Veiðihúsið við Hítará fær yfirhalningu Karl Lúðvíksson skrifar 28. febrúar 2019 08:40 Veiðihúsið við Hítará Mynd: SVFR Lundur er að fá alsherjar yfirhalninguMynd: Hítará FB Veiðihúsið við Hítará þykir eitt það fallegasta á landinu en það var vissulega kominn tími til að taka það í gegn. Nýjir leigutakar í samstarfi við landeigendur hafa verið að taka húsið í gegn og af myndum af Facebooksíðu Hítarár er ekki annað að sjá en að um yfirgripsmikla yfirhalningu sé að ræða. Eldhús, borðstofa og vistarverur verða eins og nýjar af myndum að dæma og verður þessum breytingum örugglega vel fagnað af þeim veiðimönnum sem ætla sér að sækja í ánna í sumar. Væntingar veiðimanna fyrir komandi sumri eru þó blendnar en eins og menn muna féll skriða niður í dalinn 7. júlí í fyrra og breyttist farvegur Hítará og landsslag ansi mikið við það eins og gefur að skilja. Það þarf þó ekki að breyta neinu fyrir komandi sumar þar sem gönguseiðin voru þegar farin til sjávar og því engin skaði í þeim árgangi. Þetta eru þau seiði sem koma til með að koma í sumar svo veiðin gæti allt eins orðið mjög góð séu heimtur úr hafi í lagi. Það er meira áhyggjuefni með eins og tveggja ára seiðin sem voru í ánni en skriðan gæti hafa slegið skörð í þann árgang án þess þó að það sé á hreinu hversu mikill sá skaðinn varð. Tíminn einn mun leiða í ljós hvernig framhaldið verður en haldi leigutakar rétt á spilunum og passi að áin verði ekki ofveidd þá gætu komið 1-2 ár sem eru slök vegna skaða á þeim árgöngum sem voru í ánni en eftir það gæti hún braggast aftur. Það er þó áhyggjuefni að svæðin sem fóru undir skriðuna voru nokkur af þeim bestu í ánni fyrir seiðauppeldi en gleymum því ekki að laxinn er harðjaxl og náttúran finnur alltaf leið. Mest lesið Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Eldislaxar veiðast í mörgum ám Veiði
Lundur er að fá alsherjar yfirhalninguMynd: Hítará FB Veiðihúsið við Hítará þykir eitt það fallegasta á landinu en það var vissulega kominn tími til að taka það í gegn. Nýjir leigutakar í samstarfi við landeigendur hafa verið að taka húsið í gegn og af myndum af Facebooksíðu Hítarár er ekki annað að sjá en að um yfirgripsmikla yfirhalningu sé að ræða. Eldhús, borðstofa og vistarverur verða eins og nýjar af myndum að dæma og verður þessum breytingum örugglega vel fagnað af þeim veiðimönnum sem ætla sér að sækja í ánna í sumar. Væntingar veiðimanna fyrir komandi sumri eru þó blendnar en eins og menn muna féll skriða niður í dalinn 7. júlí í fyrra og breyttist farvegur Hítará og landsslag ansi mikið við það eins og gefur að skilja. Það þarf þó ekki að breyta neinu fyrir komandi sumar þar sem gönguseiðin voru þegar farin til sjávar og því engin skaði í þeim árgangi. Þetta eru þau seiði sem koma til með að koma í sumar svo veiðin gæti allt eins orðið mjög góð séu heimtur úr hafi í lagi. Það er meira áhyggjuefni með eins og tveggja ára seiðin sem voru í ánni en skriðan gæti hafa slegið skörð í þann árgang án þess þó að það sé á hreinu hversu mikill sá skaðinn varð. Tíminn einn mun leiða í ljós hvernig framhaldið verður en haldi leigutakar rétt á spilunum og passi að áin verði ekki ofveidd þá gætu komið 1-2 ár sem eru slök vegna skaða á þeim árgöngum sem voru í ánni en eftir það gæti hún braggast aftur. Það er þó áhyggjuefni að svæðin sem fóru undir skriðuna voru nokkur af þeim bestu í ánni fyrir seiðauppeldi en gleymum því ekki að laxinn er harðjaxl og náttúran finnur alltaf leið.
Mest lesið Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Eldislaxar veiðast í mörgum ám Veiði