Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 10:32 Tilfinningarnar báru Gaga nær ofurliði þegar tilkynnt var um sigurvegarann í flokki poppdúetta. Getty/John Shearer Tónlistarkonan Lady Gaga hreppti þrenn verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar af tvenn fyrir lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born. Þakkarræða Gaga á sviðinu í Los Angeles í gær þótti afar hjartnæm og þá sló kröftugur flutningur hennar á hinu umrædda Shallow í gegn. Lagið var valið það besta í flokki kvikmynda- og sjónvarpstónlistar auk þess sem Gaga og meðleikari hennar í A Star is Born, Bradley Cooper, hlutu Grammy-verðlaunin fyrir besta poppdúettinn. Gaga kom á framfæri kærum kveðjum til Coopers í þakkarræðu sinni en hann var fjarri góðu gamni þar sem BAFTA-verðlaunahátíðin var einnig haldin í gærkvöldi. „Ég vildi að Bradley væri hér hjá mér núna, hann er á BAFTA-verðlaunahátíðinni í Bretlandi. Ég veit fyrir víst að hann vildi vera hérna. Bradley, ég elskaði að syngja þetta lag með þér,“ sagði Gaga. Að lokum benti hún á mikilvægi þess að fjallað sé hispurslaust um geðheilbrigðismál, sem eru einmitt í forgrunni í A Star is Born. „Og ef ég fæ ekki annað tækifæri til að segja þetta – ég er svo stolt af því að vera hluti af kvikmynd sem tekur andleg veikindi til umfjöllunar. Það er svo mikilvægt,“ sagði Gaga og uppskar lófatak áhorfenda. Ræðuna má sjá í heild í spilaranum hér að neðan.Hér að neðan má svo sjá kröftugan Grammy-flutning Gaga á hinu margverðlaunaða Shallow. Lagið hefur hlotið tilnefningar á öllum helstu verðlaunahátíðum vestanhafs það sem af er ári, þar á meðal Golden Globe-, Grammy- og Óskarsverðlauna.Lady Gaga performs a high-energy version of Shallow at this year's #GRAMMYS pic.twitter.com/k9cxiQOd2I— Gaga Notify (@gaganotify) February 11, 2019 Grammy Tónlist Tengdar fréttir Bradley Cooper kom óvænt fram á tónleikum Lady Gaga Cooper og Lady Gaga tóku lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born, sem notið hefur mikilla vinsælda. 27. janúar 2019 10:55 Sjáðu ræðu Drake sem stjórnendur Grammy klipptu á Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. 11. febrúar 2019 10:00 Konur sigursælar á Grammy-verðlaunahátíðinni Grammy-verðlaunahátíðin var haldin í 61. skipti í Los Angeles í gær. 11. febrúar 2019 07:59 Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Sjá meira
Tónlistarkonan Lady Gaga hreppti þrenn verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar af tvenn fyrir lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born. Þakkarræða Gaga á sviðinu í Los Angeles í gær þótti afar hjartnæm og þá sló kröftugur flutningur hennar á hinu umrædda Shallow í gegn. Lagið var valið það besta í flokki kvikmynda- og sjónvarpstónlistar auk þess sem Gaga og meðleikari hennar í A Star is Born, Bradley Cooper, hlutu Grammy-verðlaunin fyrir besta poppdúettinn. Gaga kom á framfæri kærum kveðjum til Coopers í þakkarræðu sinni en hann var fjarri góðu gamni þar sem BAFTA-verðlaunahátíðin var einnig haldin í gærkvöldi. „Ég vildi að Bradley væri hér hjá mér núna, hann er á BAFTA-verðlaunahátíðinni í Bretlandi. Ég veit fyrir víst að hann vildi vera hérna. Bradley, ég elskaði að syngja þetta lag með þér,“ sagði Gaga. Að lokum benti hún á mikilvægi þess að fjallað sé hispurslaust um geðheilbrigðismál, sem eru einmitt í forgrunni í A Star is Born. „Og ef ég fæ ekki annað tækifæri til að segja þetta – ég er svo stolt af því að vera hluti af kvikmynd sem tekur andleg veikindi til umfjöllunar. Það er svo mikilvægt,“ sagði Gaga og uppskar lófatak áhorfenda. Ræðuna má sjá í heild í spilaranum hér að neðan.Hér að neðan má svo sjá kröftugan Grammy-flutning Gaga á hinu margverðlaunaða Shallow. Lagið hefur hlotið tilnefningar á öllum helstu verðlaunahátíðum vestanhafs það sem af er ári, þar á meðal Golden Globe-, Grammy- og Óskarsverðlauna.Lady Gaga performs a high-energy version of Shallow at this year's #GRAMMYS pic.twitter.com/k9cxiQOd2I— Gaga Notify (@gaganotify) February 11, 2019
Grammy Tónlist Tengdar fréttir Bradley Cooper kom óvænt fram á tónleikum Lady Gaga Cooper og Lady Gaga tóku lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born, sem notið hefur mikilla vinsælda. 27. janúar 2019 10:55 Sjáðu ræðu Drake sem stjórnendur Grammy klipptu á Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. 11. febrúar 2019 10:00 Konur sigursælar á Grammy-verðlaunahátíðinni Grammy-verðlaunahátíðin var haldin í 61. skipti í Los Angeles í gær. 11. febrúar 2019 07:59 Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Sjá meira
Bradley Cooper kom óvænt fram á tónleikum Lady Gaga Cooper og Lady Gaga tóku lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born, sem notið hefur mikilla vinsælda. 27. janúar 2019 10:55
Sjáðu ræðu Drake sem stjórnendur Grammy klipptu á Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. 11. febrúar 2019 10:00
Konur sigursælar á Grammy-verðlaunahátíðinni Grammy-verðlaunahátíðin var haldin í 61. skipti í Los Angeles í gær. 11. febrúar 2019 07:59