„Við verðum á ferð og flugi eins og svo oft áður, fylgjumst með þegar heimili eru tekin í gegn frá a til ö, förum til Magga Scheving, Helgu Brögu, verðum í Beverly Hills, hittum smekklega flugfreyju, skemmtilegan tannlækni, líflegar samfélagsstjörnur, unga og smekklega fyrirtækjaeigendur, förum í geggjað penthouse, sjáum hvernig gamalt hús í Fossvoginum er tekið í gegn en á sama hátt og var gert 1978 og svona mætti lengi telja,“ segir Sindri sem lofar góðri skemmtun. Fyrsti viðmælandi Sindra verður Signý Jóna Tryggvadóttir, flugfreyja.
„Hún á æðislegt hús í Hafnarfirðinum þar sem hún býr ásamt eiginmanni og syni. Hún er bæði skemmtileg og smekklegt og ég hlakka til að sýna fólki þáttinn og þættina sem verða á miðvikudagskvöldum til vors.“
Hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum af Heimsókn sem fer í loftið á miðvikudagskvöldið.