Einlægir Eurovision-aðdáendur í öngum sínum vegna Hatara Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2019 13:53 Teknóhljómsveitin Hatari er farin að velgja einlægum Eurovisionaðdáendum undir uggum, svo vægt sé til orða tekið. Mummi Lú Pistill sem Ívar Halldórsson hefur ritað og Vísir birti nú fyrr í dag hefur vakið nokkra athygli. Um er að ræða opið bréf til útvarpsstjóra þar sem hann er beðinn um að grípa í taumana. Hann telur Hatara vera á fölskum forsendum í keppninni og skorar á Magnús Geir Þórðarson að vísa þeim úr keppni. Þeir særi blygðunarkennd áhorfenda og koma óorði á Söngvakeppnina, RÚV og/eða ESC.Útvarpsráð hlýtur að grípa inní „Þetta hryggir mig og særir meira en orð fá lýst,“ segir Ívar meðal annars í pistli sínum: „Því vil ég biðla til velvildar þinnar og virðingu gagnvart okkur sem viljum njóta góðrar tónlistarskemmtunar án þess að draga pólitík inn í þessa miklu gleðistund. Í gegnum tíðina höfum við séð þjóðir vera í pólitísku reiptogi undir fána ESC, en það hefur mér og ótalmörgum Íslendingum fundist sorglegt. Það varpar óþægilegum skugga á skemmtunina.“Ívar hefur tekið þátt í undankeppninni og það hefur einnig Ingi Gunnar Jóhannsson, tónlistarmaður með meiru, gert, í samfloti með Eyva, eftirminnilega. „Tek undir þetta. Kærleikurinn á að sigra, hatursfullir trúðir eiga ekki að fá að eyðileggja þessa keppni. Þeirra framlag brýtur nú þegar siðareglur keppninnar, af hverju voru þeir þá valdir í undankeppnina? Útvarpsráð hlýtur að grípa hér inn í og vísa Hatara úr keppninni, annað væri óverjandi.“Hallgrímur varar við Hatara Þeir sem eru einlægir í aðdáun sinni á Eurovisionkeppninni og vilja að hún fari fram eftir áður viðurkenndum leiðum hrylla sig beinlínis vegna þátttöku Hatara. Hallgrímur Óskarsson, verkfræðingur og tónlistarmaður, er einn þeirra. Hallgrímur hefur oft sent lög í keppnina. Hann tjáir sig um þetta óvænta framlag á Facebooksíðu Eiríks Guðmundssonar útvarpsmanns. Og segir áhyggjufullur:„Þegar Silvía Nótt fór utan fyrir hönd Íslands voru ritaðar lærðar greinar og erindi um hin mikilvægu póst-módernísku byltingu sem það lag átti að færa allri Evrópu. Af því atriðið væri svo mikil bylting, lagið svo flott og skilaboðin svo merkileg. Sama rulla er tekin nú með þetta lag Hatara. Ef Íslendingar verða svo ógæfusamir að láta plata sig til að senda þetta út þá bíður þeirra ekkert annað en sama niðurstaða eins og með Silvíu Nótt og reyndar öll önnur lög síðustu 9 ár: Að komast ekki upp úr riðli eða að verma botnsætin,“ skrifar Hallgrímur og heldur miskunnarlaus áfram. Ljóst er að hann er ekki hrifinn af lagi Hatara: „Það eru nefnilega engin merkileg skilaboð eða tilvitnanir í þessu lagi sem Evrópa hefur nokkurn áhuga á. Flutningurinn er slakur og lagið líka. Keisarinn er ekki í neinum fötum var sagt einu sinni. Það á við nú.“Jóhannes Þór er einn helsti Eurovisionsérfræðingur þjóðarinnar. Og hann segir að Hatari sé þegar komið á kortið erlendis, og vel svo.Og svo er um marga einlæga aðdáendur keppninnar, þeir mega vart hugsa til þess möguleika ógrátandi að þetta verði framlag Íslands.Hatari með sigurstranglegt lag Og líklega hafa þeir sem telja Hatara-atriðið vera hina mestu svívirðu og koma óorði á keppnina hafa fyllstu ástæðu til að óttast. Einn helsti Eurovisionsérfræðingur þjóðarinnar er Jóhannes Þór Skúlason. Hann fylgist grannt með gangi mála í öllu því sem við kemur þessari umdeildu keppni. „Það athyglisverðasta við Hatrið mun sigra með Hatari er að það er alveg sama hvar maður ber niður í erlendu júrónördamiðlunum, eða á samfélagsmiðlum, viðbrögðin eru alveg svakalega jákvæð. Fólk bara elskar þetta lag og performansið og vídeóið og allt. Jafnvel á kommentakerfi Youtube, sem alla jafna er ein dýpsta ruslakista internetsins, prumpa menn glimmeri. Það er mjöööööög áhugavert mál,“ segir Jóhannes Þór og víst er hann veit hvað klukkan slær þegar þessi keppni er annars vegar.Uppfært 15:40Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var titill hljómsveitarinnar ekki fallbeygður. Í nafni samræmis hefur það nú verið gert og hefur fréttin verið uppfærð. Eurovision Fjölmiðlar Tónlist Tengdar fréttir Myndaveisla frá Söngvakeppninni Hera Björk Þórhallsdóttir og hljómsveitin Hatari tryggðu sér í gærkvöldi sæti í úrslitum Söngvakeppninnar og nú ljóst að þessir flytjendur koma fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar sem fer fram í Laugardalshöll 2. mars. 10. febrúar 2019 09:22 Breskur blaðamaður spáir Hatara sigri í Eurovision Segist fá sömu gæsahúð og þegar hann heyrði Euphora með Loreen. 11. febrúar 2019 11:44 Opið bréf til útvarpsstjóra RÚV: Vegið að siðferði í söngvakeppni Virðulegi útvarpsstjóri, sem íslenskur borgari, skattgreiðandi, tónlistarmaður og friðelskandi þjóðfélagsþegn get ég ekki orða bundist þegar ég sé þróun mála í forkeppni okkar fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. 11. febrúar 2019 12:00 „Okkar markmið er að afhjúpa þessa svikamyllu“ Keppnin er einn alstærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið í Ísrael. Miklir hagsmunir eru í húfi. Keppnin er glansmynd, lygi, hvítþvottur, áróðursvél og svikamylla. Okkar markmið er að afhjúpa þessa svikamyllu. 9. febrúar 2019 20:56 Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Pistill sem Ívar Halldórsson hefur ritað og Vísir birti nú fyrr í dag hefur vakið nokkra athygli. Um er að ræða opið bréf til útvarpsstjóra þar sem hann er beðinn um að grípa í taumana. Hann telur Hatara vera á fölskum forsendum í keppninni og skorar á Magnús Geir Þórðarson að vísa þeim úr keppni. Þeir særi blygðunarkennd áhorfenda og koma óorði á Söngvakeppnina, RÚV og/eða ESC.Útvarpsráð hlýtur að grípa inní „Þetta hryggir mig og særir meira en orð fá lýst,“ segir Ívar meðal annars í pistli sínum: „Því vil ég biðla til velvildar þinnar og virðingu gagnvart okkur sem viljum njóta góðrar tónlistarskemmtunar án þess að draga pólitík inn í þessa miklu gleðistund. Í gegnum tíðina höfum við séð þjóðir vera í pólitísku reiptogi undir fána ESC, en það hefur mér og ótalmörgum Íslendingum fundist sorglegt. Það varpar óþægilegum skugga á skemmtunina.“Ívar hefur tekið þátt í undankeppninni og það hefur einnig Ingi Gunnar Jóhannsson, tónlistarmaður með meiru, gert, í samfloti með Eyva, eftirminnilega. „Tek undir þetta. Kærleikurinn á að sigra, hatursfullir trúðir eiga ekki að fá að eyðileggja þessa keppni. Þeirra framlag brýtur nú þegar siðareglur keppninnar, af hverju voru þeir þá valdir í undankeppnina? Útvarpsráð hlýtur að grípa hér inn í og vísa Hatara úr keppninni, annað væri óverjandi.“Hallgrímur varar við Hatara Þeir sem eru einlægir í aðdáun sinni á Eurovisionkeppninni og vilja að hún fari fram eftir áður viðurkenndum leiðum hrylla sig beinlínis vegna þátttöku Hatara. Hallgrímur Óskarsson, verkfræðingur og tónlistarmaður, er einn þeirra. Hallgrímur hefur oft sent lög í keppnina. Hann tjáir sig um þetta óvænta framlag á Facebooksíðu Eiríks Guðmundssonar útvarpsmanns. Og segir áhyggjufullur:„Þegar Silvía Nótt fór utan fyrir hönd Íslands voru ritaðar lærðar greinar og erindi um hin mikilvægu póst-módernísku byltingu sem það lag átti að færa allri Evrópu. Af því atriðið væri svo mikil bylting, lagið svo flott og skilaboðin svo merkileg. Sama rulla er tekin nú með þetta lag Hatara. Ef Íslendingar verða svo ógæfusamir að láta plata sig til að senda þetta út þá bíður þeirra ekkert annað en sama niðurstaða eins og með Silvíu Nótt og reyndar öll önnur lög síðustu 9 ár: Að komast ekki upp úr riðli eða að verma botnsætin,“ skrifar Hallgrímur og heldur miskunnarlaus áfram. Ljóst er að hann er ekki hrifinn af lagi Hatara: „Það eru nefnilega engin merkileg skilaboð eða tilvitnanir í þessu lagi sem Evrópa hefur nokkurn áhuga á. Flutningurinn er slakur og lagið líka. Keisarinn er ekki í neinum fötum var sagt einu sinni. Það á við nú.“Jóhannes Þór er einn helsti Eurovisionsérfræðingur þjóðarinnar. Og hann segir að Hatari sé þegar komið á kortið erlendis, og vel svo.Og svo er um marga einlæga aðdáendur keppninnar, þeir mega vart hugsa til þess möguleika ógrátandi að þetta verði framlag Íslands.Hatari með sigurstranglegt lag Og líklega hafa þeir sem telja Hatara-atriðið vera hina mestu svívirðu og koma óorði á keppnina hafa fyllstu ástæðu til að óttast. Einn helsti Eurovisionsérfræðingur þjóðarinnar er Jóhannes Þór Skúlason. Hann fylgist grannt með gangi mála í öllu því sem við kemur þessari umdeildu keppni. „Það athyglisverðasta við Hatrið mun sigra með Hatari er að það er alveg sama hvar maður ber niður í erlendu júrónördamiðlunum, eða á samfélagsmiðlum, viðbrögðin eru alveg svakalega jákvæð. Fólk bara elskar þetta lag og performansið og vídeóið og allt. Jafnvel á kommentakerfi Youtube, sem alla jafna er ein dýpsta ruslakista internetsins, prumpa menn glimmeri. Það er mjöööööög áhugavert mál,“ segir Jóhannes Þór og víst er hann veit hvað klukkan slær þegar þessi keppni er annars vegar.Uppfært 15:40Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var titill hljómsveitarinnar ekki fallbeygður. Í nafni samræmis hefur það nú verið gert og hefur fréttin verið uppfærð.
Eurovision Fjölmiðlar Tónlist Tengdar fréttir Myndaveisla frá Söngvakeppninni Hera Björk Þórhallsdóttir og hljómsveitin Hatari tryggðu sér í gærkvöldi sæti í úrslitum Söngvakeppninnar og nú ljóst að þessir flytjendur koma fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar sem fer fram í Laugardalshöll 2. mars. 10. febrúar 2019 09:22 Breskur blaðamaður spáir Hatara sigri í Eurovision Segist fá sömu gæsahúð og þegar hann heyrði Euphora með Loreen. 11. febrúar 2019 11:44 Opið bréf til útvarpsstjóra RÚV: Vegið að siðferði í söngvakeppni Virðulegi útvarpsstjóri, sem íslenskur borgari, skattgreiðandi, tónlistarmaður og friðelskandi þjóðfélagsþegn get ég ekki orða bundist þegar ég sé þróun mála í forkeppni okkar fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. 11. febrúar 2019 12:00 „Okkar markmið er að afhjúpa þessa svikamyllu“ Keppnin er einn alstærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið í Ísrael. Miklir hagsmunir eru í húfi. Keppnin er glansmynd, lygi, hvítþvottur, áróðursvél og svikamylla. Okkar markmið er að afhjúpa þessa svikamyllu. 9. febrúar 2019 20:56 Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Myndaveisla frá Söngvakeppninni Hera Björk Þórhallsdóttir og hljómsveitin Hatari tryggðu sér í gærkvöldi sæti í úrslitum Söngvakeppninnar og nú ljóst að þessir flytjendur koma fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar sem fer fram í Laugardalshöll 2. mars. 10. febrúar 2019 09:22
Breskur blaðamaður spáir Hatara sigri í Eurovision Segist fá sömu gæsahúð og þegar hann heyrði Euphora með Loreen. 11. febrúar 2019 11:44
Opið bréf til útvarpsstjóra RÚV: Vegið að siðferði í söngvakeppni Virðulegi útvarpsstjóri, sem íslenskur borgari, skattgreiðandi, tónlistarmaður og friðelskandi þjóðfélagsþegn get ég ekki orða bundist þegar ég sé þróun mála í forkeppni okkar fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. 11. febrúar 2019 12:00
„Okkar markmið er að afhjúpa þessa svikamyllu“ Keppnin er einn alstærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið í Ísrael. Miklir hagsmunir eru í húfi. Keppnin er glansmynd, lygi, hvítþvottur, áróðursvél og svikamylla. Okkar markmið er að afhjúpa þessa svikamyllu. 9. febrúar 2019 20:56
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp