Kallaði magnaðan hóp „systra“ sinna óvænt upp á svið Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 12:15 Lady Gaga, Jada Pinkett Smith, Alicia Keys, Michelle Obama og Jennifer Lopez vöktu mikla lukku á Grammy-verðlaunahátíðinni í gær. GEtty/Kevin Mazur Mikil fagnaðarlæti brutust út á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í gær þegar kynnir hátíðarinnar, söngkonan Alicia Keys, kallaði „systur“ sínar óvænt upp á svið í opnunaratriðinu. Umræddar systur reyndust Jada Pinkett Smith leikkona, Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, og tónlistarkonurnar Lady Gaga og Jennifer Lopez. Þetta stórskotalið kvenna mætti Keys á sviðinu og flutti óð til tónlistar. Gaga reið á vaðið og þakkaði tónlistinni fyrir að hafa leitt sig í gegnum mótlæti á ferli sínum. „Þeir sögðu að ég væri skrýtin. Að útlit mitt, ákvarðanir mínar, „sándið“ mitt myndi ekki ganga. En tónlistin sagði mér að hlusta ekki á þá.“ Lopez lofsamaði mátt tónlistarinnar og sagði hana veita sér dýrmætt frelsi. „Hún minnir mig á rætur mínar og minnir mig líka á alla staðina sem mér er unnt að heimsækja. Tónlist hefur alltaf verið staðurinn sem veitir okkur öllum fullkomið frelsi.“Sjá einnig: Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Pinkett Smith lagði áherslu á að allar raddir ættu rétt á heiðri og virðingu og Obama tók í sama streng. „Tónlist hefur alltaf hjálpað mér að segja sögu mína og ég veit að hið sama gildir um alla hér inni,“ sagði Obama. Það ætlaði raunar allt um koll að keyra þegar röðin var komin að henni en ljóst er að forsetafrúin fyrrverandi nýtur enn mikillar hylli. Og hún hélt áfram. „Tónlist sýnir okkur að allt skiptir máli. Hver einasta saga í hverri einustu rödd, hver einasta nóta í hverju einasta lagi.“ Atriðið má sjá í heild hér að neðan en það þykir nokkuð táknrænt fyrir verðlaunahátíðina í gærkvöldi þar sem konur skipuðu hóp helstu verðlaunahafa ólíkt árunum á undan. Þannig vann kántrísöngkonan Kacey Musgraves aðalverðlaun kvöldsins fyrir plötu ársins, Lady Gaga vann þrenn verðlaun og Cardi B og Dua Lipa gengu einnig sáttar frá borði með verðlaun fyrir bestu rappplötuna og nýliða ársins. Grammy Tónlist Tengdar fréttir Sjáðu ræðu Drake sem stjórnendur Grammy klipptu á Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. 11. febrúar 2019 10:00 Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Tónlistarkonan Lady Gaga hreppti þrenn verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar af tvenn fyrir lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born. 11. febrúar 2019 10:32 Konur sigursælar á Grammy-verðlaunahátíðinni Grammy-verðlaunahátíðin var haldin í 61. skipti í Los Angeles í gær. 11. febrúar 2019 07:59 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Mikil fagnaðarlæti brutust út á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í gær þegar kynnir hátíðarinnar, söngkonan Alicia Keys, kallaði „systur“ sínar óvænt upp á svið í opnunaratriðinu. Umræddar systur reyndust Jada Pinkett Smith leikkona, Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, og tónlistarkonurnar Lady Gaga og Jennifer Lopez. Þetta stórskotalið kvenna mætti Keys á sviðinu og flutti óð til tónlistar. Gaga reið á vaðið og þakkaði tónlistinni fyrir að hafa leitt sig í gegnum mótlæti á ferli sínum. „Þeir sögðu að ég væri skrýtin. Að útlit mitt, ákvarðanir mínar, „sándið“ mitt myndi ekki ganga. En tónlistin sagði mér að hlusta ekki á þá.“ Lopez lofsamaði mátt tónlistarinnar og sagði hana veita sér dýrmætt frelsi. „Hún minnir mig á rætur mínar og minnir mig líka á alla staðina sem mér er unnt að heimsækja. Tónlist hefur alltaf verið staðurinn sem veitir okkur öllum fullkomið frelsi.“Sjá einnig: Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Pinkett Smith lagði áherslu á að allar raddir ættu rétt á heiðri og virðingu og Obama tók í sama streng. „Tónlist hefur alltaf hjálpað mér að segja sögu mína og ég veit að hið sama gildir um alla hér inni,“ sagði Obama. Það ætlaði raunar allt um koll að keyra þegar röðin var komin að henni en ljóst er að forsetafrúin fyrrverandi nýtur enn mikillar hylli. Og hún hélt áfram. „Tónlist sýnir okkur að allt skiptir máli. Hver einasta saga í hverri einustu rödd, hver einasta nóta í hverju einasta lagi.“ Atriðið má sjá í heild hér að neðan en það þykir nokkuð táknrænt fyrir verðlaunahátíðina í gærkvöldi þar sem konur skipuðu hóp helstu verðlaunahafa ólíkt árunum á undan. Þannig vann kántrísöngkonan Kacey Musgraves aðalverðlaun kvöldsins fyrir plötu ársins, Lady Gaga vann þrenn verðlaun og Cardi B og Dua Lipa gengu einnig sáttar frá borði með verðlaun fyrir bestu rappplötuna og nýliða ársins.
Grammy Tónlist Tengdar fréttir Sjáðu ræðu Drake sem stjórnendur Grammy klipptu á Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. 11. febrúar 2019 10:00 Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Tónlistarkonan Lady Gaga hreppti þrenn verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar af tvenn fyrir lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born. 11. febrúar 2019 10:32 Konur sigursælar á Grammy-verðlaunahátíðinni Grammy-verðlaunahátíðin var haldin í 61. skipti í Los Angeles í gær. 11. febrúar 2019 07:59 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Sjáðu ræðu Drake sem stjórnendur Grammy klipptu á Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. 11. febrúar 2019 10:00
Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Tónlistarkonan Lady Gaga hreppti þrenn verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar af tvenn fyrir lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born. 11. febrúar 2019 10:32
Konur sigursælar á Grammy-verðlaunahátíðinni Grammy-verðlaunahátíðin var haldin í 61. skipti í Los Angeles í gær. 11. febrúar 2019 07:59