Þau hafa valið eyjuna Tagomago sem er lítil eyja í Miðjarðarhafinu. Eyjan er ekki nema 1,5 kílómetra löng og 113 metra breið. Ástæðan fyrir þessum stað er sú að þar fór Bale á skeljarnar á sínum tíma.
Eyjan er nálægt Ibiza og verða boðsgestirnir 150 allir fluttir yfir á bát frá Ibiza.
Parið ætlar ekki að láta þetta eina brúðkaup duga í sumar því önnur veisla verður haldin í Cardiff fyrir þá sem ekki komast á eyjuna. Um að gera að fagna svona viðburðum sem mest.
Þau ætluðu að gifta sig á Ítalíu síðasta sumar en faðir Rhys-Jones var í útistöðum við yfirvöld og því varð að finna nýjan dag.
