Fjölmargir leikir fóru fram í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu í Svíþjóð í dag. Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði fyrir Kristianstad í 3-0 sigri á Limhamn Bunkeflo.
Svava Rós gekk til liðs við Kristianstad í vetur en Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins. Hún skoraði annað mark liðsins í dag í 3-0 sigri. Sif Atladóttir lék allan leikinn fyrir Kristianstad og Andrea Thorisdóttir var í byrjunarliði Limhamn Bunkeflo.
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í vörn Rosengård sem vann 4-0 sigur á Kalmar. Þá var Anna Rakel Pétursdóttir sömuleiðis í byrjunarliði Linköping gegn Växjö. Lokatölur þar 1-1 þar sem Växjö jafnaði í uppbótartíma.
Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðrún Arnardóttir voru í byrjunarliði Djurgården sem vann 2-1 sigur á Uppsala þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma.
Fyrstu umferðir bikarkeppninnar eru leiknar í riðlum og þaðan komast liðin áfram í útsláttarkeppni.
Svava Rós skoraði í sænska bikarnum
Smári Jökull Jónsson skrifar

Mest lesið






Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi
Íslenski boltinn




Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls
Körfubolti