Kallaði magnaðan hóp „systra“ sinna óvænt upp á svið Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 12:15 Lady Gaga, Jada Pinkett Smith, Alicia Keys, Michelle Obama og Jennifer Lopez vöktu mikla lukku á Grammy-verðlaunahátíðinni í gær. GEtty/Kevin Mazur Mikil fagnaðarlæti brutust út á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í gær þegar kynnir hátíðarinnar, söngkonan Alicia Keys, kallaði „systur“ sínar óvænt upp á svið í opnunaratriðinu. Umræddar systur reyndust Jada Pinkett Smith leikkona, Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, og tónlistarkonurnar Lady Gaga og Jennifer Lopez. Þetta stórskotalið kvenna mætti Keys á sviðinu og flutti óð til tónlistar. Gaga reið á vaðið og þakkaði tónlistinni fyrir að hafa leitt sig í gegnum mótlæti á ferli sínum. „Þeir sögðu að ég væri skrýtin. Að útlit mitt, ákvarðanir mínar, „sándið“ mitt myndi ekki ganga. En tónlistin sagði mér að hlusta ekki á þá.“ Lopez lofsamaði mátt tónlistarinnar og sagði hana veita sér dýrmætt frelsi. „Hún minnir mig á rætur mínar og minnir mig líka á alla staðina sem mér er unnt að heimsækja. Tónlist hefur alltaf verið staðurinn sem veitir okkur öllum fullkomið frelsi.“Sjá einnig: Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Pinkett Smith lagði áherslu á að allar raddir ættu rétt á heiðri og virðingu og Obama tók í sama streng. „Tónlist hefur alltaf hjálpað mér að segja sögu mína og ég veit að hið sama gildir um alla hér inni,“ sagði Obama. Það ætlaði raunar allt um koll að keyra þegar röðin var komin að henni en ljóst er að forsetafrúin fyrrverandi nýtur enn mikillar hylli. Og hún hélt áfram. „Tónlist sýnir okkur að allt skiptir máli. Hver einasta saga í hverri einustu rödd, hver einasta nóta í hverju einasta lagi.“ Atriðið má sjá í heild hér að neðan en það þykir nokkuð táknrænt fyrir verðlaunahátíðina í gærkvöldi þar sem konur skipuðu hóp helstu verðlaunahafa ólíkt árunum á undan. Þannig vann kántrísöngkonan Kacey Musgraves aðalverðlaun kvöldsins fyrir plötu ársins, Lady Gaga vann þrenn verðlaun og Cardi B og Dua Lipa gengu einnig sáttar frá borði með verðlaun fyrir bestu rappplötuna og nýliða ársins. Grammy Tónlist Tengdar fréttir Sjáðu ræðu Drake sem stjórnendur Grammy klipptu á Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. 11. febrúar 2019 10:00 Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Tónlistarkonan Lady Gaga hreppti þrenn verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar af tvenn fyrir lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born. 11. febrúar 2019 10:32 Konur sigursælar á Grammy-verðlaunahátíðinni Grammy-verðlaunahátíðin var haldin í 61. skipti í Los Angeles í gær. 11. febrúar 2019 07:59 Mest lesið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Sjá meira
Mikil fagnaðarlæti brutust út á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í gær þegar kynnir hátíðarinnar, söngkonan Alicia Keys, kallaði „systur“ sínar óvænt upp á svið í opnunaratriðinu. Umræddar systur reyndust Jada Pinkett Smith leikkona, Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, og tónlistarkonurnar Lady Gaga og Jennifer Lopez. Þetta stórskotalið kvenna mætti Keys á sviðinu og flutti óð til tónlistar. Gaga reið á vaðið og þakkaði tónlistinni fyrir að hafa leitt sig í gegnum mótlæti á ferli sínum. „Þeir sögðu að ég væri skrýtin. Að útlit mitt, ákvarðanir mínar, „sándið“ mitt myndi ekki ganga. En tónlistin sagði mér að hlusta ekki á þá.“ Lopez lofsamaði mátt tónlistarinnar og sagði hana veita sér dýrmætt frelsi. „Hún minnir mig á rætur mínar og minnir mig líka á alla staðina sem mér er unnt að heimsækja. Tónlist hefur alltaf verið staðurinn sem veitir okkur öllum fullkomið frelsi.“Sjá einnig: Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Pinkett Smith lagði áherslu á að allar raddir ættu rétt á heiðri og virðingu og Obama tók í sama streng. „Tónlist hefur alltaf hjálpað mér að segja sögu mína og ég veit að hið sama gildir um alla hér inni,“ sagði Obama. Það ætlaði raunar allt um koll að keyra þegar röðin var komin að henni en ljóst er að forsetafrúin fyrrverandi nýtur enn mikillar hylli. Og hún hélt áfram. „Tónlist sýnir okkur að allt skiptir máli. Hver einasta saga í hverri einustu rödd, hver einasta nóta í hverju einasta lagi.“ Atriðið má sjá í heild hér að neðan en það þykir nokkuð táknrænt fyrir verðlaunahátíðina í gærkvöldi þar sem konur skipuðu hóp helstu verðlaunahafa ólíkt árunum á undan. Þannig vann kántrísöngkonan Kacey Musgraves aðalverðlaun kvöldsins fyrir plötu ársins, Lady Gaga vann þrenn verðlaun og Cardi B og Dua Lipa gengu einnig sáttar frá borði með verðlaun fyrir bestu rappplötuna og nýliða ársins.
Grammy Tónlist Tengdar fréttir Sjáðu ræðu Drake sem stjórnendur Grammy klipptu á Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. 11. febrúar 2019 10:00 Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Tónlistarkonan Lady Gaga hreppti þrenn verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar af tvenn fyrir lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born. 11. febrúar 2019 10:32 Konur sigursælar á Grammy-verðlaunahátíðinni Grammy-verðlaunahátíðin var haldin í 61. skipti í Los Angeles í gær. 11. febrúar 2019 07:59 Mest lesið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Sjá meira
Sjáðu ræðu Drake sem stjórnendur Grammy klipptu á Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. 11. febrúar 2019 10:00
Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Tónlistarkonan Lady Gaga hreppti þrenn verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar af tvenn fyrir lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born. 11. febrúar 2019 10:32
Konur sigursælar á Grammy-verðlaunahátíðinni Grammy-verðlaunahátíðin var haldin í 61. skipti í Los Angeles í gær. 11. febrúar 2019 07:59
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein