Endaði númer 206 af 20 milljónum: Tómas spilar Fortnite upp í sex klukkustundir á dag Stefán Árni Pálsson skrifar 15. febrúar 2019 11:30 Tómas Bernhöft er einn af bestu Fortnite spilurum heims. Tómas Bernhöft, einn besti Fortnite tölvuleikjaspilari landsins, sýndi góða takta á UT messunni í Hörpu um síðustu helgi. Hann tók þar leik á vegum Origo og fékk mikla athygli Fortnite spilara á öllum aldri enda var leikurinn sýndur á risaskjá. Tómas er ekki bara einn besti Fortnite spilari Íslands heldur er hann einnig mjög góður á alþjóðlegan mælikvarða í þessum vinsæla leik. Hann vann HR-inginn árið 2018 og lenti í 3. sæti á Reykjavíkurleikunum fyrr á þessu ári. Tómas er til að mynda að kenna Fortnite í Rafíþróttaskólanum í samstarfi við Ground Zero. Tómas fær góðan stuðning frá föður sínum Vilhelm Patrick Bernhöft. „Ég er búinn að spila mjög lengi alveg síðan ég var fimm ára. Ég hef spilað mikið Counter Strike, Minecraft, þegar ég var yngri, og fleiri leiki. Ég spila ekki jafn mikið og margir halda. Ég spila svona 2 til 6 klukkutíma á dag. Ég hef unnið í kringum tvö þúsund leiki. Það væri fyndið að geta séð hversu marga ég hef látið brjóta lyklaborðið sitt ,“ segir Tómas og brosir.Fundið sig vel í rafíþróttum Hann er sjálfur að kenna Fortnite og alls konar töluvleiki á Ground Zero í gegnum Rafíþróttaskólann. Þar er lögð áhersla á samvinnu, samskipti og markvissar æfingar á leikjum. Þar hafa nemendurnir nú þegar lært mikið af Tómasi og fundið sig frábærlega í nýrri tegund af skipulögðu starfi í kringum þeirra áhugamál þar sem þeir fá að læra frá þeim bestu. „Það er kennt þrisvar í viku. Það er mikið fjör. þetta er ekkert ósvipað en að þjálfa fótbolta eða körfubolta,“ segir Tómas. Vilhelm Patrick Bernhöft, faðir Tómasar, segist styðja strákinn í spilamennskunni. „Ég er nú spilari sjálfur. Þegar ég fór að átta mig á því hvað þetta E Sports er gríðarlega stórt þá var ekkert annað í stöðunni en að styðja hann í þessu. Hann er asnalega góður í þessu,“ segir Vilhelm. Tómas hefur náð fínum árangri á alþjóðlegum vettvangi og stefnir enn hærra. Hann tók nýverið í keppni þar sem spilarar höfðu ákveðin tímaramma til að ná eins góðum árangri og hægt er og þar endaði Tómas ásamt nokkrum öðrum íslenskum spilurum í hópi þúsund bestu spilara í Evrópu sem er jafnframt hæsta „rank“ sem hægt var að ná í þessum viðburði. Þar á undan spilaði Tómas í undankeppni fyrir mót á vegum Epic games þar sem um 20 milljónir spilara tóku þátt og endaði hann í 206. sæti, aðeins 6 sætum frá því að komast í úrslitin. „Ég er að spila á móti mjög góðum. Það er allt öðruvísi að spila venjulega heldur en á móti miklu betri gaurum,“ segir hann að lokum. Leikjavísir Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira
Tómas Bernhöft, einn besti Fortnite tölvuleikjaspilari landsins, sýndi góða takta á UT messunni í Hörpu um síðustu helgi. Hann tók þar leik á vegum Origo og fékk mikla athygli Fortnite spilara á öllum aldri enda var leikurinn sýndur á risaskjá. Tómas er ekki bara einn besti Fortnite spilari Íslands heldur er hann einnig mjög góður á alþjóðlegan mælikvarða í þessum vinsæla leik. Hann vann HR-inginn árið 2018 og lenti í 3. sæti á Reykjavíkurleikunum fyrr á þessu ári. Tómas er til að mynda að kenna Fortnite í Rafíþróttaskólanum í samstarfi við Ground Zero. Tómas fær góðan stuðning frá föður sínum Vilhelm Patrick Bernhöft. „Ég er búinn að spila mjög lengi alveg síðan ég var fimm ára. Ég hef spilað mikið Counter Strike, Minecraft, þegar ég var yngri, og fleiri leiki. Ég spila ekki jafn mikið og margir halda. Ég spila svona 2 til 6 klukkutíma á dag. Ég hef unnið í kringum tvö þúsund leiki. Það væri fyndið að geta séð hversu marga ég hef látið brjóta lyklaborðið sitt ,“ segir Tómas og brosir.Fundið sig vel í rafíþróttum Hann er sjálfur að kenna Fortnite og alls konar töluvleiki á Ground Zero í gegnum Rafíþróttaskólann. Þar er lögð áhersla á samvinnu, samskipti og markvissar æfingar á leikjum. Þar hafa nemendurnir nú þegar lært mikið af Tómasi og fundið sig frábærlega í nýrri tegund af skipulögðu starfi í kringum þeirra áhugamál þar sem þeir fá að læra frá þeim bestu. „Það er kennt þrisvar í viku. Það er mikið fjör. þetta er ekkert ósvipað en að þjálfa fótbolta eða körfubolta,“ segir Tómas. Vilhelm Patrick Bernhöft, faðir Tómasar, segist styðja strákinn í spilamennskunni. „Ég er nú spilari sjálfur. Þegar ég fór að átta mig á því hvað þetta E Sports er gríðarlega stórt þá var ekkert annað í stöðunni en að styðja hann í þessu. Hann er asnalega góður í þessu,“ segir Vilhelm. Tómas hefur náð fínum árangri á alþjóðlegum vettvangi og stefnir enn hærra. Hann tók nýverið í keppni þar sem spilarar höfðu ákveðin tímaramma til að ná eins góðum árangri og hægt er og þar endaði Tómas ásamt nokkrum öðrum íslenskum spilurum í hópi þúsund bestu spilara í Evrópu sem er jafnframt hæsta „rank“ sem hægt var að ná í þessum viðburði. Þar á undan spilaði Tómas í undankeppni fyrir mót á vegum Epic games þar sem um 20 milljónir spilara tóku þátt og endaði hann í 206. sæti, aðeins 6 sætum frá því að komast í úrslitin. „Ég er að spila á móti mjög góðum. Það er allt öðruvísi að spila venjulega heldur en á móti miklu betri gaurum,“ segir hann að lokum.
Leikjavísir Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira