Margir gleðjast yfir óförum tveggja af óvinsælustu knattspyrnumönnum heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2019 12:00 Sergio Ramos og Neymar vinna engar vinsældarkosningar. Þetta var líka mjög erfið vika fyrir þá báða. Samsett/Getty Real Madrid og Paris Saint Germain ætluðu sér að vera að spila Meistaradeildarfótbolta í maí en í staðinn léku þau bæði sinn síðasta Meistaradeildarleik á tímabilinu í byrjun mars. Real Madrid féll út á heimavelli á þriðjudagskvöldið og Paris Saint Germain féll út á heimavelli í gær. Bæði liðin voru í frábærri stöðu eftir góða útisigra í fyrri leiknum en klúðruðu því með eftirminnilegum hætti. Þau áttu það líka sameiginlegt að stærstu stjörnur liðsins voru í upp í stúku. Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, tók út leikbann en Neymar, stórstjarna PSG, er meiddur. Myndavélarnar voru hins vegar á Ramos í heiðursstúkunni og Neymar á hliðarlínunni þar sem þeir horfðu á skútuna sína stranda í heimahöfn.Wow Ramos last night, Neymar tonight - the football gods have been kind with touchline humiliations for these jokers #PSGMUNpic.twitter.com/87Ue2i90Vm — Joe Michalczuk (@joemichalczuk) March 6, 2019Eins og sjá má dæmi um hér fyrir ofan þá hlakkaði í mörgum vegna ófara þessara tveggja frábæru leikmanna sem báðir teljast vera í hópi þeirra allra bestu í sinni leikstöðu. Þeir eru líka mjög ofarlega á listanum yfir þá óvinsælustu. Neymar hefur ekki unnið sér inn marga aðdáendur vegna leikaraskapar sem fór langt yfir öll velsæmismörk á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í fyrra. Neymar var heldur ekki að missa af mikilvægum Meistaradeildarleikjum í fyrsta sinn vegna meiðsla og sást skemmta sér á Kjötkveðjuhátíð í Ríó í Brasilíu á meðan liðsfélagar hans voru að undirbúa sig fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Manchester United. Sergio Ramos ætlaði að vera voðalega sniðugur með því að sækja sér gult spjald og taka því leikbann út í „léttum“ seinni leik á móti Ajax svo að hann gæti mætt með hreint borð inn í átta liða úrslitin. UEFA gaf honum einn leik í viðbót í bann og hann sá síðan Real Madrid vörnina hrynja algjörlega án sín. Það eru líka fáir og enginn Liverpool maður búinn að gleyma því hvernig Sergio Ramos fór með Mohamed Salah í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. Ramos jók heldur ekki vinsældir sínar með því að gefa Lionel Messi vænt högg um helgina. Það er því kannski ekkert skrýtið að óvinsælir leikmenn fái að heyra það aðeins frá netverjum eftir þessi miklu vonbrigði. Var einhver að segja karma.This is why I love football. Two days of extraordinary results - the arrogant and disrespectful Madrid and Sergio Ramos gone, and now the odious crybaby Neymar won't get to chest his way to glory. A victory for football.#PSGMUNpic.twitter.com/sfGQgmvAmJ — Mmenyene Akpan (@SportFarmerNG) March 6, 2019Karma really got these dudes on back to back days. Ramos for injuring Salah and Neymar for rolling on the floor 356 times against Mexico in the world cup. #ChampionsLeague#PSGMUNpic.twitter.com/8E0O11xnjo — Man City Top of the League! (@Flobey562) March 6, 2019Both Neymar & Ramos knocked out in 24hrs? This Champions League is a better tournament for that alone!!#PSGMUN#UCLpic.twitter.com/rbkpaoLIh2 — Hakaman (@hakaman) March 6, 2019 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Real Madrid og Paris Saint Germain ætluðu sér að vera að spila Meistaradeildarfótbolta í maí en í staðinn léku þau bæði sinn síðasta Meistaradeildarleik á tímabilinu í byrjun mars. Real Madrid féll út á heimavelli á þriðjudagskvöldið og Paris Saint Germain féll út á heimavelli í gær. Bæði liðin voru í frábærri stöðu eftir góða útisigra í fyrri leiknum en klúðruðu því með eftirminnilegum hætti. Þau áttu það líka sameiginlegt að stærstu stjörnur liðsins voru í upp í stúku. Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, tók út leikbann en Neymar, stórstjarna PSG, er meiddur. Myndavélarnar voru hins vegar á Ramos í heiðursstúkunni og Neymar á hliðarlínunni þar sem þeir horfðu á skútuna sína stranda í heimahöfn.Wow Ramos last night, Neymar tonight - the football gods have been kind with touchline humiliations for these jokers #PSGMUNpic.twitter.com/87Ue2i90Vm — Joe Michalczuk (@joemichalczuk) March 6, 2019Eins og sjá má dæmi um hér fyrir ofan þá hlakkaði í mörgum vegna ófara þessara tveggja frábæru leikmanna sem báðir teljast vera í hópi þeirra allra bestu í sinni leikstöðu. Þeir eru líka mjög ofarlega á listanum yfir þá óvinsælustu. Neymar hefur ekki unnið sér inn marga aðdáendur vegna leikaraskapar sem fór langt yfir öll velsæmismörk á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í fyrra. Neymar var heldur ekki að missa af mikilvægum Meistaradeildarleikjum í fyrsta sinn vegna meiðsla og sást skemmta sér á Kjötkveðjuhátíð í Ríó í Brasilíu á meðan liðsfélagar hans voru að undirbúa sig fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Manchester United. Sergio Ramos ætlaði að vera voðalega sniðugur með því að sækja sér gult spjald og taka því leikbann út í „léttum“ seinni leik á móti Ajax svo að hann gæti mætt með hreint borð inn í átta liða úrslitin. UEFA gaf honum einn leik í viðbót í bann og hann sá síðan Real Madrid vörnina hrynja algjörlega án sín. Það eru líka fáir og enginn Liverpool maður búinn að gleyma því hvernig Sergio Ramos fór með Mohamed Salah í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. Ramos jók heldur ekki vinsældir sínar með því að gefa Lionel Messi vænt högg um helgina. Það er því kannski ekkert skrýtið að óvinsælir leikmenn fái að heyra það aðeins frá netverjum eftir þessi miklu vonbrigði. Var einhver að segja karma.This is why I love football. Two days of extraordinary results - the arrogant and disrespectful Madrid and Sergio Ramos gone, and now the odious crybaby Neymar won't get to chest his way to glory. A victory for football.#PSGMUNpic.twitter.com/sfGQgmvAmJ — Mmenyene Akpan (@SportFarmerNG) March 6, 2019Karma really got these dudes on back to back days. Ramos for injuring Salah and Neymar for rolling on the floor 356 times against Mexico in the world cup. #ChampionsLeague#PSGMUNpic.twitter.com/8E0O11xnjo — Man City Top of the League! (@Flobey562) March 6, 2019Both Neymar & Ramos knocked out in 24hrs? This Champions League is a better tournament for that alone!!#PSGMUN#UCLpic.twitter.com/rbkpaoLIh2 — Hakaman (@hakaman) March 6, 2019
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira