„Er Ellý ekki örugglega amma þín?“ Björk Eiðsdóttir skrifar 9. febrúar 2019 07:15 Sýningin sló strax í gegn og stundum mætti fólk allt að tveimur tímum áður en húsið var opnað, fjórum tímum fyrir sýningu, til að tryggja sér bestu sætin. Því var ákveðið að færa hana á Stóra sviðið. Grímur Bjarnason Aldrei hefur neitt verk verið sýnt jafn oft í Borgarleikhúsinu en það er Katrín Halldóra Sigurðardóttir sem fer með hlutverk Ellyjar og hefur í kvöld gert í 200 skipti. Katrín var fremur óþekkt þegar hún tók við hlutverkinu en nú hafa 95 þúsund manns séð hana á sviði svo það er varla raunin enn í dag. Katrín segist ekki hafa grunað hversu vinsæl sýningin yrði. „Ég vissi bara að fyrst ég sagði já við því að leika Elly þá þyrfti ég líka að gera það vel. Sýningin hefur þróast heilmikið á þessum tveimur árum þar sem Gísli Örn leikstjóri hefur fylgt henni vel eftir og við erum í rauninni enn að dunda okkur við að gera hana betri, það er ómetanlegt að fá að þróa sýningu í tvö ár samfleytt. Hlutverkið mitt og ég sjálf persónulega höfum þroskast mikið saman. Ég var svo ung og með litla reynslu þegar ég byrjaði að leika hana, en nú eru fleiri litir og dýpt og reynsla komin með manni á sviðið.“„Það eru 500 manns að bíða eftir þér!“ Katrín viðurkennir að auðvitað geti ekki allt gengið snurðulaust fyrir sig í svo mörgum sýningum og segir ýmislegt hafa gengið á. „Eftirminnilegast er samt þegar Björgvin Franz gleymdi sýningu. Hann er vanalega mættur snemma, eða um klukkan 18 eins og ég, og fyrst héldum við að hann væri seinn en þegar hann var ekki mættur klukkan 19.30 fórum við að hringja á fullu í hann og enginn svaraði. Þá hafði hann verið á fundi úti í bæ og akkúrat með símann á silent. Berglind konan hans náði loksins að rekja hvert hann fór og rauk inn á fundinn kl. 19.45 og kallaði á hann: „Það eru 500 manns að bíða eftir þér!“ Hann braut allar umferðarreglur á leiðinni upp í leikhús og var mættur 19.55 í hús og rauk í búning og inn á svið í fyrstu innkomu! Þetta var mikið stress en það rétt slapp.“Mótleikari Katrínar, Björgvin Franz, gleymdi eitt sinn sýningu sem skapaði örlítið stress í hópnum en allt fór þó vel á endanum.Grímur BjarnasonUpphaflega var sýningin á Litla sviði Borgarleikhússins en var svo færð á Stóra sviðið og segir Katrín það alls ekki hafa verið slæma breytingu. „Það var æðislegt að vera á litla sviðinu og upplifa klúbbastemninguna eins og hún var á þeim tíma sem Elly var að koma fram, það var mikil nánd við áhorfendur og ég var hrædd um að missa hana. En eftir að sýningin fór á Stóra sviðið sprakk hún út og stækkaði um mörg númer. Það vantar ekkert upp á nándina, það er allt til staðar og það er yndislegt að sýna hana á Stóra sviðinu fyrir allan þennan fjölda hvert kvöld.“„Sýningin á mig alla“ Elly hefur eðli málsins samkvæmt verið stór hluti af lífi Katrínar undanfarin tvö ár enda sýningar fjölmörg kvöld í viku hverri. „Líf mitt hefur snúist um þessa sýningu. Þó ég hafi ekki hitt hana þá finnst mér ég þekkja hana vel og hún er pottþétt þarna einhvers staðar með mér á sviðinu. Sýningin er þannig að hún á mig alla. Ég hef þurft að setja fjölmörg önnur verkefni á hakann. Á meðan ég er að sýna hana hefur hún algjöran forgang hjá mér og ég hef þurft að reikna út hverja viku eftir því hvernig sýningar eru – hvað ég gæti tekið að mér annað að gera meðfram, því röddin þarf alltaf að vera góð. Á sýningarhelgum er ég ekki að mæta mikið í afmæli og veislur seint á kvöldin þar sem ég þyrfti að beita röddinni, og þá yrði ég þreytt daginn eftir. Ég reyni að sofa mikið og hvílast og forðast pestir eins og heitan eldinn. Þetta hefur allt reynst mér vel því við höfum aldrei þurft að fella niður sýningu.“ Snertir sterka taug í þjóðinni Katrín segist mikið spurð út í sýninguna og segir gaman að heyra upplifun fólks. „Elly snertir svo sterka taug í þjóðinni og það er bara heiður að fá að leika þessa mögnuðu konu og syngja lögin hennar. Virkilega gaman að fólk sé ánægt. Ég er líka iðulega spurð að því hvort hún sé ekki örugglega amma mín!“ Eftir tveggja ára törn lýkur sýningum nú í mars og viðurkennir Katrín að því fylgi blendnar tilfinningar að skilja við sýninguna. „En ég hef það nú á tilfinningunni að ég muni aldrei almennilega kveðja Elly, hún verður alltaf með mér á einhvern hátt, nú tengjumst við svo sterkum böndum.“ Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Sjá meira
Aldrei hefur neitt verk verið sýnt jafn oft í Borgarleikhúsinu en það er Katrín Halldóra Sigurðardóttir sem fer með hlutverk Ellyjar og hefur í kvöld gert í 200 skipti. Katrín var fremur óþekkt þegar hún tók við hlutverkinu en nú hafa 95 þúsund manns séð hana á sviði svo það er varla raunin enn í dag. Katrín segist ekki hafa grunað hversu vinsæl sýningin yrði. „Ég vissi bara að fyrst ég sagði já við því að leika Elly þá þyrfti ég líka að gera það vel. Sýningin hefur þróast heilmikið á þessum tveimur árum þar sem Gísli Örn leikstjóri hefur fylgt henni vel eftir og við erum í rauninni enn að dunda okkur við að gera hana betri, það er ómetanlegt að fá að þróa sýningu í tvö ár samfleytt. Hlutverkið mitt og ég sjálf persónulega höfum þroskast mikið saman. Ég var svo ung og með litla reynslu þegar ég byrjaði að leika hana, en nú eru fleiri litir og dýpt og reynsla komin með manni á sviðið.“„Það eru 500 manns að bíða eftir þér!“ Katrín viðurkennir að auðvitað geti ekki allt gengið snurðulaust fyrir sig í svo mörgum sýningum og segir ýmislegt hafa gengið á. „Eftirminnilegast er samt þegar Björgvin Franz gleymdi sýningu. Hann er vanalega mættur snemma, eða um klukkan 18 eins og ég, og fyrst héldum við að hann væri seinn en þegar hann var ekki mættur klukkan 19.30 fórum við að hringja á fullu í hann og enginn svaraði. Þá hafði hann verið á fundi úti í bæ og akkúrat með símann á silent. Berglind konan hans náði loksins að rekja hvert hann fór og rauk inn á fundinn kl. 19.45 og kallaði á hann: „Það eru 500 manns að bíða eftir þér!“ Hann braut allar umferðarreglur á leiðinni upp í leikhús og var mættur 19.55 í hús og rauk í búning og inn á svið í fyrstu innkomu! Þetta var mikið stress en það rétt slapp.“Mótleikari Katrínar, Björgvin Franz, gleymdi eitt sinn sýningu sem skapaði örlítið stress í hópnum en allt fór þó vel á endanum.Grímur BjarnasonUpphaflega var sýningin á Litla sviði Borgarleikhússins en var svo færð á Stóra sviðið og segir Katrín það alls ekki hafa verið slæma breytingu. „Það var æðislegt að vera á litla sviðinu og upplifa klúbbastemninguna eins og hún var á þeim tíma sem Elly var að koma fram, það var mikil nánd við áhorfendur og ég var hrædd um að missa hana. En eftir að sýningin fór á Stóra sviðið sprakk hún út og stækkaði um mörg númer. Það vantar ekkert upp á nándina, það er allt til staðar og það er yndislegt að sýna hana á Stóra sviðinu fyrir allan þennan fjölda hvert kvöld.“„Sýningin á mig alla“ Elly hefur eðli málsins samkvæmt verið stór hluti af lífi Katrínar undanfarin tvö ár enda sýningar fjölmörg kvöld í viku hverri. „Líf mitt hefur snúist um þessa sýningu. Þó ég hafi ekki hitt hana þá finnst mér ég þekkja hana vel og hún er pottþétt þarna einhvers staðar með mér á sviðinu. Sýningin er þannig að hún á mig alla. Ég hef þurft að setja fjölmörg önnur verkefni á hakann. Á meðan ég er að sýna hana hefur hún algjöran forgang hjá mér og ég hef þurft að reikna út hverja viku eftir því hvernig sýningar eru – hvað ég gæti tekið að mér annað að gera meðfram, því röddin þarf alltaf að vera góð. Á sýningarhelgum er ég ekki að mæta mikið í afmæli og veislur seint á kvöldin þar sem ég þyrfti að beita röddinni, og þá yrði ég þreytt daginn eftir. Ég reyni að sofa mikið og hvílast og forðast pestir eins og heitan eldinn. Þetta hefur allt reynst mér vel því við höfum aldrei þurft að fella niður sýningu.“ Snertir sterka taug í þjóðinni Katrín segist mikið spurð út í sýninguna og segir gaman að heyra upplifun fólks. „Elly snertir svo sterka taug í þjóðinni og það er bara heiður að fá að leika þessa mögnuðu konu og syngja lögin hennar. Virkilega gaman að fólk sé ánægt. Ég er líka iðulega spurð að því hvort hún sé ekki örugglega amma mín!“ Eftir tveggja ára törn lýkur sýningum nú í mars og viðurkennir Katrín að því fylgi blendnar tilfinningar að skilja við sýninguna. „En ég hef það nú á tilfinningunni að ég muni aldrei almennilega kveðja Elly, hún verður alltaf með mér á einhvern hátt, nú tengjumst við svo sterkum böndum.“
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Sjá meira