skýjunum með ótrúlegan sigur Manchester United á Paris Saint-German í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:04
Neymar brjálaður yfir vítadómnum: Fjórir menn sem vita ekkert um fótbolta Neymar þurfti að horfa á úr stúkunni þegar liðsfélagar hans féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:16
Rashford skaut United áfram úr VAR-víti Manchester United er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlega frammistöðu á Parc des Princes þar sem vítaspyrna dæmd eftir myndbandsdómgæslu réði úrslitum. 6. mars 2019 22:00
Vítaspyrnan örlagaríka sú fyrsta sem Rashford tók Marcus Rashford tryggði Manchester United sögulegan sigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. mars 2019 06:00
Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti
Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti