Bjarni Ólafur: Mjög líklegt að ég sé hættur Smári Jökull Jónsson skrifar 16. febrúar 2019 12:22 Bjarni Ólafur segir líklegt að hann sé hættur í fótbolta. Vísri/arnþór Bjarni Ólafur Eiríksson leikmaður Íslandsmeistara Vals segir að hann sé líklega hættur að leika knattspyrnu. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna í þættinum Fótbolti.net á X-inu í hádeginu. „Ég er í fríi sem endar mjög líklega á því að ég hætti í fótbolta. Mér finnst frekar leiðinlegt þegar menn segjast vera hættir og koma svo stuttu seinna og segjast ekki vera hættir. Ég ákvað að segja að ég væri í fríi en það er mjög líklegt að ég sé hættur í fótbolta," sagði Bjarni Ólafur við þá Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson. „Ef svo fer að ég hætti þá geng ég mjög sáttur frá borði. Það verður örugglega mjög erfitt þegar fer að draga nær móti og maður sér Valsvélina fara að malla að vera ekki inná. Þetta er eitthvað sem ég hef ákveðið en frábært, á þessum síðustu árum, að ná tveimur Íslandsmeistaratitlum og tveimur bikarmeistaratitlum," en Bjarni Ólafur hefur verið lykilleikmaður í sigursælu liði Vals. Sögur hafa verið í gangi síðustu vikur og mánuði um að Bjarni myndi ekki leika með Val í sumar og í hlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football, kom fram sú saga að Bjarni myndi möguleika leika með Vestra í sumar. „Ég hef aldrei séð mig spila fyrir annað lið á Íslandi en Val. Ég hef alltaf spilað þar fyrir utan þessi tvö lönd sem ég hef spilað í. Framkvæmdastjóri Vestra hringdi í mig og spurði hvort þessi orðrómur sem hann heyrði væri réttur," sagði Bjarni Ólafur hlæjandi. „Ég sagði nei og að ég væri hættur. Ég á ættir að rekja vestur og það væri nú alveg stemmning," sagði Bjarni og bætti við að hann hefði ekki heyrt í neinum öðrum félögum. „Vestri er eina félagið sem ég hef heyrt í. Ég ætla ekki að loka á neinar dyr og er ekki búinn að segja að ég sé 100% hættur en það er samt mjög líklegt." Bjarni sagði að hugmyndin um að hætta væri ekki ný af nálinni. „Ég er búinn að vera að gæla við þetta í ansi mörg ár, alltaf verið að segja við sjálfan mig að þetta sé fínt. Það er auðvitað erfitt þegar gengur vel og er gaman.“ „Mér byrjaði að finnast í fyrra að þetta væri ennþá þyngra, aðeins minni gleði og áhugi á að mæta á æfingar. Síðan kláraðist tímabilið og ég byrjaði að spá í þessu. Ég ákvað að gefa þessu tækifæri og ætlaði að sjá hvort pásan eftir tímabilið myndi glæða áhugann aftur sem gerðist ekki.“ Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson stýra Valsliðinu og hafa fengið stuðning úr óvænri átt við að sannfæra Bjarna Ólaf um að halda áfram. „Í janúar fór ég og hitti Óla og Bjössa og tilkynnti þeim þetta. Konan mín hefur margoft sagt mér að halda áfram og klára samninginn. Hún hefur verið hörð á því og finnst að ég eigi eitthvað eftir. Það eru margar ástæður fyrir þessu. Þegar manni finnst ekki alveg jafn gaman að mæta á æfingar þá er þetta ekki þess virði.“ Bjarni Ólafur hefur leikið 315 leiki fyrir Val á ferlinum og skoraði í þeim 23 mörk. Þá hefur hann leikið með Silkeborg í Danmörku og Stabæk í Noregi auk þess að leika 21 A-landsleik. Pepsi Max-deild karla Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Bjarni Ólafur Eiríksson leikmaður Íslandsmeistara Vals segir að hann sé líklega hættur að leika knattspyrnu. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna í þættinum Fótbolti.net á X-inu í hádeginu. „Ég er í fríi sem endar mjög líklega á því að ég hætti í fótbolta. Mér finnst frekar leiðinlegt þegar menn segjast vera hættir og koma svo stuttu seinna og segjast ekki vera hættir. Ég ákvað að segja að ég væri í fríi en það er mjög líklegt að ég sé hættur í fótbolta," sagði Bjarni Ólafur við þá Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson. „Ef svo fer að ég hætti þá geng ég mjög sáttur frá borði. Það verður örugglega mjög erfitt þegar fer að draga nær móti og maður sér Valsvélina fara að malla að vera ekki inná. Þetta er eitthvað sem ég hef ákveðið en frábært, á þessum síðustu árum, að ná tveimur Íslandsmeistaratitlum og tveimur bikarmeistaratitlum," en Bjarni Ólafur hefur verið lykilleikmaður í sigursælu liði Vals. Sögur hafa verið í gangi síðustu vikur og mánuði um að Bjarni myndi ekki leika með Val í sumar og í hlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football, kom fram sú saga að Bjarni myndi möguleika leika með Vestra í sumar. „Ég hef aldrei séð mig spila fyrir annað lið á Íslandi en Val. Ég hef alltaf spilað þar fyrir utan þessi tvö lönd sem ég hef spilað í. Framkvæmdastjóri Vestra hringdi í mig og spurði hvort þessi orðrómur sem hann heyrði væri réttur," sagði Bjarni Ólafur hlæjandi. „Ég sagði nei og að ég væri hættur. Ég á ættir að rekja vestur og það væri nú alveg stemmning," sagði Bjarni og bætti við að hann hefði ekki heyrt í neinum öðrum félögum. „Vestri er eina félagið sem ég hef heyrt í. Ég ætla ekki að loka á neinar dyr og er ekki búinn að segja að ég sé 100% hættur en það er samt mjög líklegt." Bjarni sagði að hugmyndin um að hætta væri ekki ný af nálinni. „Ég er búinn að vera að gæla við þetta í ansi mörg ár, alltaf verið að segja við sjálfan mig að þetta sé fínt. Það er auðvitað erfitt þegar gengur vel og er gaman.“ „Mér byrjaði að finnast í fyrra að þetta væri ennþá þyngra, aðeins minni gleði og áhugi á að mæta á æfingar. Síðan kláraðist tímabilið og ég byrjaði að spá í þessu. Ég ákvað að gefa þessu tækifæri og ætlaði að sjá hvort pásan eftir tímabilið myndi glæða áhugann aftur sem gerðist ekki.“ Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson stýra Valsliðinu og hafa fengið stuðning úr óvænri átt við að sannfæra Bjarna Ólaf um að halda áfram. „Í janúar fór ég og hitti Óla og Bjössa og tilkynnti þeim þetta. Konan mín hefur margoft sagt mér að halda áfram og klára samninginn. Hún hefur verið hörð á því og finnst að ég eigi eitthvað eftir. Það eru margar ástæður fyrir þessu. Þegar manni finnst ekki alveg jafn gaman að mæta á æfingar þá er þetta ekki þess virði.“ Bjarni Ólafur hefur leikið 315 leiki fyrir Val á ferlinum og skoraði í þeim 23 mörk. Þá hefur hann leikið með Silkeborg í Danmörku og Stabæk í Noregi auk þess að leika 21 A-landsleik.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira