Blankfein fær ekki bónusinn strax Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. febrúar 2019 08:00 Lloyd Blankfein, fyrrverandi bankastjóri Goldman Sachs. Nordicphotos/Getty Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hefur ákveðið að fresta því að greiða fyrrverandi bankastjóranum Lloyd Blankfein og tveimur öðrum fyrrverandi stjórnendum bankans bónusa vegna rannsóknar yfirvalda á fjármálahneykslinu í kringum fjárfestingarsjóðinn 1MDB. Í tilkynningu frá stjórn fjárfestingarbankans kom fram að ákvarðanir er varða bónusgreiðslurnar yrðu ekki teknar „fyrr en frekari upplýsingar eru tiltækar“ um rannsókn málsins. Embætti ríkissaksóknara í Malasíu ákærði í desember Goldman Sachs og tvo bankamenn fyrir auðgunarbrot í tengslum við fjárfestingarsjóðinn sem var sem kunnugt er í eigu malasíska ríkisins. Bandaríski fjárfestingarbankinn þáði 600 milljónir dala í þóknanir fyrir að hafa séð um 6,5 milljarða dala sölu á skuldabréfum 1MDB en megnið af andvirði skuldabréfasölunnar rann meðal annars til malasískra embættis- og stjórnmálamanna í gegnum flókinn vef mútugreiðslna og peningaþvættis. Tim Leissner, fyrrverandi meðeigandi Goldman Sachs, hefur játað sök sína í málinu en bankinn hefur hins vegar þráfaldlega neitað sök. Þá hefur bankinn verið krafinn um greiðslu sekta upp á þrjá milljarða dala fyrir að hafa komið að stórfelldum fjárdrætti sem er talinn nema allt að 2,7 milljörðum dala. Auk Blankfeins mun Goldman Sachs fresta bónusgreiðslum til Mike Evans, sem sat meðal annars í stjórn bankans, og Michaels Sherwood, fyrrverandi yfirmanns alþjóðamála hjá bankanum. Í tilfellum Blankfeins og Evans nema greiðslurnar um sjö milljónum dala. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hefur ákveðið að fresta því að greiða fyrrverandi bankastjóranum Lloyd Blankfein og tveimur öðrum fyrrverandi stjórnendum bankans bónusa vegna rannsóknar yfirvalda á fjármálahneykslinu í kringum fjárfestingarsjóðinn 1MDB. Í tilkynningu frá stjórn fjárfestingarbankans kom fram að ákvarðanir er varða bónusgreiðslurnar yrðu ekki teknar „fyrr en frekari upplýsingar eru tiltækar“ um rannsókn málsins. Embætti ríkissaksóknara í Malasíu ákærði í desember Goldman Sachs og tvo bankamenn fyrir auðgunarbrot í tengslum við fjárfestingarsjóðinn sem var sem kunnugt er í eigu malasíska ríkisins. Bandaríski fjárfestingarbankinn þáði 600 milljónir dala í þóknanir fyrir að hafa séð um 6,5 milljarða dala sölu á skuldabréfum 1MDB en megnið af andvirði skuldabréfasölunnar rann meðal annars til malasískra embættis- og stjórnmálamanna í gegnum flókinn vef mútugreiðslna og peningaþvættis. Tim Leissner, fyrrverandi meðeigandi Goldman Sachs, hefur játað sök sína í málinu en bankinn hefur hins vegar þráfaldlega neitað sök. Þá hefur bankinn verið krafinn um greiðslu sekta upp á þrjá milljarða dala fyrir að hafa komið að stórfelldum fjárdrætti sem er talinn nema allt að 2,7 milljörðum dala. Auk Blankfeins mun Goldman Sachs fresta bónusgreiðslum til Mike Evans, sem sat meðal annars í stjórn bankans, og Michaels Sherwood, fyrrverandi yfirmanns alþjóðamála hjá bankanum. Í tilfellum Blankfeins og Evans nema greiðslurnar um sjö milljónum dala.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira