Neymar missti af fyrri leik liðsins gegn Man. Utd í 16-liða úrslitum keppninnar en það breytti litlu því PSG vann samt 0-2 á Old Trafford.
„Ég efast ekkert um að við verðum meistarar. Það snýst ekki bara um mig. Við erum með frábært lið og þjálfarinn er snillingur. Svo eru áhorfendur okkar tólfti maður á vellinum. Það er allt til staðar hjá okkur,“ sagði Neymar sem er að jafna sig af meiðslum og óljóst hvort hann nái seinni leiknum gegn United.
„Þetta er langt ferðalag hjá mér en ég mun vinna litla sigra á hverjum degi.“