Spörkuðu líklegum sigurvegara í Eurovision úr keppni Birgir Olgeirsson skrifar 26. febrúar 2019 11:19 Maruv á sviði í forkeppni Úkraínu. Vísir/Getty Mikil ólga ríkir í Úkraínu vegna vals þjóðarinnar á framlagi þeirra í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Það var söngkonan Maruv sem bar sigur úr bítum með laginu Siren Song en þegar úrslitin voru ljós fór úkraínska ríkissjónvarpið fram á að hún myndi skrifa undir samning sem Maruv sætti sig ekki við. Fór það svo að Maruv verður ekki fulltrúi Úkraínu í Eurovision. Maruv fékk lang flest atkvæði í úrslitum forkeppninnar í Úkraínu en ríkissjónvarpið þar í landi sagði það ekki sjálfkrafa gera hana að fulltrúa landsins í Eurovision. Fyrst þyrfti Maruv að undirrita samning þar sem á hana yrðu lagðar skyldur sem fulltrúa Úkraínu í keppninni. Samningurinn kveður meðal annars á um að sá sem keppir fyrir hönd Úkraínu í Eurovision sé ekki aðeins flytjandi lags heldur einnig sendifulltrúi landsins og þurfi því kynna land og þjóð og hvað hún stendur fyrir. Maruv hafði notið mikilla vinsælda en um 6,8 milljónir hafa horft á lag hennar á YouTube. Höfðu margir gengið svo langt að spá henni sigri í Eurovision.Skömmu eftir að Maruv hafði unnið forkeppnina í Úkraínu lýstu nokkrir stjórnmálamenn í landinu sig andvíga því að hún yrði fulltrúi þjóðarinnar í Eurovision vegna þess að hún hafði spilað á tónleikum í Rússlandi. Menningarmálaráðherra Úkraínu sagði að föðurlandsvinir, sem eru meðvitaðir um skyldur sínar, mættu einir syngja fyrir Úkraínu í Eurovision á meðan þúsundir hafa fórnað lífi sínu fyrir þjóðina. Í samningnum var að finna ákvæði um að Maruv myndi ekki syngja aftur á tónleikum í Rússlandi, sem hún sagðist geta sætt sig við, en hún gat ekki sætt sig við önnur ákvæði samningsins sem hún taldi vera ritskoðun. „Ég er þegn Úkraínu, borga skatta og elska Úkraínu. Ég er hins vegar ekki tilbúin til að ávarpa fólk með slagorðum og breyta þátttöku minni í kosningabaráttu fyrir stjórnmálamenn okkar. Ég er tónlistarmaður en ekki vopn í pólitískri baráttu,“ skrifaði Maruv á Facebook sem þakkaði öllum þeim sem trúðu á hana og kusu. Úkraínska ríkissjónvarpið tók fram í yfirlýsingu að það óttaðist klofning hjá úkraínsku þjóðinni ef Maruv yrði fyrir valinu. Maruv hafði notið mikilla vinsælda.Vísir/GettyÚrslitakvöld forkeppninnar í Úkraínu var þrungið spennu en í dómnefnd keppninnar var meðal annars Jamala sem vann Eurovision árið 2016 með laginu 1944 sem fjallaði um nauðungaflutninga sovéskra hermanna á Töturum af Krímskaga undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Jamala var aðgangshörð við keppendur á úrslitakvöldi forkeppninnar og spurði meðal annars Maruv hvort hún teldi Krímskaga tilheyra Úkraínu eða Rússlandi. „Úkraínu, að sjálfsögðu,“ svaraði Maruv.Úkraína fékk sjálfstæði við fall Sovétríkjanna árið 1991 en árið 2014 var forseta landsins, sem var hliðhollur Rússum, steypt af stóli eftir að ríkisstjórn hans hafði hætt við áætlanir um að skrifa undir samning við Evrópusambandið. Í kjölfarið innlimaði Rússland Krímskaga Úkraínu en rúmlega 10 þúsund manns hafa látið lífið í átökum aðskilnaðarsinna. Árið 2017 hélt Úkraína Eurovision og bannaði þar fulltrúa Rússa að taka þátt sökum þess að hann hafði sungið á tónleikum á Krímskaga. Eurovision Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Mikil ólga ríkir í Úkraínu vegna vals þjóðarinnar á framlagi þeirra í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Það var söngkonan Maruv sem bar sigur úr bítum með laginu Siren Song en þegar úrslitin voru ljós fór úkraínska ríkissjónvarpið fram á að hún myndi skrifa undir samning sem Maruv sætti sig ekki við. Fór það svo að Maruv verður ekki fulltrúi Úkraínu í Eurovision. Maruv fékk lang flest atkvæði í úrslitum forkeppninnar í Úkraínu en ríkissjónvarpið þar í landi sagði það ekki sjálfkrafa gera hana að fulltrúa landsins í Eurovision. Fyrst þyrfti Maruv að undirrita samning þar sem á hana yrðu lagðar skyldur sem fulltrúa Úkraínu í keppninni. Samningurinn kveður meðal annars á um að sá sem keppir fyrir hönd Úkraínu í Eurovision sé ekki aðeins flytjandi lags heldur einnig sendifulltrúi landsins og þurfi því kynna land og þjóð og hvað hún stendur fyrir. Maruv hafði notið mikilla vinsælda en um 6,8 milljónir hafa horft á lag hennar á YouTube. Höfðu margir gengið svo langt að spá henni sigri í Eurovision.Skömmu eftir að Maruv hafði unnið forkeppnina í Úkraínu lýstu nokkrir stjórnmálamenn í landinu sig andvíga því að hún yrði fulltrúi þjóðarinnar í Eurovision vegna þess að hún hafði spilað á tónleikum í Rússlandi. Menningarmálaráðherra Úkraínu sagði að föðurlandsvinir, sem eru meðvitaðir um skyldur sínar, mættu einir syngja fyrir Úkraínu í Eurovision á meðan þúsundir hafa fórnað lífi sínu fyrir þjóðina. Í samningnum var að finna ákvæði um að Maruv myndi ekki syngja aftur á tónleikum í Rússlandi, sem hún sagðist geta sætt sig við, en hún gat ekki sætt sig við önnur ákvæði samningsins sem hún taldi vera ritskoðun. „Ég er þegn Úkraínu, borga skatta og elska Úkraínu. Ég er hins vegar ekki tilbúin til að ávarpa fólk með slagorðum og breyta þátttöku minni í kosningabaráttu fyrir stjórnmálamenn okkar. Ég er tónlistarmaður en ekki vopn í pólitískri baráttu,“ skrifaði Maruv á Facebook sem þakkaði öllum þeim sem trúðu á hana og kusu. Úkraínska ríkissjónvarpið tók fram í yfirlýsingu að það óttaðist klofning hjá úkraínsku þjóðinni ef Maruv yrði fyrir valinu. Maruv hafði notið mikilla vinsælda.Vísir/GettyÚrslitakvöld forkeppninnar í Úkraínu var þrungið spennu en í dómnefnd keppninnar var meðal annars Jamala sem vann Eurovision árið 2016 með laginu 1944 sem fjallaði um nauðungaflutninga sovéskra hermanna á Töturum af Krímskaga undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Jamala var aðgangshörð við keppendur á úrslitakvöldi forkeppninnar og spurði meðal annars Maruv hvort hún teldi Krímskaga tilheyra Úkraínu eða Rússlandi. „Úkraínu, að sjálfsögðu,“ svaraði Maruv.Úkraína fékk sjálfstæði við fall Sovétríkjanna árið 1991 en árið 2014 var forseta landsins, sem var hliðhollur Rússum, steypt af stóli eftir að ríkisstjórn hans hafði hætt við áætlanir um að skrifa undir samning við Evrópusambandið. Í kjölfarið innlimaði Rússland Krímskaga Úkraínu en rúmlega 10 þúsund manns hafa látið lífið í átökum aðskilnaðarsinna. Árið 2017 hélt Úkraína Eurovision og bannaði þar fulltrúa Rússa að taka þátt sökum þess að hann hafði sungið á tónleikum á Krímskaga.
Eurovision Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira