Skólakrakkar í atriði Hatara: „Engin öskur, engir gaddar og engar ólar“ Jakob Bjarnar skrifar 27. febrúar 2019 16:25 Hatari vilja sýna þjóðinni hversu mjúkir menn þeir eru bak við harkalegt yfirbragðið. visir/vilhelm Foreldrum og forráðamönnum barna í 3., 4. og 5. bekk í Breiðagerðisskóla hefur borist bréf frá Þorkeli Daníel Jónssyni skólastjóra þar sem þeim gefst kostur á að hafna þátttöku fyrir hönd barna sinna í atriði sem RÚV tekur upp sérstaklega á morgun og tengist hljómsveitinni Hatara.Engin öskur og engir gaddar „Skólinn fékk beiðni um að útvega stóran hóp nemenda í innslag sem verður sýnt á milli atriða í Eurovision á laugardaginn. Innslagið tengist lagi Hatara. Innslagið er að sögn þess sem bað skólann um þetta ekki tengt því sem Hatarar eru að boða. Miklu fremur er það mótvægi við þann boðskap,“ segir Þorkell Daníel meðal annars í bréfi sínu. Eins og vart ætti að þurfa að nefna þá hefur atriði Hatara í Söngvakeppni sjónvarpsins vakið mikla athygli og er umdeilt. Ýmist eru menn mjög ánægðir með það eða hreinlega óar við því. Og æsast nú leikar því sungið verður til úrslita á laugardaginn og keppt um hver verður fulltrúi Íslands í Eurovision í maí í Tel aviv í Ísrael. Þorkell skólastjóri lýsir því jafnframt að krakkarnir verði í bláum íþróttagöllum en ekki sviðsbúningum. Og segir:Meðlimir Hatara baka köku en það hefur verið gert áður með góðum árangri í ímyndarstríði.visir/vilhelm„Engin öskur, engir gaddar og engar ólar. Hlutverk krakkanna er bara að fagna. Áherslan í myndatökunni verður á hóp barna en ekki einstök börn.“Mjúkir menn í Hatara Vísir ræddi við Matthías Tryggva Haraldsson söngvara Hatara og spurði hann hvað væri eiginlega í gangi; hvort það ætti að nota börnin og þá jafnvel með vafasömum hætti? Matthías sagði það alls ekki svo, reyndar þvert á móti. Hann útskýrði að þetta væri að undirlagi RÚV – í fullu samráði við stofnunina, um er að ræða innslag, myndbrot sem sýnt yrði sem einskonar upptaktur áður en þeir færu á svið á laugardaginn. „Við ætlum að sýna á okkur mýkri hliðar, leika við börnin, baka köku og láta ástina blómstra sem mest áður en „hatrið“ sigrar endanlega. Við viljum sýna Íslendingum að undir þessari hörðu skel búa mjúkir og góðir menn,“ segir Matthías Tryggvi. Eurovision Tengdar fréttir Keppendur gera athugasemd við framkomu Hatara Skarphéðinn Guðmundsson hjá RÚV segir athugasemdir hafa verið gerðar. 12. febrúar 2019 12:20 Hatrið mun sigra í hugljúfri útgáfu Þórdísar Imsland "Ég skellti í ljúfa ábreiðu af þessu frábæra lagi frá Hatari. Hlakka til að fylgjast með Söngvakeppnin annað kvöld,“ segir söngkonan Þórdís Imsland í stöðufærslu á Facebook en þar birtir hún myndband af ábreiðu sinni af laginu Hatrið mun sigra. 18. febrúar 2019 11:30 Hatari ruggar bátum í ísraelsku sjónvarpi Ísraelar velta fyrir sér andstöðu á Íslandi vegna Eurovision í Tel Aviv. 14. febrúar 2019 09:00 Gjörningur Hatara lagðist misvel í fólk og vinkona þeirra gagnrýnir þá harðlega Hatari átti Söngvakeppnisumræðuna um liðna helgi. 25. febrúar 2019 11:00 Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Foreldrum og forráðamönnum barna í 3., 4. og 5. bekk í Breiðagerðisskóla hefur borist bréf frá Þorkeli Daníel Jónssyni skólastjóra þar sem þeim gefst kostur á að hafna þátttöku fyrir hönd barna sinna í atriði sem RÚV tekur upp sérstaklega á morgun og tengist hljómsveitinni Hatara.Engin öskur og engir gaddar „Skólinn fékk beiðni um að útvega stóran hóp nemenda í innslag sem verður sýnt á milli atriða í Eurovision á laugardaginn. Innslagið tengist lagi Hatara. Innslagið er að sögn þess sem bað skólann um þetta ekki tengt því sem Hatarar eru að boða. Miklu fremur er það mótvægi við þann boðskap,“ segir Þorkell Daníel meðal annars í bréfi sínu. Eins og vart ætti að þurfa að nefna þá hefur atriði Hatara í Söngvakeppni sjónvarpsins vakið mikla athygli og er umdeilt. Ýmist eru menn mjög ánægðir með það eða hreinlega óar við því. Og æsast nú leikar því sungið verður til úrslita á laugardaginn og keppt um hver verður fulltrúi Íslands í Eurovision í maí í Tel aviv í Ísrael. Þorkell skólastjóri lýsir því jafnframt að krakkarnir verði í bláum íþróttagöllum en ekki sviðsbúningum. Og segir:Meðlimir Hatara baka köku en það hefur verið gert áður með góðum árangri í ímyndarstríði.visir/vilhelm„Engin öskur, engir gaddar og engar ólar. Hlutverk krakkanna er bara að fagna. Áherslan í myndatökunni verður á hóp barna en ekki einstök börn.“Mjúkir menn í Hatara Vísir ræddi við Matthías Tryggva Haraldsson söngvara Hatara og spurði hann hvað væri eiginlega í gangi; hvort það ætti að nota börnin og þá jafnvel með vafasömum hætti? Matthías sagði það alls ekki svo, reyndar þvert á móti. Hann útskýrði að þetta væri að undirlagi RÚV – í fullu samráði við stofnunina, um er að ræða innslag, myndbrot sem sýnt yrði sem einskonar upptaktur áður en þeir færu á svið á laugardaginn. „Við ætlum að sýna á okkur mýkri hliðar, leika við börnin, baka köku og láta ástina blómstra sem mest áður en „hatrið“ sigrar endanlega. Við viljum sýna Íslendingum að undir þessari hörðu skel búa mjúkir og góðir menn,“ segir Matthías Tryggvi.
Eurovision Tengdar fréttir Keppendur gera athugasemd við framkomu Hatara Skarphéðinn Guðmundsson hjá RÚV segir athugasemdir hafa verið gerðar. 12. febrúar 2019 12:20 Hatrið mun sigra í hugljúfri útgáfu Þórdísar Imsland "Ég skellti í ljúfa ábreiðu af þessu frábæra lagi frá Hatari. Hlakka til að fylgjast með Söngvakeppnin annað kvöld,“ segir söngkonan Þórdís Imsland í stöðufærslu á Facebook en þar birtir hún myndband af ábreiðu sinni af laginu Hatrið mun sigra. 18. febrúar 2019 11:30 Hatari ruggar bátum í ísraelsku sjónvarpi Ísraelar velta fyrir sér andstöðu á Íslandi vegna Eurovision í Tel Aviv. 14. febrúar 2019 09:00 Gjörningur Hatara lagðist misvel í fólk og vinkona þeirra gagnrýnir þá harðlega Hatari átti Söngvakeppnisumræðuna um liðna helgi. 25. febrúar 2019 11:00 Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Keppendur gera athugasemd við framkomu Hatara Skarphéðinn Guðmundsson hjá RÚV segir athugasemdir hafa verið gerðar. 12. febrúar 2019 12:20
Hatrið mun sigra í hugljúfri útgáfu Þórdísar Imsland "Ég skellti í ljúfa ábreiðu af þessu frábæra lagi frá Hatari. Hlakka til að fylgjast með Söngvakeppnin annað kvöld,“ segir söngkonan Þórdís Imsland í stöðufærslu á Facebook en þar birtir hún myndband af ábreiðu sinni af laginu Hatrið mun sigra. 18. febrúar 2019 11:30
Hatari ruggar bátum í ísraelsku sjónvarpi Ísraelar velta fyrir sér andstöðu á Íslandi vegna Eurovision í Tel Aviv. 14. febrúar 2019 09:00
Gjörningur Hatara lagðist misvel í fólk og vinkona þeirra gagnrýnir þá harðlega Hatari átti Söngvakeppnisumræðuna um liðna helgi. 25. febrúar 2019 11:00