Fagnaði með Cantona og Ferguson á meðan kallað var eftir því að hann fengi starfið Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2019 08:00 Eric Cantona, Sir Alex og Ole Gunnar voru hressir í gær. mynd/manchester united twitter Ole Gunnar Solskjær getur svo gott sem farið að kaupa sér nýtt hús í Manchester og undirbúa langa veru þar í borg sem knattspyrnustjóri Manchester United eftir kraftaverkið í París í gærkvöldi. Með tíu leikmenn meidda, Pogba í banni og kjúklinga á vellinum og á bekknum tókst Solskjær að vinna Paris Saint-Germain, 3-1, á útivelli eftir að hafa tapað 2-0 heima og þar með koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Allt ætlaði á hliðina hjá stuðningsmönnum Manchester United í gærkvöldi sem hafa ekki upplifað aðra eins gleði og ekta United-sigur í háa herrans tíð en gleðina mátti draga saman í eina stórkostlega mynd þar sem að Eric Cantona, Sir Alex Ferguson og Solskjær fögnuðu saman inni í klefa United.Legends. #MUFCpic.twitter.com/l7x74snTs6 — Manchester United (@ManUtd) March 6, 2019 Solskjær er nú búinn að vinna fjórtán af sautján leikjum sínum og tapa aðeins einum en á meðan að hann sinnti fjölmiðlum í gær og fór í viðtöl og fagnaði með strákunum sínum kölluðu sparkspekingar um allt England eftir því að hann yrði ráðinn til frambúðar á staðnum. „Ef hann fær ekki starfið á morgun er eitthvað að. Það verður að láta hann fá starfið. Hann breytti leikskipulaginu þrisvar eða fjórum sinnum í leiknum og tók stóra ákvörðun að taka Eric Bailly út af. Hann sýndi mér að hann á að fá þetta starf,“ sagði Charlie Adam, miðjumaður Stoke við BBC. „Ég sá þessi úrslit ekki fyrir en Ole Gunnar var hugrakkur þegar að hann valdi liðið. Hann var með þrjá unglinga á vellinum. Ole hefur fært liðinu aftur trú og á sama tíma og allir efuðust um Romelu Lukaku hefur hann öðlast nýtt líf undir hans stjórn,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United. „Þvílíkur munur að sjá liðið. Allur andinn hefur breyst og það er í raun bara svolítið óhugnalegt fyrir önnur lið að United hafi komist áfram. Þegar að United dróst á móti PSG datt mér ekki í hug að liðið kæmist áfram því það var að spila svo skelfilegan fótbolta undir stjórn José Mourinho,“ sagði Michael Owen, fyrrverandi framherji Manchester United. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Solskjær: Þetta er Manchester United Ole Gunnar Solskjær var skiljanlega í skýjunum með ótrúlegan sigur Manchester United á Paris Saint-German í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:04 Neymar brjálaður yfir vítadómnum: Fjórir menn sem vita ekkert um fótbolta Neymar þurfti að horfa á úr stúkunni þegar liðsfélagar hans féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:16 Rashford skaut United áfram úr VAR-víti Manchester United er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlega frammistöðu á Parc des Princes þar sem vítaspyrna dæmd eftir myndbandsdómgæslu réði úrslitum. 6. mars 2019 22:00 Vítaspyrnan örlagaríka sú fyrsta sem Rashford tók Marcus Rashford tryggði Manchester United sögulegan sigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær getur svo gott sem farið að kaupa sér nýtt hús í Manchester og undirbúa langa veru þar í borg sem knattspyrnustjóri Manchester United eftir kraftaverkið í París í gærkvöldi. Með tíu leikmenn meidda, Pogba í banni og kjúklinga á vellinum og á bekknum tókst Solskjær að vinna Paris Saint-Germain, 3-1, á útivelli eftir að hafa tapað 2-0 heima og þar með koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Allt ætlaði á hliðina hjá stuðningsmönnum Manchester United í gærkvöldi sem hafa ekki upplifað aðra eins gleði og ekta United-sigur í háa herrans tíð en gleðina mátti draga saman í eina stórkostlega mynd þar sem að Eric Cantona, Sir Alex Ferguson og Solskjær fögnuðu saman inni í klefa United.Legends. #MUFCpic.twitter.com/l7x74snTs6 — Manchester United (@ManUtd) March 6, 2019 Solskjær er nú búinn að vinna fjórtán af sautján leikjum sínum og tapa aðeins einum en á meðan að hann sinnti fjölmiðlum í gær og fór í viðtöl og fagnaði með strákunum sínum kölluðu sparkspekingar um allt England eftir því að hann yrði ráðinn til frambúðar á staðnum. „Ef hann fær ekki starfið á morgun er eitthvað að. Það verður að láta hann fá starfið. Hann breytti leikskipulaginu þrisvar eða fjórum sinnum í leiknum og tók stóra ákvörðun að taka Eric Bailly út af. Hann sýndi mér að hann á að fá þetta starf,“ sagði Charlie Adam, miðjumaður Stoke við BBC. „Ég sá þessi úrslit ekki fyrir en Ole Gunnar var hugrakkur þegar að hann valdi liðið. Hann var með þrjá unglinga á vellinum. Ole hefur fært liðinu aftur trú og á sama tíma og allir efuðust um Romelu Lukaku hefur hann öðlast nýtt líf undir hans stjórn,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United. „Þvílíkur munur að sjá liðið. Allur andinn hefur breyst og það er í raun bara svolítið óhugnalegt fyrir önnur lið að United hafi komist áfram. Þegar að United dróst á móti PSG datt mér ekki í hug að liðið kæmist áfram því það var að spila svo skelfilegan fótbolta undir stjórn José Mourinho,“ sagði Michael Owen, fyrrverandi framherji Manchester United.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Solskjær: Þetta er Manchester United Ole Gunnar Solskjær var skiljanlega í skýjunum með ótrúlegan sigur Manchester United á Paris Saint-German í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:04 Neymar brjálaður yfir vítadómnum: Fjórir menn sem vita ekkert um fótbolta Neymar þurfti að horfa á úr stúkunni þegar liðsfélagar hans féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:16 Rashford skaut United áfram úr VAR-víti Manchester United er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlega frammistöðu á Parc des Princes þar sem vítaspyrna dæmd eftir myndbandsdómgæslu réði úrslitum. 6. mars 2019 22:00 Vítaspyrnan örlagaríka sú fyrsta sem Rashford tók Marcus Rashford tryggði Manchester United sögulegan sigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira
Solskjær: Þetta er Manchester United Ole Gunnar Solskjær var skiljanlega í skýjunum með ótrúlegan sigur Manchester United á Paris Saint-German í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:04
Neymar brjálaður yfir vítadómnum: Fjórir menn sem vita ekkert um fótbolta Neymar þurfti að horfa á úr stúkunni þegar liðsfélagar hans féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:16
Rashford skaut United áfram úr VAR-víti Manchester United er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlega frammistöðu á Parc des Princes þar sem vítaspyrna dæmd eftir myndbandsdómgæslu réði úrslitum. 6. mars 2019 22:00
Vítaspyrnan örlagaríka sú fyrsta sem Rashford tók Marcus Rashford tryggði Manchester United sögulegan sigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. mars 2019 06:00