Þar keyrir Corden um götur Los Angeles og syngur helstu slagarana með listamönnunum. Jonas Brothers voru að koma saman aftur á dögunum en sveitin sló rækilega í gegn á sínum tíma.
Í sveitinni eru bræðurnir Kevin Jonas, Joe Jonas og Nick Jonas en töluvert fjölmiðlafár var þegar sveitin hætti störfum á sínum tíma. Bræðurnir náðu ekki saman og töluðu því ekki við hvorn annan í töluverðan tíma.
Corden tengdi þá við lygamæli og spurði þá spjörunum úr. Hér að neðan má sjá útkomuna.