Sprengja sprakk á fjórða tímanum í dag í íbúðarhúsnæði í suður-Stokkhólmi í Svíþjóð í dag. Í samtali við sænska blaðið Expressen staðfesti lögreglan í borginni að einn maður hafi látið lífið í sprengingunni. Í umfjöllun um málið heldur Expressen því fram að maðurinn hafi sjálfur valdið sprengingunni.
Búið er að rýma hús á svæðinu í öryggisskyni og sprengjusveit lögreglunnar hefur verið kölluð á svæðið.
Lögreglan segir of snemmt að segja til um hvort hryðjuverk sé að ræða en segist líta á málið sem einangrað atvik.
Einn lést í sprengingu í Stokkhólmi
Vésteinn Örn Pétursson skrifar
