Black Eyed Peas spilar á Secret Solstice Björk Eiðsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 06:00 Hljómsveitin Black Eyed Peas mætir ásamt 35 manna fylgdarliði á Secret Solstice í júní. Getty/Gina Wetzler „Það hefur verið draumur hjá mér frá því ég var lítill polli að flytja inn Black Eyed Peas. Þetta er ein allra stærsta hljómsveit seinni ára og hefur verið ein mest spilaða hljómsveitin á skemmtistöðum um allan heim frá upphafi,“ segir Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri Live Events hjá Secret Solstice, en sveitin er þekkt fyrir lög eins og I Gotta Feeling, Let’s Get it Started og fjöldamörg fleiri. „Black Eyed Peas hefur verið með söluhæstu hljómsveitum frá upphafi og er að toppa sölu hjá listamönnum eins og Nirvana, Bryan Adams, Bob Marley, The Police, Kiss, Robbie Williams og Tupac Shakur,“ útskýrir Víkingur og nefnir einnig að sveitin hafi gefið út lög með listamönnum eins og Justin Timberlake, Britney Spears og Justin Bieber.Hvergi til sparað í uppsetningu „Bókunardeildin hjá Secret Solstice 2018 fékk ábendingu frá einum af stærri tónlistarumboðsskrifstofum heims um að Black Eyed Peas væri að taka aftur saman og farin að plana túr. Svo þegar ég kem inn og tek við sem framkvæmdastjóri í nóvember 2018 var upplagt að fá þau inn fyrir Secret Solstice 2019. Þarna náði ég um leið að láta æskudraum minn verða að veruleika! Fyrir mitt leyti er þetta stærsta bókun sem Secret Solstice hefur gert frá upphafi og er ég mjög spenntur að sjá þau.“ Ný plata með sveitinni er væntanleg í apríl og því ætti tímasetning hátíðarinnar, í júní, að henta fullkomlega. Von er á sveitinni ásamt 35 manna fylgdarliði sem samanstendur af hópi af dönsurum, ljósog hljóðmönnum, fararstjóra og fjölmiðlafólki ásamt prívat gæslu. „Þannig að það verður öllu tjaldað til og hvergi til sparað. Héðan fara þau svo beint til Rússlands þar sem þau verða aðalnúmerið á 100 þúsund manna tónleikum.“ Víkingur bendir í lokin á að það sé merkileg staðreynd nú þegar sala á tónlist sé sífellt að færast meira yfir á stafrænt form, að lag sveitarinnar I Gotta Feeling er í 11. sæti yfir mest seldu lög frá upphafi. Birtist í Fréttablaðinu Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Robert Plant á Secret Solstice Secret Solstice hátíðinni fer fram í Laugardalnum í sjötta skiptið þann 21.-23. júní. Forsvarsmenn hátíðarinnar voru að senda frá sér nýjustu tilkynningu um það hverjir munu koma fram og spila fyrir tónlistarþyrsta landsmenn næsta sumar. 31. janúar 2019 12:00 Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Frægar í fantaformi Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
„Það hefur verið draumur hjá mér frá því ég var lítill polli að flytja inn Black Eyed Peas. Þetta er ein allra stærsta hljómsveit seinni ára og hefur verið ein mest spilaða hljómsveitin á skemmtistöðum um allan heim frá upphafi,“ segir Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri Live Events hjá Secret Solstice, en sveitin er þekkt fyrir lög eins og I Gotta Feeling, Let’s Get it Started og fjöldamörg fleiri. „Black Eyed Peas hefur verið með söluhæstu hljómsveitum frá upphafi og er að toppa sölu hjá listamönnum eins og Nirvana, Bryan Adams, Bob Marley, The Police, Kiss, Robbie Williams og Tupac Shakur,“ útskýrir Víkingur og nefnir einnig að sveitin hafi gefið út lög með listamönnum eins og Justin Timberlake, Britney Spears og Justin Bieber.Hvergi til sparað í uppsetningu „Bókunardeildin hjá Secret Solstice 2018 fékk ábendingu frá einum af stærri tónlistarumboðsskrifstofum heims um að Black Eyed Peas væri að taka aftur saman og farin að plana túr. Svo þegar ég kem inn og tek við sem framkvæmdastjóri í nóvember 2018 var upplagt að fá þau inn fyrir Secret Solstice 2019. Þarna náði ég um leið að láta æskudraum minn verða að veruleika! Fyrir mitt leyti er þetta stærsta bókun sem Secret Solstice hefur gert frá upphafi og er ég mjög spenntur að sjá þau.“ Ný plata með sveitinni er væntanleg í apríl og því ætti tímasetning hátíðarinnar, í júní, að henta fullkomlega. Von er á sveitinni ásamt 35 manna fylgdarliði sem samanstendur af hópi af dönsurum, ljósog hljóðmönnum, fararstjóra og fjölmiðlafólki ásamt prívat gæslu. „Þannig að það verður öllu tjaldað til og hvergi til sparað. Héðan fara þau svo beint til Rússlands þar sem þau verða aðalnúmerið á 100 þúsund manna tónleikum.“ Víkingur bendir í lokin á að það sé merkileg staðreynd nú þegar sala á tónlist sé sífellt að færast meira yfir á stafrænt form, að lag sveitarinnar I Gotta Feeling er í 11. sæti yfir mest seldu lög frá upphafi.
Birtist í Fréttablaðinu Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Robert Plant á Secret Solstice Secret Solstice hátíðinni fer fram í Laugardalnum í sjötta skiptið þann 21.-23. júní. Forsvarsmenn hátíðarinnar voru að senda frá sér nýjustu tilkynningu um það hverjir munu koma fram og spila fyrir tónlistarþyrsta landsmenn næsta sumar. 31. janúar 2019 12:00 Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Frægar í fantaformi Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Robert Plant á Secret Solstice Secret Solstice hátíðinni fer fram í Laugardalnum í sjötta skiptið þann 21.-23. júní. Forsvarsmenn hátíðarinnar voru að senda frá sér nýjustu tilkynningu um það hverjir munu koma fram og spila fyrir tónlistarþyrsta landsmenn næsta sumar. 31. janúar 2019 12:00