Hið árlega Þorrablót Aftureldingar fór fram í íþróttahúsinu að Varmá á laugardaginn og mættu nokkru hundruð Mossfellingar í miklu fjöri.
Kynnir kvöldsins var golfarinn Þorsteinn Hallgrímsson og þótti hann standa sig sérstaklega vel.
Tríóð Kókos flutti nokkur vel valin lög fyrir gesti og Eurobandið með Regínu Ósk, Friðriki Ómari og Selmu Björns léku fyrir dansi.
Kjötbúðin sá um veislumatinn sem samanstóð af heitum og köldum þorramat ásamt heilgrilluðu lambalæri.
Hér að neðan má sjá myndir sem teknar voru á þorrablótinu en það var ljósmyndarinn Raggi Óla sem fangaði stemninguna.
Gleðin skein úr andliti Mosfellinga á þorrablótinu
