Ásett verð er 73,9 milljónir en um er að ræða 150 fermetra fjögurra herbergja íbúð á þriðju hæð í lyftuhúsi. Húsið var byggt árið 2008 en fasteignamat eignarinnar er 62 milljónir.
„Þarna er búið að vera afar gott að vera, íbúðin sjálf er frábær og við eigum eftir að sakna hennar ótrúlega mikið. Sara er búin að nostra við íbúðina undanfarin ár og hugsa ótrúlega vel um hana. Hverfið er æðislegt og ég mæli svo sannarlega með henni.“
Ásgeir og Sara eiga saman tvö börn, dreng og stúlku.
Hér að neðan má sjá myndir úr íbúðinni.







