Góðgæti fyrir standandi gesti Brynhildur Björnsdóttir skrifar 26. febrúar 2019 18:00 Marineruð kjúklingaspjót með kryddmajónesi. Snorri Victor Gylfason, yfirkokkur á Vox, gefur hér uppskriftir að nokkrum gómsætum fermingarréttum sem henta vel til að borða í veislum þar sem ekki er endilega sæti fyrir alla. Það hentar ekki öllum að hafa sitjandi borðhald og því geta fylgt ýmsir kostir að hafa gesti standandi í fermingarveislum. Þannig spjallar fólk meira saman og hópurinn blandast betur. Veitingarnar geta líka sem best verið sniðnar að þessu fyrirkomulagi, eins og til dæmis þessir dýrindis réttir sem Snorri hjá Vox hefur sett saman og gefur hér uppskriftir að. Arachini-bollurnar eru gómsætar með góðri pastasósu. Arachini-bollur 400 g bygg 500 g kjúklingasoð 100 g rjómi 1 stk. skalottlaukur 1 stk. hvítlauksgeiri 1 dl hvítvin eða edik 200 g parmesan-ostur 200 g brauðraspur 100 g eggjarauður 100 g hveiti Skolið byggið með köldu vatni. Hitið olíu í potti og steikið byggið þar til það er kominn smá litur á það. Bætið þá fínt söxuðum lauk og hvítlauk við og látið malla með. Hellið ediki eða víni yfir og sjóðið niður. Bætið kjúklingasoði við í litlum skömmtum og látið sjóða niður á milli. Bætið við rjóma og sjóðið þar til byggottóið er orðið þykkt. Bætið fínrifnum parmesan saman við. Kælið byggið niður, gerið svo litlar kúlur og frystið. Þegar á að bera fram kúlurnar er þeim fyrst velt upp úr hveiti, svo eggjarauðu og þar næst brauðraspi og endurtakið tvisvar sinnum. Djúpsteikið síðan á 180°C þar til þær eru gullinbrúnar. Þessar bollur er gott að bera fram með pastasósu. Þessi litlu rækjutakó eru einstaklega handhæg og bragðgóð í veisluna. Mjúkt takó 250 g tígrisrækjur 100 g arabiata tómatsósa 100 g piparrót 100 g rauðlaukur sýrður í blöndu sem er 100 ml vatn, 100 g sykur og 100 ml edik 3 stk. vorlaukur 20 stk. lítil taco brauð 200 g hrásalat Rífið piparrótina út í hrásalatið. Steikið rækjurnar og veltið upp úr tómatsósunni. Skerið rauðlaukinn í sneiðar og hellið ediksleginum yfir, látið bíða 15 mínútur. Skerið vorlaukinn smátt niður og raðið svo öllu saman í takóbrauðin. Kjúklingaspjót Marinering 1 þumall ferskur engifer 200 ml sojasósa 2 geirar hvítlaukur 200 ml sushi-edik 25 g shiracha eða sambal 250 g kjúklingalæri (u.þ.b. þrír bitar úr hverju læri) 50 g sesamfræ 200 ml hotspot teriaki-sósa 50 g ferskur kóríander 150 ml kryddmajónes Marinerið kjúklinginn í um 30 mín. og eldið hann þá í ofni við 250°C í 15-20 mín. Skerið lærin í þrennt, setjið á spjót og hellið sesamfræjum, teriaki og kóríander yfir. Berið fram með kryddmajónesi. Birtist í Fréttablaðinu Kjúklingur Taco Uppskriftir Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Snorri Victor Gylfason, yfirkokkur á Vox, gefur hér uppskriftir að nokkrum gómsætum fermingarréttum sem henta vel til að borða í veislum þar sem ekki er endilega sæti fyrir alla. Það hentar ekki öllum að hafa sitjandi borðhald og því geta fylgt ýmsir kostir að hafa gesti standandi í fermingarveislum. Þannig spjallar fólk meira saman og hópurinn blandast betur. Veitingarnar geta líka sem best verið sniðnar að þessu fyrirkomulagi, eins og til dæmis þessir dýrindis réttir sem Snorri hjá Vox hefur sett saman og gefur hér uppskriftir að. Arachini-bollurnar eru gómsætar með góðri pastasósu. Arachini-bollur 400 g bygg 500 g kjúklingasoð 100 g rjómi 1 stk. skalottlaukur 1 stk. hvítlauksgeiri 1 dl hvítvin eða edik 200 g parmesan-ostur 200 g brauðraspur 100 g eggjarauður 100 g hveiti Skolið byggið með köldu vatni. Hitið olíu í potti og steikið byggið þar til það er kominn smá litur á það. Bætið þá fínt söxuðum lauk og hvítlauk við og látið malla með. Hellið ediki eða víni yfir og sjóðið niður. Bætið kjúklingasoði við í litlum skömmtum og látið sjóða niður á milli. Bætið við rjóma og sjóðið þar til byggottóið er orðið þykkt. Bætið fínrifnum parmesan saman við. Kælið byggið niður, gerið svo litlar kúlur og frystið. Þegar á að bera fram kúlurnar er þeim fyrst velt upp úr hveiti, svo eggjarauðu og þar næst brauðraspi og endurtakið tvisvar sinnum. Djúpsteikið síðan á 180°C þar til þær eru gullinbrúnar. Þessar bollur er gott að bera fram með pastasósu. Þessi litlu rækjutakó eru einstaklega handhæg og bragðgóð í veisluna. Mjúkt takó 250 g tígrisrækjur 100 g arabiata tómatsósa 100 g piparrót 100 g rauðlaukur sýrður í blöndu sem er 100 ml vatn, 100 g sykur og 100 ml edik 3 stk. vorlaukur 20 stk. lítil taco brauð 200 g hrásalat Rífið piparrótina út í hrásalatið. Steikið rækjurnar og veltið upp úr tómatsósunni. Skerið rauðlaukinn í sneiðar og hellið ediksleginum yfir, látið bíða 15 mínútur. Skerið vorlaukinn smátt niður og raðið svo öllu saman í takóbrauðin. Kjúklingaspjót Marinering 1 þumall ferskur engifer 200 ml sojasósa 2 geirar hvítlaukur 200 ml sushi-edik 25 g shiracha eða sambal 250 g kjúklingalæri (u.þ.b. þrír bitar úr hverju læri) 50 g sesamfræ 200 ml hotspot teriaki-sósa 50 g ferskur kóríander 150 ml kryddmajónes Marinerið kjúklinginn í um 30 mín. og eldið hann þá í ofni við 250°C í 15-20 mín. Skerið lærin í þrennt, setjið á spjót og hellið sesamfræjum, teriaki og kóríander yfir. Berið fram með kryddmajónesi.
Birtist í Fréttablaðinu Kjúklingur Taco Uppskriftir Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira