Konudagurinn, dagurinn hennar Björk Eiðsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 09:15 Blóm eru auðvitað skotheld, en ýmis einföld viðvik geta líka slegið í gegn. Mynd/Getty Þessi fyrsti dagur góumánaðar hefur verið tileinkaður konum frá því um miðja 19. öld eða jafnvel fyrr að því er fram kemur á Vísindavefnum. Þó margt hafi breyst frá þeim tíma nær hefðin fyrir því að karlar gefi konum sínum blóm alla vega aftur á sjötta áratug þessarar aldar en fyrsta blaðaauglýsing þessu tengd frá Félagi garðyrkjubænda og blómaverslana er frá árinu 1957. Þó Jón Árnason hafi ekki nefnt daginn í þjóðsögum sínum gera það aðrar heimildir frá tímabilinu. Dagurinn er nefndur í sögum eftir Guðmund Friðjónsson, þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar og virðist nafnið því hafa verið rótgróið í málinu. Það er svo árið 1927 þegar Almanak Þjóðvinafélagsins kemur út að dagurinn hlýtur opinbera viðurkenningu. Hvað sem sögunni líður er komin hefð á það hjá fjölda karla að færa konu sinni blóm á þessum degi eða sýna ást sína á einhvern annan hátt. Auðvitað eru einhverjir sem neita algjörlega að láta dagatalið stjórna hegðun sinni á þennan hátt. Segjast frekar gefa blóm þegar þá sjálfa lystir. Og það er auðvitað gott og vel – svo lengi sem þá einhvern tíma lystir. Ellefta hugmyndin gæti svo verið falleg skilaboð. þú þarft ekki að vera talandi skáld til að setja nokkur orð á blað.MYND/GETTY 10 heimatilbúnar hugmyndir Það er auðvitað skothelt að gefa blóm eða bjóða þinni heittelskuðu út að borða, í spa eða álíka. En það eru líka einföld viðvik sem gleðja. Hér eru nokkrar heimatilbúnar hugmyndir ef þú ert að brenna inni á tíma. Leyfðu henni að sofa út. Græjaðu óvænta næturpössun. Þrífðu bílinn hennar, sérlega að innan. Farðu í bakaríið og útbúðu djúsí bröns. Þrífðu heimilið, líka baðherbergin! Heitt bað, kertaljós og nudd klikkar seint. Sjáðu um krakkana og sendu hana í happy hour. Græjaðu kvöldverð fyrir ykkur tvö þegar þú ert búinn að svæfa. Finndu til þáttaröð á Netflix sem þú veist að hana langar að sjá. Kláraðu eitthvað sem hún bað þig um að klára fyrir löngu. Birtist í Fréttablaðinu Konudagur Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Sjá meira
Þessi fyrsti dagur góumánaðar hefur verið tileinkaður konum frá því um miðja 19. öld eða jafnvel fyrr að því er fram kemur á Vísindavefnum. Þó margt hafi breyst frá þeim tíma nær hefðin fyrir því að karlar gefi konum sínum blóm alla vega aftur á sjötta áratug þessarar aldar en fyrsta blaðaauglýsing þessu tengd frá Félagi garðyrkjubænda og blómaverslana er frá árinu 1957. Þó Jón Árnason hafi ekki nefnt daginn í þjóðsögum sínum gera það aðrar heimildir frá tímabilinu. Dagurinn er nefndur í sögum eftir Guðmund Friðjónsson, þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar og virðist nafnið því hafa verið rótgróið í málinu. Það er svo árið 1927 þegar Almanak Þjóðvinafélagsins kemur út að dagurinn hlýtur opinbera viðurkenningu. Hvað sem sögunni líður er komin hefð á það hjá fjölda karla að færa konu sinni blóm á þessum degi eða sýna ást sína á einhvern annan hátt. Auðvitað eru einhverjir sem neita algjörlega að láta dagatalið stjórna hegðun sinni á þennan hátt. Segjast frekar gefa blóm þegar þá sjálfa lystir. Og það er auðvitað gott og vel – svo lengi sem þá einhvern tíma lystir. Ellefta hugmyndin gæti svo verið falleg skilaboð. þú þarft ekki að vera talandi skáld til að setja nokkur orð á blað.MYND/GETTY 10 heimatilbúnar hugmyndir Það er auðvitað skothelt að gefa blóm eða bjóða þinni heittelskuðu út að borða, í spa eða álíka. En það eru líka einföld viðvik sem gleðja. Hér eru nokkrar heimatilbúnar hugmyndir ef þú ert að brenna inni á tíma. Leyfðu henni að sofa út. Græjaðu óvænta næturpössun. Þrífðu bílinn hennar, sérlega að innan. Farðu í bakaríið og útbúðu djúsí bröns. Þrífðu heimilið, líka baðherbergin! Heitt bað, kertaljós og nudd klikkar seint. Sjáðu um krakkana og sendu hana í happy hour. Græjaðu kvöldverð fyrir ykkur tvö þegar þú ert búinn að svæfa. Finndu til þáttaröð á Netflix sem þú veist að hana langar að sjá. Kláraðu eitthvað sem hún bað þig um að klára fyrir löngu.
Birtist í Fréttablaðinu Konudagur Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Sjá meira