Fagnaði með Cantona og Ferguson á meðan kallað var eftir því að hann fengi starfið Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2019 08:00 Eric Cantona, Sir Alex og Ole Gunnar voru hressir í gær. mynd/manchester united twitter Ole Gunnar Solskjær getur svo gott sem farið að kaupa sér nýtt hús í Manchester og undirbúa langa veru þar í borg sem knattspyrnustjóri Manchester United eftir kraftaverkið í París í gærkvöldi. Með tíu leikmenn meidda, Pogba í banni og kjúklinga á vellinum og á bekknum tókst Solskjær að vinna Paris Saint-Germain, 3-1, á útivelli eftir að hafa tapað 2-0 heima og þar með koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Allt ætlaði á hliðina hjá stuðningsmönnum Manchester United í gærkvöldi sem hafa ekki upplifað aðra eins gleði og ekta United-sigur í háa herrans tíð en gleðina mátti draga saman í eina stórkostlega mynd þar sem að Eric Cantona, Sir Alex Ferguson og Solskjær fögnuðu saman inni í klefa United.Legends. #MUFCpic.twitter.com/l7x74snTs6 — Manchester United (@ManUtd) March 6, 2019 Solskjær er nú búinn að vinna fjórtán af sautján leikjum sínum og tapa aðeins einum en á meðan að hann sinnti fjölmiðlum í gær og fór í viðtöl og fagnaði með strákunum sínum kölluðu sparkspekingar um allt England eftir því að hann yrði ráðinn til frambúðar á staðnum. „Ef hann fær ekki starfið á morgun er eitthvað að. Það verður að láta hann fá starfið. Hann breytti leikskipulaginu þrisvar eða fjórum sinnum í leiknum og tók stóra ákvörðun að taka Eric Bailly út af. Hann sýndi mér að hann á að fá þetta starf,“ sagði Charlie Adam, miðjumaður Stoke við BBC. „Ég sá þessi úrslit ekki fyrir en Ole Gunnar var hugrakkur þegar að hann valdi liðið. Hann var með þrjá unglinga á vellinum. Ole hefur fært liðinu aftur trú og á sama tíma og allir efuðust um Romelu Lukaku hefur hann öðlast nýtt líf undir hans stjórn,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United. „Þvílíkur munur að sjá liðið. Allur andinn hefur breyst og það er í raun bara svolítið óhugnalegt fyrir önnur lið að United hafi komist áfram. Þegar að United dróst á móti PSG datt mér ekki í hug að liðið kæmist áfram því það var að spila svo skelfilegan fótbolta undir stjórn José Mourinho,“ sagði Michael Owen, fyrrverandi framherji Manchester United. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Solskjær: Þetta er Manchester United Ole Gunnar Solskjær var skiljanlega í skýjunum með ótrúlegan sigur Manchester United á Paris Saint-German í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:04 Neymar brjálaður yfir vítadómnum: Fjórir menn sem vita ekkert um fótbolta Neymar þurfti að horfa á úr stúkunni þegar liðsfélagar hans féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:16 Rashford skaut United áfram úr VAR-víti Manchester United er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlega frammistöðu á Parc des Princes þar sem vítaspyrna dæmd eftir myndbandsdómgæslu réði úrslitum. 6. mars 2019 22:00 Vítaspyrnan örlagaríka sú fyrsta sem Rashford tók Marcus Rashford tryggði Manchester United sögulegan sigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær getur svo gott sem farið að kaupa sér nýtt hús í Manchester og undirbúa langa veru þar í borg sem knattspyrnustjóri Manchester United eftir kraftaverkið í París í gærkvöldi. Með tíu leikmenn meidda, Pogba í banni og kjúklinga á vellinum og á bekknum tókst Solskjær að vinna Paris Saint-Germain, 3-1, á útivelli eftir að hafa tapað 2-0 heima og þar með koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Allt ætlaði á hliðina hjá stuðningsmönnum Manchester United í gærkvöldi sem hafa ekki upplifað aðra eins gleði og ekta United-sigur í háa herrans tíð en gleðina mátti draga saman í eina stórkostlega mynd þar sem að Eric Cantona, Sir Alex Ferguson og Solskjær fögnuðu saman inni í klefa United.Legends. #MUFCpic.twitter.com/l7x74snTs6 — Manchester United (@ManUtd) March 6, 2019 Solskjær er nú búinn að vinna fjórtán af sautján leikjum sínum og tapa aðeins einum en á meðan að hann sinnti fjölmiðlum í gær og fór í viðtöl og fagnaði með strákunum sínum kölluðu sparkspekingar um allt England eftir því að hann yrði ráðinn til frambúðar á staðnum. „Ef hann fær ekki starfið á morgun er eitthvað að. Það verður að láta hann fá starfið. Hann breytti leikskipulaginu þrisvar eða fjórum sinnum í leiknum og tók stóra ákvörðun að taka Eric Bailly út af. Hann sýndi mér að hann á að fá þetta starf,“ sagði Charlie Adam, miðjumaður Stoke við BBC. „Ég sá þessi úrslit ekki fyrir en Ole Gunnar var hugrakkur þegar að hann valdi liðið. Hann var með þrjá unglinga á vellinum. Ole hefur fært liðinu aftur trú og á sama tíma og allir efuðust um Romelu Lukaku hefur hann öðlast nýtt líf undir hans stjórn,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United. „Þvílíkur munur að sjá liðið. Allur andinn hefur breyst og það er í raun bara svolítið óhugnalegt fyrir önnur lið að United hafi komist áfram. Þegar að United dróst á móti PSG datt mér ekki í hug að liðið kæmist áfram því það var að spila svo skelfilegan fótbolta undir stjórn José Mourinho,“ sagði Michael Owen, fyrrverandi framherji Manchester United.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Solskjær: Þetta er Manchester United Ole Gunnar Solskjær var skiljanlega í skýjunum með ótrúlegan sigur Manchester United á Paris Saint-German í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:04 Neymar brjálaður yfir vítadómnum: Fjórir menn sem vita ekkert um fótbolta Neymar þurfti að horfa á úr stúkunni þegar liðsfélagar hans féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:16 Rashford skaut United áfram úr VAR-víti Manchester United er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlega frammistöðu á Parc des Princes þar sem vítaspyrna dæmd eftir myndbandsdómgæslu réði úrslitum. 6. mars 2019 22:00 Vítaspyrnan örlagaríka sú fyrsta sem Rashford tók Marcus Rashford tryggði Manchester United sögulegan sigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Solskjær: Þetta er Manchester United Ole Gunnar Solskjær var skiljanlega í skýjunum með ótrúlegan sigur Manchester United á Paris Saint-German í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:04
Neymar brjálaður yfir vítadómnum: Fjórir menn sem vita ekkert um fótbolta Neymar þurfti að horfa á úr stúkunni þegar liðsfélagar hans féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:16
Rashford skaut United áfram úr VAR-víti Manchester United er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlega frammistöðu á Parc des Princes þar sem vítaspyrna dæmd eftir myndbandsdómgæslu réði úrslitum. 6. mars 2019 22:00
Vítaspyrnan örlagaríka sú fyrsta sem Rashford tók Marcus Rashford tryggði Manchester United sögulegan sigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. mars 2019 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn