Nýtt verkefni SOS Barnaþorpanna um fjölskyldueflingu Heimsljós kynnir 19. febrúar 2019 11:00 Ljósmynd frá Filipsseyjum SOS Barnaþorpin. Utanríkisráðuneytið hefur veitt SOS Barnaþorpunum á Íslandi rúmlega 45 milljóna króna styrk til að fjármagna fjölskyldueflingu á Filippseyjum. Slík verkefni á vegum SOS á Íslandi eru því orðin þrjú talsins en samtökin eru þegar að styðja við bakið á sárafátækum barnafjölskyldum til að verða sjálfbærar í Eþíópíu og Perú. Mótframlag SOS fyrir verkefnið á Filippseyjum eru rúmar 11 milljónir króna sem fjármagnaðar eru af SOS-fjölskylduvinum, mánaðarlegum styrktaraðilum SOS á Íslandi.Verkefnasvæðið á Filippseyjum.Fjölskyldueflingin á Filippseyjum verður á Samar-eyju skammt frá SOS barnaþorpunum Calbayog og Tacloban. Það hefst 1. apríl næstkomandi og er til þriggja ára. Fram kemur á vef SOS Barnaþorpanna að verkefnið nái til 1800 barna og ungmenna „og snýst um klæðskerasniðna aðstoð til barnafjölskyldna sem eiga erfitt með að mæta þörfum barnanna og börnin eiga á hættu að missa forsjá foreldra sinna.“ Þar segir ennfremur að nærri 13 milljónir af 38 milljónum barna á Filippseyjum séu í fjölskyldum sem lifa undir fátæktarmörkum eða yfir 30% barnafjölskyldna. „Fátæktin gerir börn sérstaklega berskjöldið fyrir ógnum af ýmsu tagi og til að mynda er áætlað að um 300 þúsund börn séu fórnarlömb mansals.“ Einu fjölskyldueflingarverkefni á vegum SOS á Íslandi er nú þegar lokið með mjög góðum árangri í Gíneu Bissá. Verkefnið í Eþíópíu hófst í janúar 2018 og gengur framar vonum. Í Perú er verkefnið í yfirumsjón SOS í Noregi en með aðkomu SOS á Íslandi. SOS á Íslandi fjármagnar því þrjú fjölskyldueflingarverkefni í heiminum í dag.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent
Utanríkisráðuneytið hefur veitt SOS Barnaþorpunum á Íslandi rúmlega 45 milljóna króna styrk til að fjármagna fjölskyldueflingu á Filippseyjum. Slík verkefni á vegum SOS á Íslandi eru því orðin þrjú talsins en samtökin eru þegar að styðja við bakið á sárafátækum barnafjölskyldum til að verða sjálfbærar í Eþíópíu og Perú. Mótframlag SOS fyrir verkefnið á Filippseyjum eru rúmar 11 milljónir króna sem fjármagnaðar eru af SOS-fjölskylduvinum, mánaðarlegum styrktaraðilum SOS á Íslandi.Verkefnasvæðið á Filippseyjum.Fjölskyldueflingin á Filippseyjum verður á Samar-eyju skammt frá SOS barnaþorpunum Calbayog og Tacloban. Það hefst 1. apríl næstkomandi og er til þriggja ára. Fram kemur á vef SOS Barnaþorpanna að verkefnið nái til 1800 barna og ungmenna „og snýst um klæðskerasniðna aðstoð til barnafjölskyldna sem eiga erfitt með að mæta þörfum barnanna og börnin eiga á hættu að missa forsjá foreldra sinna.“ Þar segir ennfremur að nærri 13 milljónir af 38 milljónum barna á Filippseyjum séu í fjölskyldum sem lifa undir fátæktarmörkum eða yfir 30% barnafjölskyldna. „Fátæktin gerir börn sérstaklega berskjöldið fyrir ógnum af ýmsu tagi og til að mynda er áætlað að um 300 þúsund börn séu fórnarlömb mansals.“ Einu fjölskyldueflingarverkefni á vegum SOS á Íslandi er nú þegar lokið með mjög góðum árangri í Gíneu Bissá. Verkefnið í Eþíópíu hófst í janúar 2018 og gengur framar vonum. Í Perú er verkefnið í yfirumsjón SOS í Noregi en með aðkomu SOS á Íslandi. SOS á Íslandi fjármagnar því þrjú fjölskyldueflingarverkefni í heiminum í dag.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent