Myndaveisla frá forsýningu Arctic

Leikstjóri er Brasilíumaðurinn Joe Penna. Myndin segir frá manni sem er fastur á norðurheimskautinu. Hann á von á því að vera bjargað en þegar styttist í björgunina kemur slys í veg fyrir að af henni verði. Hann þarf að ákveða hvort hann eigi að halda til í búðum sínum þar sem hann er öruggur um sinn, eða leggja í mikla hættuför í von um að honum verði bjargað.
Leikkonan María Thelma Smáradóttir á að baki leik í þáttaröðinni Föngum og hefur verið að gera góða hluti í leiklistinni að undanförnu. Hún var að sjálfsögðu mætt á forsýninguna. Kvikmyndafyrirtækið Pegasus framleiðir myndina sem var að öllu leyti tekin upp hér á landi.
Sjá einnig:María segir Mads vera æðislegan og alveg lausan við stjörnustæla
Ljósmyndarinn Katrín Aagestad Gunnarsdóttir fangaði stemninguna á forsýningunni í gær og má sjá þær myndir hér að neðan.
Tengdar fréttir

Dásamlegt að geta bara búið til bíó
Kvikmyndastjarnan Mads Mikkelsen lauk nýverið við tökur á Íslandi á kvikmyndinni Arctic. Hann elskar hvernig Íslendingar vinna og þrátt fyrir velgengnina í Hollywood segir hann að það séu rokk og ról verkefni á borð við Arctic sem uppfylli drauma leikarans.

Mads Mikkelsen sagði ekki umboðsmönnum sínum frá því að hann væri á leið til Íslands til að taka upp mynd
Leikstjórinn vissi ekki að hægt væri að fá rafmagnshitaðan fatnað fyrr en hann kom til Íslands.

Mikkelsen segir James Bond hafa opnað honum annan heim
Danski stórleikarinn Mads Mikkelsen var sæmdur heiðursverðlaunum RIFF kvikmyndahátíðarinnar í Höfða í dag fyrir framúrskarandi framlag hans til leiklistarinnar.

Rosaleg á rauða dreglinum
Leikkonan María Thelma Smáradóttir birtist í Cannes í hátískukjólum og háum hælum ásamt stórstjörnunni Mads Mikkelsen en saman leika þau í myndinni Arctic sem tekin var upp hér á landi.

Fyrsta stiklan úr Arctic með Mads og Maríu þar sem Ísland er í aðalhlutverki
Nýjasta mynd danska leikarans Mads Mikkelsen verður frumsýnd í febrúar á þessu ári og ber hún heiti Arctic.