Brá þegar hann sá líkindin milli Katrínar og Momo Jakob Bjarnar skrifar 27. febrúar 2019 17:11 Svo óheppilega vill til að teikningum skopmyndateiknarans snjalla, Halldórs Baldurssonar, svipar óneitanlega til hryllingsdúkkunnar Momo. Halldór Baldursson teiknari segir að sér hafi brugðið þegar honum var bent á líkindin milli teikninga hans af Katrínu Jakobsdóttur og hryllingsdúkkunnar Momo.Vísir greindi frá því í dag að á netinu væri á þvælingi fremur hrollvekjandi dúkka sem óprúttnir netverjar notuðu sérstaklega til að hrella börn og jafnvel fá til að vinna sjálfum sér og öðrum skaða. Málið hefur vakið heimsathygli enda sannarlega um óféti að ræða. Nema, á netinu hafa sumir orðið til þess að benda á ákveðin líkindi milli Moma, en svo heitir dúkkugerpið og svo teikninga hins ástsæla og snjalla skopmyndateiknara af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.Ekki Halldór sem stendur á bak við það að hrella börn „Já mér hálfbrá þegar ég sá þetta. Ég get samt alveg lofað þér því að það er ekki ég sem stend á bak við að hrella þessi börn,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Halldór fellst fúslega á það að líkindin séu augljós.Halldóri var brugðið þegar hann áttaði sig á líkindunum á Katrínu eins og hún birtist í teikniningum hans og svo hryllingsdúkkunnar Momo.fbl/Anton BrinkHalldór er ekkert endilega á því að nú þegar þessi ófögnuður í líki dúkkunnar Momo er fyrirliggjandi þá setji það hann í klemmu. Þá að teknu tilliti til þess að Katrín er vitaskuld aðalleikarinn á hinum pólitíska sviði? „Ég þurfti aðeins að halda aftur af mér í dag. Auðvitað freistandi að fara með Katrínu alla leið inn í þennan karakter. Má það?“Skammaður fyrir að vera of vondur við Katrínu Nei, það má ekki. „Fólk hefur nú stundum skammað mig fyrir að vera vondur við Katrínu í þessum teikningum mínum. Já mörgum finnst hún ekki eiga þennan karakter skilið sem ég gef henni. Ég verð auðvitað að melta það núna þegar þessi tvífari þarna úti í heimi er orðinn aðal barnahrellirinn.“Þannig að, við megum búast við mýkri og geðþekkari Kötu í þínum teikningum eftir þessi ósköp?„Nei ég held ekki. Ég hef það bara ekki í mér að draga í land með hana. Hún þarf ekkert á því að halda enda augljóst gæðablóð. En mér finnst þessi tvífari bjóða upp á möguleika sem ég gæti átt erfitt með að standast.“ Myndlist Stj.mál Tengdar fréttir Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. 27. febrúar 2019 13:05 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Halldór Baldursson teiknari segir að sér hafi brugðið þegar honum var bent á líkindin milli teikninga hans af Katrínu Jakobsdóttur og hryllingsdúkkunnar Momo.Vísir greindi frá því í dag að á netinu væri á þvælingi fremur hrollvekjandi dúkka sem óprúttnir netverjar notuðu sérstaklega til að hrella börn og jafnvel fá til að vinna sjálfum sér og öðrum skaða. Málið hefur vakið heimsathygli enda sannarlega um óféti að ræða. Nema, á netinu hafa sumir orðið til þess að benda á ákveðin líkindi milli Moma, en svo heitir dúkkugerpið og svo teikninga hins ástsæla og snjalla skopmyndateiknara af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.Ekki Halldór sem stendur á bak við það að hrella börn „Já mér hálfbrá þegar ég sá þetta. Ég get samt alveg lofað þér því að það er ekki ég sem stend á bak við að hrella þessi börn,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Halldór fellst fúslega á það að líkindin séu augljós.Halldóri var brugðið þegar hann áttaði sig á líkindunum á Katrínu eins og hún birtist í teikniningum hans og svo hryllingsdúkkunnar Momo.fbl/Anton BrinkHalldór er ekkert endilega á því að nú þegar þessi ófögnuður í líki dúkkunnar Momo er fyrirliggjandi þá setji það hann í klemmu. Þá að teknu tilliti til þess að Katrín er vitaskuld aðalleikarinn á hinum pólitíska sviði? „Ég þurfti aðeins að halda aftur af mér í dag. Auðvitað freistandi að fara með Katrínu alla leið inn í þennan karakter. Má það?“Skammaður fyrir að vera of vondur við Katrínu Nei, það má ekki. „Fólk hefur nú stundum skammað mig fyrir að vera vondur við Katrínu í þessum teikningum mínum. Já mörgum finnst hún ekki eiga þennan karakter skilið sem ég gef henni. Ég verð auðvitað að melta það núna þegar þessi tvífari þarna úti í heimi er orðinn aðal barnahrellirinn.“Þannig að, við megum búast við mýkri og geðþekkari Kötu í þínum teikningum eftir þessi ósköp?„Nei ég held ekki. Ég hef það bara ekki í mér að draga í land með hana. Hún þarf ekkert á því að halda enda augljóst gæðablóð. En mér finnst þessi tvífari bjóða upp á möguleika sem ég gæti átt erfitt með að standast.“
Myndlist Stj.mál Tengdar fréttir Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. 27. febrúar 2019 13:05 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. 27. febrúar 2019 13:05