SVFR framlengir í Haukadalsá Karl Lúðvíksson skrifar 25. febrúar 2019 09:06 SVFR hefur lengt samning um Haukadalsá um 5 ár. Mynd: SVFR Haukadalsá hefur verið ein af vinsælustu ánum hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og það er því örugglega ánægjulegt fyrir félagsmenn að heyra að SVFR hefur framlegt samning um ánna um fimm ár. Haukadalsá hefur verið gífurlega vinsæl hjá félagsmönnum sem og öðrum veiðimönnum allt frá því að SVFR tók við ánni 2015. Veiðin í Haukadalsá var frábær síðasta sumar, og var um 30% aukning frá því sumrinu 2017. Veitt er á fimm stangir í ánni og veiðin sumarið 2018 var 641 lax. 2017 var veiðin 503 laxar. Mesta veiðin var árin 2008-2010 en þá veiddust 1021 lax árið 2008, 1107 laxar árið 2009 og svo 1174 laxar 2010. Meðalveiðin í ánni síðustu árin er um 695 laxar frá 1974. Mikið af félagsmönnum hefur fallið fyrir þessari frábæru á, sem er í raun einn samfelldur veiðistaður frá Haukadalsvatni niður í sjó. Aðstaðan í húsi og aðkoma að ánni eru eins og best verður á kosið og koma veiðimenn ár eftir ár í ánna. Mest lesið Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Áhugaverðar tölur í laxateljurum Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði
Haukadalsá hefur verið ein af vinsælustu ánum hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og það er því örugglega ánægjulegt fyrir félagsmenn að heyra að SVFR hefur framlegt samning um ánna um fimm ár. Haukadalsá hefur verið gífurlega vinsæl hjá félagsmönnum sem og öðrum veiðimönnum allt frá því að SVFR tók við ánni 2015. Veiðin í Haukadalsá var frábær síðasta sumar, og var um 30% aukning frá því sumrinu 2017. Veitt er á fimm stangir í ánni og veiðin sumarið 2018 var 641 lax. 2017 var veiðin 503 laxar. Mesta veiðin var árin 2008-2010 en þá veiddust 1021 lax árið 2008, 1107 laxar árið 2009 og svo 1174 laxar 2010. Meðalveiðin í ánni síðustu árin er um 695 laxar frá 1974. Mikið af félagsmönnum hefur fallið fyrir þessari frábæru á, sem er í raun einn samfelldur veiðistaður frá Haukadalsvatni niður í sjó. Aðstaðan í húsi og aðkoma að ánni eru eins og best verður á kosið og koma veiðimenn ár eftir ár í ánna.
Mest lesið Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Áhugaverðar tölur í laxateljurum Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði