Ferrari hraðir þrátt fyrir óhapp Bragi Þórðarson skrifar 28. febrúar 2019 16:00 Ferrari bíllinn er hraður í ár vísir/getty Prófanir fyrir komandi Formúlu 1 tímabil eru vel á veg komnar. Liðin fá alls átta daga á brautinni í Katalóníu til að prófa nýju bíla sína áður en þau halda til Ástralíu fyrir fyrstu keppni ársins. Ferrari ökuþórinn Sebastian Vettel hefur hrósað nýja SF90 bílnum hástert eftir vel heppnaðar prófanir í síðustu viku. Ferrari liðið hefur haldið uppteknum hætti núna í seinni viku prófana. Vettel og liðsfélagi hans, Charles Leclerc hafa báðir náð hröðustu tímum. Vettel lenti þó í óhappi á brautinni í gær er bilun kom upp í SF90 bílnum. Þá skaust bíllinn útaf brautinni í þriðju beygju og lenti harkalega á dekkjarvegg. Vettel slapp ómeiddur en þurfti þó að fara í læknisskoðun, slíkir voru kraftarnir í árekstrinum. Fimmföldu heimsmeistararnir í Mercedes komu með mikið uppfærðan bíl á brautina á þriðjudaginn. Bæði Lewis Hamilton og Valtteri Bottas hafa náð að klára mjög marga hringi í W10 bílnum en hafa þó hvorugir náð hraðasta tíma í vikunni. Útlitið er gott bæði fyrir McLaren og Toro Rosso en bæði lið hafa reglulega náð góðum tímum í sólinni á Spáni. Síðasti dagur prófanna verður á morgun en nú eru aðeins 18 dagar í fyrsta kappakstur ársins Formúla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Prófanir fyrir komandi Formúlu 1 tímabil eru vel á veg komnar. Liðin fá alls átta daga á brautinni í Katalóníu til að prófa nýju bíla sína áður en þau halda til Ástralíu fyrir fyrstu keppni ársins. Ferrari ökuþórinn Sebastian Vettel hefur hrósað nýja SF90 bílnum hástert eftir vel heppnaðar prófanir í síðustu viku. Ferrari liðið hefur haldið uppteknum hætti núna í seinni viku prófana. Vettel og liðsfélagi hans, Charles Leclerc hafa báðir náð hröðustu tímum. Vettel lenti þó í óhappi á brautinni í gær er bilun kom upp í SF90 bílnum. Þá skaust bíllinn útaf brautinni í þriðju beygju og lenti harkalega á dekkjarvegg. Vettel slapp ómeiddur en þurfti þó að fara í læknisskoðun, slíkir voru kraftarnir í árekstrinum. Fimmföldu heimsmeistararnir í Mercedes komu með mikið uppfærðan bíl á brautina á þriðjudaginn. Bæði Lewis Hamilton og Valtteri Bottas hafa náð að klára mjög marga hringi í W10 bílnum en hafa þó hvorugir náð hraðasta tíma í vikunni. Útlitið er gott bæði fyrir McLaren og Toro Rosso en bæði lið hafa reglulega náð góðum tímum í sólinni á Spáni. Síðasti dagur prófanna verður á morgun en nú eru aðeins 18 dagar í fyrsta kappakstur ársins
Formúla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira