Fagnaði í 10 til 15 sekúndur en áttaði sig síðan á því hverju hann hafði lofað á Twitter Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2019 12:30 Ole Gunnar Solskjær fagnar í París. Getty/Chris Brunskill Norðmaðurinn Tor Henrik Stensland er mikill stuðningsmaður Manchester United og hann hefur upplifað skemmtilegar vikur eftir að landi hans Ole Gunnar Solskjær settist í stjórastólinn á Old Trafford. Stensland bjóst aftur á móti ekki við sigri í París. Norska Dagbladet segir frá loforði Tor Henrik Stensland í vikunni, loforði sem gerði allt annað en að gleðja mömmu og hans og pabba. Stensland hafði svo litla trú á því að Manchester United liðið færi áfram í Meistaradeildinni að hann lofaði því inn á Twitter að fá sér húðflúr með andliti Ole Gunnar Solskjær ef það tækist.Skulle Man Utd snu det å gå videre idag tattoverer jeg ansiktet til Solskjær i et ratt. Null sjanse, kan ikke gå. — Tor Henrik Stensland (@Toricharito) March 6, 2019„Ég taldi að það væri svo litlar líka á því að þeir kæmust áfram. Stuðullinn var 1,03 á PSG, það voru tíu menn meiddir hjá United og fullt af táningum á bekknum. Þetta átti ekki að geta gerst,“ sagði Tor Henrik Stensland við Dagbladet. „Mamma og pabbi voru ekki ánægð. Þau eru stödd í fríi á strönd í Tælandi og eru mjög súr yfir þessu,“ sagði Stensland. Stensland er nú byrjaður að safna fyrir húðflúrinu á Twitter og segir allan umfram pening fara til góðgerðamála. Margir stuðningsmenn Manchester United fögnuðu gríðarlega þegar Marcus Rashford kom liðinu í 3-1 í uppbótatíma leiksins í París á miðvikudagskvöldið. Stensland horfði á leikinn heima hjá sér og var einn af þeim en svo runnu á hann tvær grímur."To be a part of those celebrations is fantastic." Here's a word from Ole #MUFCpic.twitter.com/gkzhr6z8fy — Manchester United (@ManUtd) March 6, 2019„Ég var mjög ánægður í tíu til fimmtán sekúndur. Síðan áttaði ég mig á því hvað myndi gerast þegar Twitter færi á flug. Þá tók við smá þunglyndi. Núna er ég sáttur með þetta,“ sagði Stensland. Og ætlar hann að fá sér þetta húðflúr af Ole Gunnari? „Já, ég verð að gera það. Nú hefur allur Twitter séð þessa yfirlýsingu mína og ég á því ekkert val. Húðflúrið verður væntanlega á lærinu sem er viðeigandi,“ sagði Stensland. „Mörgum finnst þetta vera mjög fyndið og þetta verður örugglega saga til að segja barnabörnunum í framtíðinni,“ sagði Stensland.A look at who else will be in the hat on 15 March... #MUFC#UCL — Manchester United (@ManUtd) March 7, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Norðmaðurinn Tor Henrik Stensland er mikill stuðningsmaður Manchester United og hann hefur upplifað skemmtilegar vikur eftir að landi hans Ole Gunnar Solskjær settist í stjórastólinn á Old Trafford. Stensland bjóst aftur á móti ekki við sigri í París. Norska Dagbladet segir frá loforði Tor Henrik Stensland í vikunni, loforði sem gerði allt annað en að gleðja mömmu og hans og pabba. Stensland hafði svo litla trú á því að Manchester United liðið færi áfram í Meistaradeildinni að hann lofaði því inn á Twitter að fá sér húðflúr með andliti Ole Gunnar Solskjær ef það tækist.Skulle Man Utd snu det å gå videre idag tattoverer jeg ansiktet til Solskjær i et ratt. Null sjanse, kan ikke gå. — Tor Henrik Stensland (@Toricharito) March 6, 2019„Ég taldi að það væri svo litlar líka á því að þeir kæmust áfram. Stuðullinn var 1,03 á PSG, það voru tíu menn meiddir hjá United og fullt af táningum á bekknum. Þetta átti ekki að geta gerst,“ sagði Tor Henrik Stensland við Dagbladet. „Mamma og pabbi voru ekki ánægð. Þau eru stödd í fríi á strönd í Tælandi og eru mjög súr yfir þessu,“ sagði Stensland. Stensland er nú byrjaður að safna fyrir húðflúrinu á Twitter og segir allan umfram pening fara til góðgerðamála. Margir stuðningsmenn Manchester United fögnuðu gríðarlega þegar Marcus Rashford kom liðinu í 3-1 í uppbótatíma leiksins í París á miðvikudagskvöldið. Stensland horfði á leikinn heima hjá sér og var einn af þeim en svo runnu á hann tvær grímur."To be a part of those celebrations is fantastic." Here's a word from Ole #MUFCpic.twitter.com/gkzhr6z8fy — Manchester United (@ManUtd) March 6, 2019„Ég var mjög ánægður í tíu til fimmtán sekúndur. Síðan áttaði ég mig á því hvað myndi gerast þegar Twitter færi á flug. Þá tók við smá þunglyndi. Núna er ég sáttur með þetta,“ sagði Stensland. Og ætlar hann að fá sér þetta húðflúr af Ole Gunnari? „Já, ég verð að gera það. Nú hefur allur Twitter séð þessa yfirlýsingu mína og ég á því ekkert val. Húðflúrið verður væntanlega á lærinu sem er viðeigandi,“ sagði Stensland. „Mörgum finnst þetta vera mjög fyndið og þetta verður örugglega saga til að segja barnabörnunum í framtíðinni,“ sagði Stensland.A look at who else will be in the hat on 15 March... #MUFC#UCL — Manchester United (@ManUtd) March 7, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira