Spike Lee sagður hafa orðið fjúkandi reiður þegar Green Book vann Óskarinn Birgir Olgeirsson skrifar 25. febrúar 2019 13:00 Spike Lee fagnar Óskarnum sem hann vann í nótt. Vísir/Getty Kvikmyndin Green Book var valin besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt og vakti það furðu margra. Þar á meðal leikstjórans Spike Lee sem er sagður hafa reiðst ótæpilega þegar Julia Roberts las upp Green Book þegar verðlaunin voru afhent fyrir bestu myndina.Blaðamaður Deadline, Pete Hammond, var staddur nærri Spike Lee þegar þetta átti sér en leikstjórinn er sagður hafa baðað út höndum sínum af reiði og reynt að storma út úr salnum. Þegar hann sneri aftur í sæti sitt sneri hann baki í sviðið á meðan þakkarræður aðstandenda Green Book fóru fram. Hann virtist eiga í hrókasamræðum við Jordan Peele, sem hlaut Óskarsverðlaun í fyrra fyrir handritið að Get Out, en Peele sat fyrir aftan Spike Lee og var einnig á meðal þeirra sem klöppuðu ekki þegar Green Book vann. Mynd Spike Lee, BlacKkKlansman, var tilnefnd sem besta myndin á Óskarnum og var Spike Lee einnig tilnefndur sem besti leikstjórinn og fyrir besta handritið sem byggt var á áður útgefnu efni. Jordan Peele var einn af framleiðendum myndarinnar. Fjallar myndin um þeldökkan lögreglumann sem nær að lauma sér inn í rasistasamtökin Ku Klux Klan. Lee var þó fremur rólegur þegar hann spjallaði við fjölmiðla eftir hátíðina og óskaði aðstandendum Green Book til hamingju. 'I'm not going to trash the film': #SpikeLee refuses to criticize the best picture winner at the #Oscars, #GreenBook, despite saying "the ref made the wrong call" backstage. pic.twitter.com/1ktJ0d71CX— AP Entertainment (@APEntertainment) February 25, 2019 Lee fór þó ekki tómhentur heim en hann hlaut Óskarinn fyrir handritið. Þetta voru fyrstu Óskarsverðlaunin sem Lee hefur hlotið á löngum ferli. Margir veltu fyrir sér hvort að Lee hefði verið svona tapsár þegar ljóst var að Green Book hlaut Óskarinn en ástæðan er að öllum líkindum önnur. Green Book hefur verið harðlega gagnrýnd en hún segir frá sambandi Tony Vallelonga og píanistans Don Shirley á sjöunda áratug síðustu aldar. Shirley þessi var þeldökkur og réði Vallelonga til að vera bílstjóra sinn og nokkurs konar lífvörð á tónleikaferðalagi Shirley um Suðurríki Bandaríkjanna. Vallelonga er í upphafi myndarinnar fremur fordómafullur í garð þeldökkra en viðhorf hans breytist eftir því sem líður á myndina og er hann að lokum farinn að beita sér fyrir réttindum svartra.Aðstandendur Green Book með Óskarinn í nótt.Vísir/GettyHefur myndin verið gagnrýnd fyrir að vera gamaldags og fremur væmin útgáfa af réttindabaráttu svartra og uppfull af kynþáttaklisjum. Árið 1989 var mynd Spike Lee, Do The Right Thing, tilnefnd sem besta myndin en það ár vann myndin Driving Miss Daisy. Myndin sagði frá eldri konu, leikin af Jessicu Tandy, sem hafði verið meinað að keyra sökum aldurs en sonur hennar ræður hinn þeldökka Hoke Colburn, leikinn af Morgan Freeman, sem bílstjóra hennar. Þeim er ekki vel til vina í fyrstu en Hoke nær að fá hana á sitt band og verður þeim vel til vina, líkt og í Green Book. Þegar Spike Lee hlaut Óskarsverðlaunin í nótt var hann spurður hvort að það bætti fyrir að hafa ekki unnið Óskarinn fyrir Do The Right Thing. Spike Lee brosti og sagðist vera í áfalli. „Í hvert sinn sem einhver keyrir einhverjum, tapa ég,“ sagði Lee og uppskar mikinn hlátur.Spike Lee: "Every time somebody's driving somebody, I lose."Full #Oscars coverage: https://t.co/Ncl3rswCbd pic.twitter.com/7kQWgWAoW7— AP Entertainment (@APEntertainment) February 25, 2019 Hann tók fram að hann hefði drukkið sex glös af kampavíni þegar hann reyndi að útskýra uppákomuna þegar ljóst var að Green Book hefði unnið. Lee er mikill aðdáandi körfuboltaliðsins New York Knicks og líkti þessu við viðbrögð hans þegar dómari gerir mistök. Óskarinn Tengdar fréttir Green Book og Colman stálu senunni á Óskarnum Green Book var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt, þvert á spár flestra gagnrýnenda. 25. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Kvikmyndin Green Book var valin besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt og vakti það furðu margra. Þar á meðal leikstjórans Spike Lee sem er sagður hafa reiðst ótæpilega þegar Julia Roberts las upp Green Book þegar verðlaunin voru afhent fyrir bestu myndina.Blaðamaður Deadline, Pete Hammond, var staddur nærri Spike Lee þegar þetta átti sér en leikstjórinn er sagður hafa baðað út höndum sínum af reiði og reynt að storma út úr salnum. Þegar hann sneri aftur í sæti sitt sneri hann baki í sviðið á meðan þakkarræður aðstandenda Green Book fóru fram. Hann virtist eiga í hrókasamræðum við Jordan Peele, sem hlaut Óskarsverðlaun í fyrra fyrir handritið að Get Out, en Peele sat fyrir aftan Spike Lee og var einnig á meðal þeirra sem klöppuðu ekki þegar Green Book vann. Mynd Spike Lee, BlacKkKlansman, var tilnefnd sem besta myndin á Óskarnum og var Spike Lee einnig tilnefndur sem besti leikstjórinn og fyrir besta handritið sem byggt var á áður útgefnu efni. Jordan Peele var einn af framleiðendum myndarinnar. Fjallar myndin um þeldökkan lögreglumann sem nær að lauma sér inn í rasistasamtökin Ku Klux Klan. Lee var þó fremur rólegur þegar hann spjallaði við fjölmiðla eftir hátíðina og óskaði aðstandendum Green Book til hamingju. 'I'm not going to trash the film': #SpikeLee refuses to criticize the best picture winner at the #Oscars, #GreenBook, despite saying "the ref made the wrong call" backstage. pic.twitter.com/1ktJ0d71CX— AP Entertainment (@APEntertainment) February 25, 2019 Lee fór þó ekki tómhentur heim en hann hlaut Óskarinn fyrir handritið. Þetta voru fyrstu Óskarsverðlaunin sem Lee hefur hlotið á löngum ferli. Margir veltu fyrir sér hvort að Lee hefði verið svona tapsár þegar ljóst var að Green Book hlaut Óskarinn en ástæðan er að öllum líkindum önnur. Green Book hefur verið harðlega gagnrýnd en hún segir frá sambandi Tony Vallelonga og píanistans Don Shirley á sjöunda áratug síðustu aldar. Shirley þessi var þeldökkur og réði Vallelonga til að vera bílstjóra sinn og nokkurs konar lífvörð á tónleikaferðalagi Shirley um Suðurríki Bandaríkjanna. Vallelonga er í upphafi myndarinnar fremur fordómafullur í garð þeldökkra en viðhorf hans breytist eftir því sem líður á myndina og er hann að lokum farinn að beita sér fyrir réttindum svartra.Aðstandendur Green Book með Óskarinn í nótt.Vísir/GettyHefur myndin verið gagnrýnd fyrir að vera gamaldags og fremur væmin útgáfa af réttindabaráttu svartra og uppfull af kynþáttaklisjum. Árið 1989 var mynd Spike Lee, Do The Right Thing, tilnefnd sem besta myndin en það ár vann myndin Driving Miss Daisy. Myndin sagði frá eldri konu, leikin af Jessicu Tandy, sem hafði verið meinað að keyra sökum aldurs en sonur hennar ræður hinn þeldökka Hoke Colburn, leikinn af Morgan Freeman, sem bílstjóra hennar. Þeim er ekki vel til vina í fyrstu en Hoke nær að fá hana á sitt band og verður þeim vel til vina, líkt og í Green Book. Þegar Spike Lee hlaut Óskarsverðlaunin í nótt var hann spurður hvort að það bætti fyrir að hafa ekki unnið Óskarinn fyrir Do The Right Thing. Spike Lee brosti og sagðist vera í áfalli. „Í hvert sinn sem einhver keyrir einhverjum, tapa ég,“ sagði Lee og uppskar mikinn hlátur.Spike Lee: "Every time somebody's driving somebody, I lose."Full #Oscars coverage: https://t.co/Ncl3rswCbd pic.twitter.com/7kQWgWAoW7— AP Entertainment (@APEntertainment) February 25, 2019 Hann tók fram að hann hefði drukkið sex glös af kampavíni þegar hann reyndi að útskýra uppákomuna þegar ljóst var að Green Book hefði unnið. Lee er mikill aðdáandi körfuboltaliðsins New York Knicks og líkti þessu við viðbrögð hans þegar dómari gerir mistök.
Óskarinn Tengdar fréttir Green Book og Colman stálu senunni á Óskarnum Green Book var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt, þvert á spár flestra gagnrýnenda. 25. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Green Book og Colman stálu senunni á Óskarnum Green Book var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt, þvert á spár flestra gagnrýnenda. 25. febrúar 2019 06:15
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein