Mikil pressa á kaþólsku kirkjunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. febrúar 2019 07:00 Frans páfi kallaði eftir ráðstefnunni . Nordicphotos/AFP Páfagarður Rúmlega hundrað valdamiklir kaþólskir biskupar mæta í Páfagarð í dag til þess að sækja ráðstefnu kirkjunnar um kynferðisofbeldiskrísuna sem kirkjan stríðir enn við. Frans páfi kallaði eftir ráðstefnunni. Hana sækja að auki á annan tug fulltrúa rétttrúnaðarkirkjunnar og tíu fulltrúar trúarregla kvenna innan kaþólsku kirkjunnar. Að því er Massimo Faggioli, sérfræðingur um sögu kirkjunnar, sagði við The Guardian er þetta versta krísan í sögu stofnunarinnar frá því mótmælendur klufu sig frá kirkjunni á sextándu öld. Verið væri að nota krísuna til þess að draga úr vægi og völdum Frans páfa. Samkvæmt BBC markar fundurinn upphaf tilraunar til þess að takast á við „sjúkdóminn sem hefur hrjáð kirkjuna“ frá því á níunda áratugnum að minnsta kosti. Páfinn er sagður þurfa að takast á við ásakanir og starfshætti sem hafi leyft ofbeldismenningu að grassera og það gæti reynst afar erfitt. Þótt þekktustu dæmin um ofbeldi innan kirkjunnar komi trúlega frá Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Írlandi er fundurinn einna helst hugsaður með ofbeldi í suðri í huga, að því er jesúítapresturinn Thomas Reese hélt fram í grein á dögunum. Páfi hefur þurft að takast á við risavaxin hneykslismál, meðal annars í Síle, og á meðan kaþólska kirkjan hefur vaxið mikið í Suður-Ameríku er lítið vitað um umfang kynferðisofbeldiskrísunnar á svæðinu, að mati Reese. Presturinn sagðist fullviss um að fundurinn sem hefst á morgun yrði misheppnaður. Í fyrsta lagi væri fundartíminn, fimm dagar, allt of stuttur til að ræða svo flókið og mikilvægt mál, í öðru lagi væru væntingarnar of miklar, í þriðja lagi yrði erfitt fyrir biskupana að komast að samkomulagi sökum mismunandi gilda og menningar, í fjórða lagi væri fundurinn illa undirbúinn og í fimmta og síðasta lagi myndi páfinn ekki skipa undirmönnum sínum að hrinda í framkvæmd einhverri lausn sem hann hefði fundið á málinu þótt þess sé þörf.Umdeilt bréf til páfa Raymond Burke og Walter Brandmüller kardinálar birtu í fyrrinótt opið bréf til páfa um kynferðisofbeldiskrísuna. Leiðarstefið í bréfinu var það að þeim þykir rangt að kenna klíkuskap og valdamisnotkun um krísuna heldur hafi kirkjan vikið of langt frá boðskap Biblíunnar. „Plága samkynhneigðarinnar hefur dreifst um alla kirkjuna. Skipulögð kerfi dreifa úr henni og þöggunarsamsæri stendur vörð um hana. Rætur þessa fyrirbæris má finna í þeirri efnis- og nautnahyggju sem hefur gripið um sig þar sem efast er um sjálft siðferðið,“ skrifuðu kardinálarnir. Þeir gagnrýndu kardinála og biskupa fyrir þögn sína. Spurðu hvort þeir myndu líka þegja um málið á fundinum sem hefst á morgun. Brandmüller hefur áður vakið athygli fyrir að kenna samkynhneigð um kynferðisofbeldiskrísuna. Í viðtali við þýska miðilinn DPA í janúar sagði hann að tölfræðin sýndi fram á að það væru tengsl á milli samkynhneigðar og kynferðisofbeldis. Afar fáir prestar hefðu gerst sekir um kynferðisofbeldi og því væri hræsni að einbeita sér einvörðungu að þessari krísu kirkjunnar. „Það sem hefur gerst innan kirkjunnar er ekkert frábrugðið því sem á sér stað í samfélaginu öllu.“ Birtist í Fréttablaðinu Páfagarður Trúmál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Páfagarður Rúmlega hundrað valdamiklir kaþólskir biskupar mæta í Páfagarð í dag til þess að sækja ráðstefnu kirkjunnar um kynferðisofbeldiskrísuna sem kirkjan stríðir enn við. Frans páfi kallaði eftir ráðstefnunni. Hana sækja að auki á annan tug fulltrúa rétttrúnaðarkirkjunnar og tíu fulltrúar trúarregla kvenna innan kaþólsku kirkjunnar. Að því er Massimo Faggioli, sérfræðingur um sögu kirkjunnar, sagði við The Guardian er þetta versta krísan í sögu stofnunarinnar frá því mótmælendur klufu sig frá kirkjunni á sextándu öld. Verið væri að nota krísuna til þess að draga úr vægi og völdum Frans páfa. Samkvæmt BBC markar fundurinn upphaf tilraunar til þess að takast á við „sjúkdóminn sem hefur hrjáð kirkjuna“ frá því á níunda áratugnum að minnsta kosti. Páfinn er sagður þurfa að takast á við ásakanir og starfshætti sem hafi leyft ofbeldismenningu að grassera og það gæti reynst afar erfitt. Þótt þekktustu dæmin um ofbeldi innan kirkjunnar komi trúlega frá Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Írlandi er fundurinn einna helst hugsaður með ofbeldi í suðri í huga, að því er jesúítapresturinn Thomas Reese hélt fram í grein á dögunum. Páfi hefur þurft að takast á við risavaxin hneykslismál, meðal annars í Síle, og á meðan kaþólska kirkjan hefur vaxið mikið í Suður-Ameríku er lítið vitað um umfang kynferðisofbeldiskrísunnar á svæðinu, að mati Reese. Presturinn sagðist fullviss um að fundurinn sem hefst á morgun yrði misheppnaður. Í fyrsta lagi væri fundartíminn, fimm dagar, allt of stuttur til að ræða svo flókið og mikilvægt mál, í öðru lagi væru væntingarnar of miklar, í þriðja lagi yrði erfitt fyrir biskupana að komast að samkomulagi sökum mismunandi gilda og menningar, í fjórða lagi væri fundurinn illa undirbúinn og í fimmta og síðasta lagi myndi páfinn ekki skipa undirmönnum sínum að hrinda í framkvæmd einhverri lausn sem hann hefði fundið á málinu þótt þess sé þörf.Umdeilt bréf til páfa Raymond Burke og Walter Brandmüller kardinálar birtu í fyrrinótt opið bréf til páfa um kynferðisofbeldiskrísuna. Leiðarstefið í bréfinu var það að þeim þykir rangt að kenna klíkuskap og valdamisnotkun um krísuna heldur hafi kirkjan vikið of langt frá boðskap Biblíunnar. „Plága samkynhneigðarinnar hefur dreifst um alla kirkjuna. Skipulögð kerfi dreifa úr henni og þöggunarsamsæri stendur vörð um hana. Rætur þessa fyrirbæris má finna í þeirri efnis- og nautnahyggju sem hefur gripið um sig þar sem efast er um sjálft siðferðið,“ skrifuðu kardinálarnir. Þeir gagnrýndu kardinála og biskupa fyrir þögn sína. Spurðu hvort þeir myndu líka þegja um málið á fundinum sem hefst á morgun. Brandmüller hefur áður vakið athygli fyrir að kenna samkynhneigð um kynferðisofbeldiskrísuna. Í viðtali við þýska miðilinn DPA í janúar sagði hann að tölfræðin sýndi fram á að það væru tengsl á milli samkynhneigðar og kynferðisofbeldis. Afar fáir prestar hefðu gerst sekir um kynferðisofbeldi og því væri hræsni að einbeita sér einvörðungu að þessari krísu kirkjunnar. „Það sem hefur gerst innan kirkjunnar er ekkert frábrugðið því sem á sér stað í samfélaginu öllu.“
Birtist í Fréttablaðinu Páfagarður Trúmál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira