Átján ára strákur hjálpar Real Madrid að gleyma Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2019 18:15 Vinicius Junior. Vísir/Getty Vinicius Junior minnti vel á sig í El Clasico leiknum á móti Barcelona í spænska bikarnum í vikunni og margir í Madrid sjá hann nú fyrir sér sem framtíðarstórstjörnu félagsins. En hver er þetta? Hvernig fór átján ára strákur að því að stimpla sig inn í lið Evrópumeistara undanfarinna þriggja ára. BBC skoðaði aðeins betur þennan táning frá Brasilíu sem er að hjálpa Real Madrid að gleyma Cristiano Ronaldo. Vinicius Junior er fæddur í júlímánuði 2000 og var ekki orðinn sautján ára þegar Real Madrid keypti hann fyrir 38,7 milljónir punda frá Flamengo í Brasilíu. Þá hafði drengurinn samt aðeins spilað í samtals sautján mínútur í fullorðinsfótbolta. Vinicius Junior kom þó ekki til Madrídar fyrr en í júlí 2018 eða aðeins nokkrum dögum eftir að félagið seldi Cristiano Ronaldo til Juventus fyrir 99,2 milljónir punda. Þetta hefur vissulega verið mjög erfitt tímabil fyrir Real Madrid, lífið án Ronaldo hefur verið mjög krefjandi, en einn að ljósu punktunum er vissulega innkoma Vinicius Junior. Vinicius Junior er hæfileikaríkur fótboltamaður og spænski knattspyrnusérfræðingurinn Guillem Balague hefur miklar mætur á honum. „Í mínum augum þá sé ég báða Ronaldo í honum,“ sagði Guillem Balague við BBC. Báðir Ronaldo eru þá Cristiano Ronaldo annars vegar og Brasilíumaðurinn Ronaldo hins vegar. Það er ekki slæmt að vera líkt við tvo af bestu knattspyrnumönnum allra tíma.He was signed after playing just 17 minutes of senior football... Now, Real Madrid's Vinicius Junior is the talk of the Bernabeu. Here's why https://t.co/nQ2TcdIixjpic.twitter.com/wSPycvUawR — BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2019„Þegar hann hleypur með boltann, krafturinn, styrkurinn, hraðinn og stjórnunin á boltanum við fætur hans. Það er mjög líkt og því sem við sáum hjá Brasilíumanninum Ronaldo,“ sagði Guillem Balague. „Þetta þýðir samt ekki að hann verður eins góður og þeir því til þess þarf hann að hafa rétta hugarfarið, vinna vel í sínum málum, vera heppinn með meiðsli og fá trúna frá þjálfurum sínum,“ sagði Balague. Vinicius hefur skorað fjögur mörk fyrir Real Madrid síðan að hann lék sinn fyrsta leik 29. september síðastliðinn en hann hefur líka byggt upp góða samvinnu við Frakkann Karim Benzema. Brasilíumaðurinn er að leggja upp mikið af mörkum.8 - Vinícius Júnior ha participado en ocho goles con el @realmadrid en esta edición de la Copa del Rey (dos goles y seis asistencias), más que cualquier otro jugador de LaLiga. Titular. #ElClásicopic.twitter.com/zax2gpWcGM — OptaJose (@OptaJose) February 6, 2019„Samvinnan og skilningurinn á milli hans og Benzema er betri en á milli Bale og Frakkans. Þessir tveir, Benzema og Vinicius, hafa lífgað við Real Madrid liðið. Þegar Ronaldo fór þá átti þetta að verða árið hans Bale,“ sagði ítalski knattspyrnusérfræðingurinn Mina Rzouki við BBC. Það verður fróðlegt að fylgjast með þróun mála hjá Vinicius Junior. Hann hefur allt til alls til að verða einn sá besti í heimi og keppir kannski um það við menn eins og þá Kylian Mbappe og Anthony Martial. Hér má sjá alla úttekt BBC á Vinicius Junior.Vinicius Júnior en la Copa del Rey : - 6 partidos - 2 goles - 6 asistencias Tiene 18 años, es titular y es el jugador DISTINTO del Real Madrid. pic.twitter.com/BnV1nMvgKk — Fútbol (@Futbool_Fotos) January 31, 2019 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Vinicius Junior minnti vel á sig í El Clasico leiknum á móti Barcelona í spænska bikarnum í vikunni og margir í Madrid sjá hann nú fyrir sér sem framtíðarstórstjörnu félagsins. En hver er þetta? Hvernig fór átján ára strákur að því að stimpla sig inn í lið Evrópumeistara undanfarinna þriggja ára. BBC skoðaði aðeins betur þennan táning frá Brasilíu sem er að hjálpa Real Madrid að gleyma Cristiano Ronaldo. Vinicius Junior er fæddur í júlímánuði 2000 og var ekki orðinn sautján ára þegar Real Madrid keypti hann fyrir 38,7 milljónir punda frá Flamengo í Brasilíu. Þá hafði drengurinn samt aðeins spilað í samtals sautján mínútur í fullorðinsfótbolta. Vinicius Junior kom þó ekki til Madrídar fyrr en í júlí 2018 eða aðeins nokkrum dögum eftir að félagið seldi Cristiano Ronaldo til Juventus fyrir 99,2 milljónir punda. Þetta hefur vissulega verið mjög erfitt tímabil fyrir Real Madrid, lífið án Ronaldo hefur verið mjög krefjandi, en einn að ljósu punktunum er vissulega innkoma Vinicius Junior. Vinicius Junior er hæfileikaríkur fótboltamaður og spænski knattspyrnusérfræðingurinn Guillem Balague hefur miklar mætur á honum. „Í mínum augum þá sé ég báða Ronaldo í honum,“ sagði Guillem Balague við BBC. Báðir Ronaldo eru þá Cristiano Ronaldo annars vegar og Brasilíumaðurinn Ronaldo hins vegar. Það er ekki slæmt að vera líkt við tvo af bestu knattspyrnumönnum allra tíma.He was signed after playing just 17 minutes of senior football... Now, Real Madrid's Vinicius Junior is the talk of the Bernabeu. Here's why https://t.co/nQ2TcdIixjpic.twitter.com/wSPycvUawR — BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2019„Þegar hann hleypur með boltann, krafturinn, styrkurinn, hraðinn og stjórnunin á boltanum við fætur hans. Það er mjög líkt og því sem við sáum hjá Brasilíumanninum Ronaldo,“ sagði Guillem Balague. „Þetta þýðir samt ekki að hann verður eins góður og þeir því til þess þarf hann að hafa rétta hugarfarið, vinna vel í sínum málum, vera heppinn með meiðsli og fá trúna frá þjálfurum sínum,“ sagði Balague. Vinicius hefur skorað fjögur mörk fyrir Real Madrid síðan að hann lék sinn fyrsta leik 29. september síðastliðinn en hann hefur líka byggt upp góða samvinnu við Frakkann Karim Benzema. Brasilíumaðurinn er að leggja upp mikið af mörkum.8 - Vinícius Júnior ha participado en ocho goles con el @realmadrid en esta edición de la Copa del Rey (dos goles y seis asistencias), más que cualquier otro jugador de LaLiga. Titular. #ElClásicopic.twitter.com/zax2gpWcGM — OptaJose (@OptaJose) February 6, 2019„Samvinnan og skilningurinn á milli hans og Benzema er betri en á milli Bale og Frakkans. Þessir tveir, Benzema og Vinicius, hafa lífgað við Real Madrid liðið. Þegar Ronaldo fór þá átti þetta að verða árið hans Bale,“ sagði ítalski knattspyrnusérfræðingurinn Mina Rzouki við BBC. Það verður fróðlegt að fylgjast með þróun mála hjá Vinicius Junior. Hann hefur allt til alls til að verða einn sá besti í heimi og keppir kannski um það við menn eins og þá Kylian Mbappe og Anthony Martial. Hér má sjá alla úttekt BBC á Vinicius Junior.Vinicius Júnior en la Copa del Rey : - 6 partidos - 2 goles - 6 asistencias Tiene 18 años, es titular y es el jugador DISTINTO del Real Madrid. pic.twitter.com/BnV1nMvgKk — Fútbol (@Futbool_Fotos) January 31, 2019
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira