Tvær vítaspyrnur tryggðu Real sigur gegn Levante Anton Ingi Leifsson skrifar 24. febrúar 2019 21:30 Gareth Bale skoraði í dag. vísir/getty Real Madrid er áfram í þriðja sætinu en er nú níu stigum á eftir toppliði Barcelona eftir 2-1 sigur á Levante fyrr í kvöld. Fyrsta markið kom skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Real fékk þá vítaspyrnu og á punktinn steig Karim Benzema og kom Real í 1-0. Þegar stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik jöfnuðu heimamenn í Levante með marki frá Roger Marti og stórliðið í vandræðum. Þeir fengu hins vegar aðra vítaspyrnu tólf mínútum fyrir leikslok. Benzema var farinn af velli og því tók Gareth Bale spyrnuna og skoraði. Mörkin urðu ekki fleiri en tvö rauð spjöld fóru hins vegar á loft. Nacho, miðjumaður Real, fékk sitt annað gula spjald fjórum mínútum fyrir leikslok og í uppbótartíma var Pedro Lopez viið af velli úr liði Levante. Því endaði leikurinn tíu á móti tíu en 2-1 sigur Real staðreynd. Þeir eru í þriðja sætinu með 48 stig, níu stigum á eftir toppliði Barcelona, en tveimur stigum á eftir grönnunum í Atletico sem eru í öðru sætinu.FT Levante 1-2 Real Madrid Benzema and Bale earn #RMA the three points https://t.co/V1rUmh78h2#bbceurofootypic.twitter.com/aeLMkOGPHO— BBC Sport (@BBCSport) February 24, 2019 Spænski boltinn
Real Madrid er áfram í þriðja sætinu en er nú níu stigum á eftir toppliði Barcelona eftir 2-1 sigur á Levante fyrr í kvöld. Fyrsta markið kom skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Real fékk þá vítaspyrnu og á punktinn steig Karim Benzema og kom Real í 1-0. Þegar stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik jöfnuðu heimamenn í Levante með marki frá Roger Marti og stórliðið í vandræðum. Þeir fengu hins vegar aðra vítaspyrnu tólf mínútum fyrir leikslok. Benzema var farinn af velli og því tók Gareth Bale spyrnuna og skoraði. Mörkin urðu ekki fleiri en tvö rauð spjöld fóru hins vegar á loft. Nacho, miðjumaður Real, fékk sitt annað gula spjald fjórum mínútum fyrir leikslok og í uppbótartíma var Pedro Lopez viið af velli úr liði Levante. Því endaði leikurinn tíu á móti tíu en 2-1 sigur Real staðreynd. Þeir eru í þriðja sætinu með 48 stig, níu stigum á eftir toppliði Barcelona, en tveimur stigum á eftir grönnunum í Atletico sem eru í öðru sætinu.FT Levante 1-2 Real Madrid Benzema and Bale earn #RMA the three points https://t.co/V1rUmh78h2#bbceurofootypic.twitter.com/aeLMkOGPHO— BBC Sport (@BBCSport) February 24, 2019