Fjöldamótmæli í Madrid: Hægrimenn krefjast þingkosninga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. febrúar 2019 19:16 Lögregluyfirvöld áætla að um 45 þúsund manns hafi fjölmennt á mótmælin sem fóru fram á Colón torgi í borginni. Mótmælendur kröfðust þess að boðað yrði til kosninga en skoðanakannanir sýna að flokkarnir þrír, sem boðuðu til mótmælanna, gætu myndað meirihlutastjórn ef gengið yrði til þingkosninga í dag. Vísir/ap Tugþúsundir mótmælenda fylktu liði í höfuðborg Spánar í dag til að láta í ljós óánægju sína með útspil stjórnvalda sem buðu aðskilnaðarsinnum í Katalóníu til viðræðna til að lægja öldurnar. Mótmælendur krefjast þess að boðað verði til kosninga sem allra fyrst. Íhaldsflokkur fólksins PP, hægrimiðju flokkurinn Ciudadanos og Vox flokkur hægriþjóðernissinna stóðu fyrir mótmælafundinum en talsmenn flokkanna segja útspil Pedros Sanchez forsætisráðherra Spánar, að reyna að koma til móts við aðskilnaðarsinna með viðræðum, jafngilda landráðum. Aðskilnaðarsinnar tilkynntu þó á föstudag að þeir myndu ekki taka þátt í viðræðunum. Hópur þjóðernissinna yst til hægri á hinu pólitíska litrófi var áberandi á mótmælunum. Lögregluyfirvöld áætla að um 45 þúsund manns hafi fjölmennt á mótmælin sem fóru fram á Colón torgi í borginni. Mótmælendur kröfðust þess að boðað yrði til kosninga en skoðanakannanir sýna að flokkarnir þrír, sem boðuðu til mótmælanna, gætu myndað meirihlutastjórn ef gengið yrði til þingkosninga í dag. Á þriðjudag verður réttað yfir tólf katalónskum sjálfsstæðissinum. Þeir voru ákærðir fyrir uppreisn og misnotkun á almannafé í þeim tilgangi að kljúfa Katalóníu frá Spáni. Ákæruvaldið krefst 25 ára fangelsisvistar yfir aðskilnaðarsinnum. Spánn Tengdar fréttir Fjöldamótmæli í Katalóníu Þjóðfundur Katalóníu, samtök katalónskra sjálfstæðissinna, hefur boðað til fjöldamótmæla í héraðinu í dag en fastlega er búist við því að á sama tíma verði þeir níu aðskilnaðarsinnar sem vistaðir eru í katalónskum fangelsum fluttir til Madrídar þar sem málið gegn þeim fer fyrir dóm í febrúar. 29. janúar 2019 06:00 Handtóku tvo katalónska bæjarstjóra Bæjarstjórar tveggja bæja í Girona-héraði Katalóníu, Vergas og Celra, voru handteknir í gær, sakaðir um að hafa valdið glundroða á almannafæri. Fjórtán aðgerðasinnar voru einnig handteknir. 17. janúar 2019 06:45 Amnesty vill fylgjast með réttarhöldum Katalóna Mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International hafa sent hæstarétti Spánar bréf þar sem samtökin biðja formlega um leyfi fyrir því að fá að fylgjast með komandi réttarhöldum yfir tólf stjórnmálamönnum og aðgerðasinnum. 18. janúar 2019 08:30 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því sex ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Tugþúsundir mótmælenda fylktu liði í höfuðborg Spánar í dag til að láta í ljós óánægju sína með útspil stjórnvalda sem buðu aðskilnaðarsinnum í Katalóníu til viðræðna til að lægja öldurnar. Mótmælendur krefjast þess að boðað verði til kosninga sem allra fyrst. Íhaldsflokkur fólksins PP, hægrimiðju flokkurinn Ciudadanos og Vox flokkur hægriþjóðernissinna stóðu fyrir mótmælafundinum en talsmenn flokkanna segja útspil Pedros Sanchez forsætisráðherra Spánar, að reyna að koma til móts við aðskilnaðarsinna með viðræðum, jafngilda landráðum. Aðskilnaðarsinnar tilkynntu þó á föstudag að þeir myndu ekki taka þátt í viðræðunum. Hópur þjóðernissinna yst til hægri á hinu pólitíska litrófi var áberandi á mótmælunum. Lögregluyfirvöld áætla að um 45 þúsund manns hafi fjölmennt á mótmælin sem fóru fram á Colón torgi í borginni. Mótmælendur kröfðust þess að boðað yrði til kosninga en skoðanakannanir sýna að flokkarnir þrír, sem boðuðu til mótmælanna, gætu myndað meirihlutastjórn ef gengið yrði til þingkosninga í dag. Á þriðjudag verður réttað yfir tólf katalónskum sjálfsstæðissinum. Þeir voru ákærðir fyrir uppreisn og misnotkun á almannafé í þeim tilgangi að kljúfa Katalóníu frá Spáni. Ákæruvaldið krefst 25 ára fangelsisvistar yfir aðskilnaðarsinnum.
Spánn Tengdar fréttir Fjöldamótmæli í Katalóníu Þjóðfundur Katalóníu, samtök katalónskra sjálfstæðissinna, hefur boðað til fjöldamótmæla í héraðinu í dag en fastlega er búist við því að á sama tíma verði þeir níu aðskilnaðarsinnar sem vistaðir eru í katalónskum fangelsum fluttir til Madrídar þar sem málið gegn þeim fer fyrir dóm í febrúar. 29. janúar 2019 06:00 Handtóku tvo katalónska bæjarstjóra Bæjarstjórar tveggja bæja í Girona-héraði Katalóníu, Vergas og Celra, voru handteknir í gær, sakaðir um að hafa valdið glundroða á almannafæri. Fjórtán aðgerðasinnar voru einnig handteknir. 17. janúar 2019 06:45 Amnesty vill fylgjast með réttarhöldum Katalóna Mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International hafa sent hæstarétti Spánar bréf þar sem samtökin biðja formlega um leyfi fyrir því að fá að fylgjast með komandi réttarhöldum yfir tólf stjórnmálamönnum og aðgerðasinnum. 18. janúar 2019 08:30 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því sex ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Fjöldamótmæli í Katalóníu Þjóðfundur Katalóníu, samtök katalónskra sjálfstæðissinna, hefur boðað til fjöldamótmæla í héraðinu í dag en fastlega er búist við því að á sama tíma verði þeir níu aðskilnaðarsinnar sem vistaðir eru í katalónskum fangelsum fluttir til Madrídar þar sem málið gegn þeim fer fyrir dóm í febrúar. 29. janúar 2019 06:00
Handtóku tvo katalónska bæjarstjóra Bæjarstjórar tveggja bæja í Girona-héraði Katalóníu, Vergas og Celra, voru handteknir í gær, sakaðir um að hafa valdið glundroða á almannafæri. Fjórtán aðgerðasinnar voru einnig handteknir. 17. janúar 2019 06:45
Amnesty vill fylgjast með réttarhöldum Katalóna Mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International hafa sent hæstarétti Spánar bréf þar sem samtökin biðja formlega um leyfi fyrir því að fá að fylgjast með komandi réttarhöldum yfir tólf stjórnmálamönnum og aðgerðasinnum. 18. janúar 2019 08:30