Hatari er viðvörun Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 16. febrúar 2019 07:19 Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson. FBL/Sigtryggur Ari Hatari komst áfram á fyrra undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar 2019 sem fór fram í Háskólabíói um síðustu helgi. Lag þeirra, Hatrið mun sigra, nýtur vinsælda en hljómsveitin hefur líka sætt gagnrýni. Hatari er þekkt fyrir beitta þjóðfélagsgagnrýni og BDSM-klæðin vekja athygli. Tveir meðlimir Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan samþykktu að hitta blaðamann yfir kokteil að kvöldlagi á Hótel Holti. Þriðji meðlimur sveitarinnar, Einar Stefánsson, var fjarri góðu gamni. Hugðarefni strákanna í Hatara eru ekkert léttmeti. Dauðinn og umbylting á kapítalísku samfélagi manna. Neysluhyggja og tilgerð í tilverunni. Og dómsdagur. Falsaðar fréttatilkynningar, pólitískur undirtónn, yfirlýsingar sem ganga í berhögg hver við aðra og fleira í þeim dúr hefur fylgt sveitinni frá upphafi. Hversdagurinn er svikamylla, segja þeir oft og leitast við að afhjúpa hann í verkum sínum.Hvað hafið þið á móti hversdeginum? Matthías: Við hefðum ekkert út á hann að setja ef hann væri ekki linnulaus svikamylla.Getur þú útskýrt þetta betur? Já. (Löng þögn.) Matthías: Ímynd okkar gengur kaupum og sölum. Við búum við holskeflu fjölmiðla, upplýsinga og fölsunar. Kapítalið hefur gersigrað.Er Hatari andkapítalískur? Matthías: Já, við höfum alltaf verið það. Klemens: Í raun getur maður samt ekki verið andkapítalískur þegar maður er fæddur inn í ástand þar sem allt í kringum mann byggir á kapítalisma. Matthías: Þannig hyggjumst við knésetja kapítalið en selja ef til vill nokkra boli í leiðinni.FBL/Sigtryggur AriÞannig að við erum gegnsósa? Klemens: Já. Við erum það.Þessar falsanir sem þið talið um, eruð þið að tala um samfélagsmiðla? Finnst ykkur við hafa týnst? Matthías: Þetta er eins og Eurovision. Við hjúpum okkur glansmynd. Mörk ímyndar, persónuleika, borgarans og neytenda eru máð út. Í því felst svikamyllan ekki síst.Eurovision, þið fóruð svolítið í kjölinn á söngvakeppninni? Matthías: Þakka þér fyrir að gefa þér það.Tja, þið skoðuðuð alla vega í hverju svokölluð Eurovision-hækkun felst? Klemens: Í byrjun ferlisins vorum við týndir. Hvernig gætum við samið grípandi tónverk sem myndi ná til pöpulsins? Við fórum að rannsaka önnur tónskáld sem hafa tekið þátt í keppninni. Stöldruðum við á hugtaki sem var margnotað, Everest-tindur tónskáldsins er þessi Eurovision-upphækkun. Þegar við áttuðum okkur á því þá small allt saman. Þetta einstaka tónverk varð til. Og við skrifuðum okkur inn í tónlistarsöguna og erum á meðal gömlu meistaranna.Þið sögðuð fólki sem horfði á ykkur í sjónvarpinu í undankeppninni að það myndi sjá eftir því til eilífðarnóns myndi það ekki kjósa ykkur áfram, standið þið við þessi orð? Matthías: Já, við gerum það og gefum ekki afslátt af fyrri yfirlýsingum Hatara. Ég gaf eiginlega þrjá valkosti. Að horfa ekki á keppnina, kjósa Hatara eða sjá eftir því til eilífðarnóns.En um glanshjúpinn, það eru allir á samfélagsmiðlum. Þið líka, þið eruð á Facebook, Instagram. Bara eiginlega öllum samfélagsmiðlum sem eru til, eruð þið ekki í mótsögn? Matthías: Við lýstum því yfir að við myndum aldrei fara á samfélagsmiðla. En við lýstum því líka yfir að við myndum alltaf selja okkur réttu verði. Og við myndum svíkja öll loforð. Klemens: Það er bara tímaspursmál hvenær við seljum okkur. Ef verðið er rétt, þá erum við til sölu.FBL/Sigtryggur AriMatthías: Dómsdagur er ástand sem við erum nú þegar í. Eins og maður sem stekkur fram af kletti og hrapar. Þar er mannkynið, í dómsdagsástandi. Við sem einstaklingar erum í söluástandi. Augnablikið þar sem við seljum okkur sker ekki tímann í tvennt heldur hjúpar sig yfir hann. Við erum stöðugt að sökkva dýpra í þessa sölu- og neysluhyggju. Við erum fyrirtæki, sem rekur fyrirtæki sem rekur fjölmiðil og hljómsveit og stefnum á að framleiða gosdrykk. Sodadream verður gosdrykkurinn okkar. Og líka okkar helsti styrktaraðili.Eins og ísraelska Sodastream? Matthías: Sem framleiðir miklu óæðri vöru en Sodadream. Margrét Friðriksdóttir lýsti því yfir á dögunum að hún myndi flytja úr landi ef þið færuð áfram í keppnina í Ísrael. Hvað fannst ykkur um það? Matthías: Það var ánægjulegt þegar stjórn Svikamyllu ehf. tilkynnti okkur að Margrét Friðriksdóttir hefði verið ráðin fjölmiðlafulltrúi Hatara, enda hafa allar hennar yfirlýsingar verið okkur í hag og við þakklátir þeim. Hún stendur sig mjög vel. Klemens: Hún verður höfð í heiðri í nýju kóloníunni okkar í Ísrael. Matthías: Vilji Margrét flytja í BDSM-nýlendu Hatara, við botn Miðjarðarhafs, þá er hún velkomin. Það verður séð vel um hana.Tölum aðeins um BDSM, hvers vegna veljið þið þennan lífsstíl? Matthías: Það er sterkasta tjáning frjálslyndis sem fyrirfinnst. Það þrengir að en frelsar. BDSM er eins og kapítalið, heldur manni niðri en er í senn sterk einstaklingsbundin tjáning.Eigið þið stóran aðdáendahóp, hverjir eru aðdáendur ykkar? Matthías: Metalhausar, börn á öllum aldri, Svíar, fólk með græna hanakamba. Miðaldra karlar með blæti og húsmæður. Klemens: Langömmur og langafar. Matthías: Rússar á Instagram. Klemens: Dóttir mín. Matthías: Vinstri sinnaðir Ísraelsmenn. Klemens: Þýskaland. Matthías: Allir sem skilja kaldhæðni.Þið hafið ekki komið til Ísraels. En fjölmiðlar þar eru mjög forvitnir um ykkur og þið voruð í stórri umfjöllun á næststærstu sjónvarpsstöð landsins nýlega. Ef þið verðið ekki kosnir áfram, ætlið þið samt að fara til Ísraels? Matthías: Við myndum vilja bera það undir Margréti Friðriksdóttur. Hvort við lýsum því yfir opinberlega.Hvað eruð þið að lesa, hver er ykkar andlega næring? Hvaðan spretta allar þessar hugmyndir? Klemens: Noam Chomsky, Yahya Hassan, Naomi Klein, Mark Fisher, Peaches og Elísabet Jökulsdóttir.Eruð þið trúaðir? Klemens: Já, ég trúi á æðri mátt. Matthías: Ég líka.Fyrirlítið þið Eurovision? Klemens: Nei. Matthías: Eurovision er vettvangur og það er val fólksins hvað á hann er sett. Klemens: Eurovision er fyrsti áfanginn í að knésetja kapítalismann. Matthías: Og gott verkfæri sem slíkt.Þið eruð verulega pólitískir? Matthías: Já, og það er þversögn að segja annað um Eurovison og annan listrænan vettvang?Hvað finnst ykkur fallegt? Hvað hreyfir við ykkur? Klemens: Dóttir mín.Hvað er hún gömul? Klemens: Hún er nítján mánaða gömul. Matthías: Það fallegasta í þessum heimi eru stór og rúmgóð bílastæði, grípandi auglýsingaherferðir á orkudrykkjum og hljóðið í útvarpinu þegar það segir manni hvað maður er að hlusta á: FM 95,7. Þetta er fuglasöngur, árstíðirnar og lífið sjálft.Þið eruð svolítið ólíkir? Er einhver togstreita í bandinu? (Löng þögn.) Klemens: Við erum sama manneskjan í grunninn. Matthías: Á meðal hugsandi fólks er alltaf togstreita. Við erum fædd í mótsögn við okkur sjálf.Að lokum, viljið þið segja eitthvað við lesendur sem eru að lesa þetta viðtal við ykkur? Klemens: Hatari er viðvörun. Þið ráðið hvort þið hlustið. Matthías: Ef forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, er að lesa þetta viðtal: Þá bíðum við enn þá eftir svari. Hann má skrifa okkur á hatari@hatari.is eða svikamyllaehf@svikamylla.is. Áskorunin um að mæta okkur í glímu stendur enn.Finnst ykkur best að útkljá málin þannig? Klemens: Það er ekkert sannara en heiðarleg glímukeppni. Matthías: Málin eru best útkljáð þannig. Okkur þóknast ekki ofbeldi.Hver eru gildin ykkar? Matthías: Drengskapur og gagnrýnin hugsun. (Og kynþokki, tuldrar Klemens ofan í bringuna.) Matthías: Við vonum að stjórnmálamenn um alla Evrópu sýni drengskap í hvívetna. Hlusti á gagnrýni og virði mat hlutlausra dómara á borð við Sameinuðu þjóðirnar. Um Hatara: Hatari hefur verið valin besta tónleikasveitin í tvö ár í röð í Reykjavik Grapevine. Þeir hafa vakið mikla athygli erlendis fyrir lag sitt Hatrið sigrar. Mikið áhorf er á myndband þeirra á Youtube, þeir fá fjölmargar athugasemdir og eru umræddir á ótal bloggum um Eurovision. Þá rötuðu þeir í sjónvarpið nýverið á annarri stærstu sjónvarpsstöð Ísrael þar sem til umfjöllunar var áskorun þeirra til Benjamin Netanyahu um að mæta þeim í glímu þann 19.maí næstkomandi. Rob Holley,Blaðamaður á breska blaðinu The Independant, hefur spáð Hatara sigri í aðalkeppninni í Ísrael. Í viðtali við Stundina fyrir nokkru sögðust strákarnir í Hatara gagnrýnir á ísraelsk stjórnvöld og þau mannréttindabrot sem eru framin í landinu. Þeir sögðu frálett að Ísland tæki þátt í Eurovision þegar keppnin er haldin í ríki sem traðki á mannréttindum. Úr því sem komið er verði þó Íslendingar að nota dagskrárvald sitt. „Við teljum okkur hafa annars konar vald, vald hirðfíflsins,“ sögðu þeir. „Hatari speglar samfélagið í dökkum skugga og viðvörunarorð þeirra eru skýr: bætið ykkur áður en það er oft seint og minningum samfélagsins um siðferðislega rotnun þess verður aðeins hóflega minnst.“ Segir í tónlistarbloggi á The Guardian um tónlist þeirra á Airwaves tónlistarhátíðinni. Hatari heldur úti einhvers konar falsfréttaáróðurssíðu, Icelandmusicnews.com. Þar eru eingöngu að finna fréttir um sveitina. Hatari á félagið Svikamylla ehf. Um tilgang félagsins segir: Niðurrifsstarfsemi á síðkapítalismanum, að eiga og reka fasteignir, miðla íslenskum og erlendum dómsdagskveðskap, margmiðlun, útgáfa, stunda innflutning og önnur verslunarviðskipti svo og lánastarfsemi. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Hatari komst áfram á fyrra undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar 2019 sem fór fram í Háskólabíói um síðustu helgi. Lag þeirra, Hatrið mun sigra, nýtur vinsælda en hljómsveitin hefur líka sætt gagnrýni. Hatari er þekkt fyrir beitta þjóðfélagsgagnrýni og BDSM-klæðin vekja athygli. Tveir meðlimir Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan samþykktu að hitta blaðamann yfir kokteil að kvöldlagi á Hótel Holti. Þriðji meðlimur sveitarinnar, Einar Stefánsson, var fjarri góðu gamni. Hugðarefni strákanna í Hatara eru ekkert léttmeti. Dauðinn og umbylting á kapítalísku samfélagi manna. Neysluhyggja og tilgerð í tilverunni. Og dómsdagur. Falsaðar fréttatilkynningar, pólitískur undirtónn, yfirlýsingar sem ganga í berhögg hver við aðra og fleira í þeim dúr hefur fylgt sveitinni frá upphafi. Hversdagurinn er svikamylla, segja þeir oft og leitast við að afhjúpa hann í verkum sínum.Hvað hafið þið á móti hversdeginum? Matthías: Við hefðum ekkert út á hann að setja ef hann væri ekki linnulaus svikamylla.Getur þú útskýrt þetta betur? Já. (Löng þögn.) Matthías: Ímynd okkar gengur kaupum og sölum. Við búum við holskeflu fjölmiðla, upplýsinga og fölsunar. Kapítalið hefur gersigrað.Er Hatari andkapítalískur? Matthías: Já, við höfum alltaf verið það. Klemens: Í raun getur maður samt ekki verið andkapítalískur þegar maður er fæddur inn í ástand þar sem allt í kringum mann byggir á kapítalisma. Matthías: Þannig hyggjumst við knésetja kapítalið en selja ef til vill nokkra boli í leiðinni.FBL/Sigtryggur AriÞannig að við erum gegnsósa? Klemens: Já. Við erum það.Þessar falsanir sem þið talið um, eruð þið að tala um samfélagsmiðla? Finnst ykkur við hafa týnst? Matthías: Þetta er eins og Eurovision. Við hjúpum okkur glansmynd. Mörk ímyndar, persónuleika, borgarans og neytenda eru máð út. Í því felst svikamyllan ekki síst.Eurovision, þið fóruð svolítið í kjölinn á söngvakeppninni? Matthías: Þakka þér fyrir að gefa þér það.Tja, þið skoðuðuð alla vega í hverju svokölluð Eurovision-hækkun felst? Klemens: Í byrjun ferlisins vorum við týndir. Hvernig gætum við samið grípandi tónverk sem myndi ná til pöpulsins? Við fórum að rannsaka önnur tónskáld sem hafa tekið þátt í keppninni. Stöldruðum við á hugtaki sem var margnotað, Everest-tindur tónskáldsins er þessi Eurovision-upphækkun. Þegar við áttuðum okkur á því þá small allt saman. Þetta einstaka tónverk varð til. Og við skrifuðum okkur inn í tónlistarsöguna og erum á meðal gömlu meistaranna.Þið sögðuð fólki sem horfði á ykkur í sjónvarpinu í undankeppninni að það myndi sjá eftir því til eilífðarnóns myndi það ekki kjósa ykkur áfram, standið þið við þessi orð? Matthías: Já, við gerum það og gefum ekki afslátt af fyrri yfirlýsingum Hatara. Ég gaf eiginlega þrjá valkosti. Að horfa ekki á keppnina, kjósa Hatara eða sjá eftir því til eilífðarnóns.En um glanshjúpinn, það eru allir á samfélagsmiðlum. Þið líka, þið eruð á Facebook, Instagram. Bara eiginlega öllum samfélagsmiðlum sem eru til, eruð þið ekki í mótsögn? Matthías: Við lýstum því yfir að við myndum aldrei fara á samfélagsmiðla. En við lýstum því líka yfir að við myndum alltaf selja okkur réttu verði. Og við myndum svíkja öll loforð. Klemens: Það er bara tímaspursmál hvenær við seljum okkur. Ef verðið er rétt, þá erum við til sölu.FBL/Sigtryggur AriMatthías: Dómsdagur er ástand sem við erum nú þegar í. Eins og maður sem stekkur fram af kletti og hrapar. Þar er mannkynið, í dómsdagsástandi. Við sem einstaklingar erum í söluástandi. Augnablikið þar sem við seljum okkur sker ekki tímann í tvennt heldur hjúpar sig yfir hann. Við erum stöðugt að sökkva dýpra í þessa sölu- og neysluhyggju. Við erum fyrirtæki, sem rekur fyrirtæki sem rekur fjölmiðil og hljómsveit og stefnum á að framleiða gosdrykk. Sodadream verður gosdrykkurinn okkar. Og líka okkar helsti styrktaraðili.Eins og ísraelska Sodastream? Matthías: Sem framleiðir miklu óæðri vöru en Sodadream. Margrét Friðriksdóttir lýsti því yfir á dögunum að hún myndi flytja úr landi ef þið færuð áfram í keppnina í Ísrael. Hvað fannst ykkur um það? Matthías: Það var ánægjulegt þegar stjórn Svikamyllu ehf. tilkynnti okkur að Margrét Friðriksdóttir hefði verið ráðin fjölmiðlafulltrúi Hatara, enda hafa allar hennar yfirlýsingar verið okkur í hag og við þakklátir þeim. Hún stendur sig mjög vel. Klemens: Hún verður höfð í heiðri í nýju kóloníunni okkar í Ísrael. Matthías: Vilji Margrét flytja í BDSM-nýlendu Hatara, við botn Miðjarðarhafs, þá er hún velkomin. Það verður séð vel um hana.Tölum aðeins um BDSM, hvers vegna veljið þið þennan lífsstíl? Matthías: Það er sterkasta tjáning frjálslyndis sem fyrirfinnst. Það þrengir að en frelsar. BDSM er eins og kapítalið, heldur manni niðri en er í senn sterk einstaklingsbundin tjáning.Eigið þið stóran aðdáendahóp, hverjir eru aðdáendur ykkar? Matthías: Metalhausar, börn á öllum aldri, Svíar, fólk með græna hanakamba. Miðaldra karlar með blæti og húsmæður. Klemens: Langömmur og langafar. Matthías: Rússar á Instagram. Klemens: Dóttir mín. Matthías: Vinstri sinnaðir Ísraelsmenn. Klemens: Þýskaland. Matthías: Allir sem skilja kaldhæðni.Þið hafið ekki komið til Ísraels. En fjölmiðlar þar eru mjög forvitnir um ykkur og þið voruð í stórri umfjöllun á næststærstu sjónvarpsstöð landsins nýlega. Ef þið verðið ekki kosnir áfram, ætlið þið samt að fara til Ísraels? Matthías: Við myndum vilja bera það undir Margréti Friðriksdóttur. Hvort við lýsum því yfir opinberlega.Hvað eruð þið að lesa, hver er ykkar andlega næring? Hvaðan spretta allar þessar hugmyndir? Klemens: Noam Chomsky, Yahya Hassan, Naomi Klein, Mark Fisher, Peaches og Elísabet Jökulsdóttir.Eruð þið trúaðir? Klemens: Já, ég trúi á æðri mátt. Matthías: Ég líka.Fyrirlítið þið Eurovision? Klemens: Nei. Matthías: Eurovision er vettvangur og það er val fólksins hvað á hann er sett. Klemens: Eurovision er fyrsti áfanginn í að knésetja kapítalismann. Matthías: Og gott verkfæri sem slíkt.Þið eruð verulega pólitískir? Matthías: Já, og það er þversögn að segja annað um Eurovison og annan listrænan vettvang?Hvað finnst ykkur fallegt? Hvað hreyfir við ykkur? Klemens: Dóttir mín.Hvað er hún gömul? Klemens: Hún er nítján mánaða gömul. Matthías: Það fallegasta í þessum heimi eru stór og rúmgóð bílastæði, grípandi auglýsingaherferðir á orkudrykkjum og hljóðið í útvarpinu þegar það segir manni hvað maður er að hlusta á: FM 95,7. Þetta er fuglasöngur, árstíðirnar og lífið sjálft.Þið eruð svolítið ólíkir? Er einhver togstreita í bandinu? (Löng þögn.) Klemens: Við erum sama manneskjan í grunninn. Matthías: Á meðal hugsandi fólks er alltaf togstreita. Við erum fædd í mótsögn við okkur sjálf.Að lokum, viljið þið segja eitthvað við lesendur sem eru að lesa þetta viðtal við ykkur? Klemens: Hatari er viðvörun. Þið ráðið hvort þið hlustið. Matthías: Ef forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, er að lesa þetta viðtal: Þá bíðum við enn þá eftir svari. Hann má skrifa okkur á hatari@hatari.is eða svikamyllaehf@svikamylla.is. Áskorunin um að mæta okkur í glímu stendur enn.Finnst ykkur best að útkljá málin þannig? Klemens: Það er ekkert sannara en heiðarleg glímukeppni. Matthías: Málin eru best útkljáð þannig. Okkur þóknast ekki ofbeldi.Hver eru gildin ykkar? Matthías: Drengskapur og gagnrýnin hugsun. (Og kynþokki, tuldrar Klemens ofan í bringuna.) Matthías: Við vonum að stjórnmálamenn um alla Evrópu sýni drengskap í hvívetna. Hlusti á gagnrýni og virði mat hlutlausra dómara á borð við Sameinuðu þjóðirnar. Um Hatara: Hatari hefur verið valin besta tónleikasveitin í tvö ár í röð í Reykjavik Grapevine. Þeir hafa vakið mikla athygli erlendis fyrir lag sitt Hatrið sigrar. Mikið áhorf er á myndband þeirra á Youtube, þeir fá fjölmargar athugasemdir og eru umræddir á ótal bloggum um Eurovision. Þá rötuðu þeir í sjónvarpið nýverið á annarri stærstu sjónvarpsstöð Ísrael þar sem til umfjöllunar var áskorun þeirra til Benjamin Netanyahu um að mæta þeim í glímu þann 19.maí næstkomandi. Rob Holley,Blaðamaður á breska blaðinu The Independant, hefur spáð Hatara sigri í aðalkeppninni í Ísrael. Í viðtali við Stundina fyrir nokkru sögðust strákarnir í Hatara gagnrýnir á ísraelsk stjórnvöld og þau mannréttindabrot sem eru framin í landinu. Þeir sögðu frálett að Ísland tæki þátt í Eurovision þegar keppnin er haldin í ríki sem traðki á mannréttindum. Úr því sem komið er verði þó Íslendingar að nota dagskrárvald sitt. „Við teljum okkur hafa annars konar vald, vald hirðfíflsins,“ sögðu þeir. „Hatari speglar samfélagið í dökkum skugga og viðvörunarorð þeirra eru skýr: bætið ykkur áður en það er oft seint og minningum samfélagsins um siðferðislega rotnun þess verður aðeins hóflega minnst.“ Segir í tónlistarbloggi á The Guardian um tónlist þeirra á Airwaves tónlistarhátíðinni. Hatari heldur úti einhvers konar falsfréttaáróðurssíðu, Icelandmusicnews.com. Þar eru eingöngu að finna fréttir um sveitina. Hatari á félagið Svikamylla ehf. Um tilgang félagsins segir: Niðurrifsstarfsemi á síðkapítalismanum, að eiga og reka fasteignir, miðla íslenskum og erlendum dómsdagskveðskap, margmiðlun, útgáfa, stunda innflutning og önnur verslunarviðskipti svo og lánastarfsemi.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira