Stjana við frægustu dragdrottningar heims hér á landi Stefán Árni Pálsson skrifar 31. janúar 2019 12:30 Þær dragdrottningar sem taka þátt í 4 þáttaröðinni af All Star. RuPaul’s Drag Race er raunveruleikakeppnisþáttur þar sem leitað er að næstu drag súperstjörnu Ameríku. Fyrsta þáttaröðin var sýnd árið 2009 og hafa yfir tíu þáttaraðir farið í loftið síðan. Nú er aftur á móti í gangi fjórða þáttaröðin af RuPaul´s Drag Race All Stars þar sem bestu drottningarnar úr fyrri þáttaröðum keppa. Umsjónarmaður þáttanna er RuPaul Charles, ein þekktasta dragdrottning heims sem skaust upp á stjörnuhimininn á tíunda áratug síðustu aldar. Þátturinn hefur unnið Emmy verðlaun síðustu 3 ár og RuPaul hefur verið á lista hjá Time yfir 100 áhrifamestu manneskjur í heim. RuPaul komst í sviðsljósið á níunda áratuginum, meðal annars fyrir að dansa i myndbandinu við lagið Love Shack með hljómsveitinni The B-52 og skaust fljótt upp á frægðarhimininn fyrir að leika sér með kyntjáningu sína á næturklúbbum New York.Tvær á leiðinni til landsins Nokkur íslensk fyrirtæki munu gefa tveimur heppnum keppendum í þáttunum ferð til Íslands með öllu tilheyrandi. Drottningarnar sem vinna næstu „make over“ keppni í þáttunum. Eva María Þórarinsdóttir hjá Pink Iceland er spennt fyrir því að taka á móti drottningunum en hvernig komust þau í samband við forsvarsmenn þáttarins?„Íslenski fjöllistahópurinn Drag-Súgur sendi fjóra aðila til RuPaul’s DragCon í Los Angeles 2018. DragCon er fyrsta og stærsta drag-ráðstefna heims. Þar koma saman ýmsar stjörnur úr RuPaul’s Drag Race, drag-listafólk, goðsagnakenndir skemmtikraftar og að sjálfsögðu aðdáendur úr öllum heimshornum. Drag-Súgur, í samvinnu við Pink Iceland, Omnom Chocolate og WOW air, var þar með bás til að koma íslensku drag-senunni á framfæri fyrir allt þetta áhugasama fólk sem er að finna á DragCon,“ segir Eva. Hún segir að á básnum hafi verið boðið upp á gómsætt súkkulaði frá Omnom og risastórt happdrætti þar sem aðalvinningurinn var lúxusferð fyrir tvo til Íslands í boði allra styrktaraðilanna. „Fjölmargir stoppuðu á básnum, meðal annars Rozy Charles, systir hins eina sanna RuPaul, sem heillaðist þvílíkt af íslensku drottningunum og súkkulaðinu frá Omnom líkt og bróðir sinn. Þau voru ekki ein um það, því skömmu seinna átti leið hjá einn af framleiðendum RuPaul’s Drag Race þáttanna, og eftir smá smakk og spjall var hún orðin mjög spennt fyrir einhverskonar Íslands-samstarfi. Nokkrum vikum og tölvupóstum seinna var búið að setja saman ein stærstu verðlaun sem sést hafa í þáttunum, sem verða einmitt veitt í næsta þætti af RuPaul’s Drag Race All Stars 4,“segir Eva.Eigendur Pink Iceland Birna Hrönn Björnsdóttir, Hannes Páll Pálsson og Eva María Þórarinsdóttir Lange.Pink Iceland, WOW Air, Hilton Canopy Reykjavik, Drag-súgur, Omnom og ljósmyndarinn Kristín María tóku saman höndum til að gefa einn stærsta vinning sem gefinn hefur verið í þáttaröðinni. Hægt verður að sjá þáttinn á Loft Hostel á laugardaginn undir stjórn Gógó Starr frá Drag-Súgi, Lúxus upplifun á Íslandi er í verðlaun - Ferð fyrir tvær drottningar til Íslands:Lúxus sérferðir með Pink IcelandFlug með Wow AirGestgjafi frá Pink IcelandGisting á hinu glæsilega Canopy by Hilton Reykjavik í 4 næturMatur á glæsilegustu veitingastöðum landsinsSýning með Drag-Súgi með GógóStarr í fararbroddiSúkkulaðiupplifun með OmnomHeill ljósmyndadagur með Kristínu Maríu StefánsdótturPartý með heimafólkiEr þetta ekki góð auglýsing fyrir ykkur? „Jú. Vissulega. Þátturinn er mjög vinsæll og nær vel til okkar markhóps. Flestir gestir Pink Iceland horfa á RuPaul’s Drag Race og þetta er stór þáttur í okkar menningu. Þetta er í raun frábær auglýsing fyrir Ísland,“ segir Eva en frá stofnun Pink Iceland hafa þau unnið að því að koma Íslandi inn á hinsegin-ferðakortið. „Alla daga vinnum við að því að gera betur í því að taka á móti hinsegin ferðamönnum og þessi vinningur mun vonandi hjálpa okkur í þeirri vegferð. Svo er þetta líka persónulegur sigur fyrir okkur í Pink Iceland teyminu, DragSúg og fleiri sem hrærast og þrífast í hinsegin samfélaginu.“Bjarni og Sigurður með RuPaul sjálfum. Þar heldur hann á Omnom súkkulaði og var mjög hrifinn af.Pink Iceland hefur staðið fyrir fjölmörgum dragkvöldum þar sem frægar drottningar eru fluttar inn til að koma fram.Íslendingar farnir að fylgjast með „Þetta byrjaði þegar ég var formaður Hinsegin daga í Reykjavík (Reykjavik Pride) og 2014 fengum við Willam til að koma til að skemmta á hátíðinni. Svo 2015 hafði vinkona okkar Ragnheiður Hanson frá RR Ltd samband við okkur og vildi flytja til landsins RuPaul’s Drag Race: Battle of the Seasons. Það árið fengum við til okkar Adore Delano, Alaska 5000, Ivy Winters, Jinkx Monsoon, Pandora Boxx & Sharon Needles. Á þessum tíma var ekki byrjað að sýna þættina á Netflix og almennt voru Íslendingar ekki mikið inn í þessum RuPaul heimi en það hefur breyst töluvert síðan þá.“ Eva segir að næsta dragdrottning sem sé á leiðinni sé Detox. „Detox var á leiðinni til landsins í slökunarferð og kynntum við henni vel enda ferðaðist hún um landið með okkur í Pink Iceland. Það sem stóð upp úr hjá henni var krafturinn í náttúru og fólki landsins - hápunktur dvalarinnar hjá henni var að fara á sýningu hjá DragSúgi og matarboð með okkur eigendum Pink Iceland í heimahúsi. Í framhaldinu kom hún að skemmta á Hinsegin dögum 2018 og er á leiðinni til okkar aftur í mars á vetrarhátíðinni Rainbow Reykjavik. Hún verður gestgjafi á árlega ballinu okkar Pink Masquerade Party þann 9. mars. Í boði verða svokallaðir “meet & greet” miðar þar sem gestum býðst að hitta drottninguna í eigin persónu, fá myndir af sér með henni og kynnast henni aðeins áður en haldið er á dansgólfið. Það eru 6 drottningar eftir í þáttunum sem stendur- einhverjar tvær munu vinna ferðavinninginn til Íslands.Naomi Smalls - 1,2M followers á InstagramManila Luzon - 880K followers á InstagramLatrice Royale - 767K followers á InstagramTrinity The Tuck - 700K followers á InstagramMonét X Change - 567K followers á InstagramMonique Heart - 386K followers á Instagram Bíó og sjónvarp Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Sjá meira
RuPaul’s Drag Race er raunveruleikakeppnisþáttur þar sem leitað er að næstu drag súperstjörnu Ameríku. Fyrsta þáttaröðin var sýnd árið 2009 og hafa yfir tíu þáttaraðir farið í loftið síðan. Nú er aftur á móti í gangi fjórða þáttaröðin af RuPaul´s Drag Race All Stars þar sem bestu drottningarnar úr fyrri þáttaröðum keppa. Umsjónarmaður þáttanna er RuPaul Charles, ein þekktasta dragdrottning heims sem skaust upp á stjörnuhimininn á tíunda áratug síðustu aldar. Þátturinn hefur unnið Emmy verðlaun síðustu 3 ár og RuPaul hefur verið á lista hjá Time yfir 100 áhrifamestu manneskjur í heim. RuPaul komst í sviðsljósið á níunda áratuginum, meðal annars fyrir að dansa i myndbandinu við lagið Love Shack með hljómsveitinni The B-52 og skaust fljótt upp á frægðarhimininn fyrir að leika sér með kyntjáningu sína á næturklúbbum New York.Tvær á leiðinni til landsins Nokkur íslensk fyrirtæki munu gefa tveimur heppnum keppendum í þáttunum ferð til Íslands með öllu tilheyrandi. Drottningarnar sem vinna næstu „make over“ keppni í þáttunum. Eva María Þórarinsdóttir hjá Pink Iceland er spennt fyrir því að taka á móti drottningunum en hvernig komust þau í samband við forsvarsmenn þáttarins?„Íslenski fjöllistahópurinn Drag-Súgur sendi fjóra aðila til RuPaul’s DragCon í Los Angeles 2018. DragCon er fyrsta og stærsta drag-ráðstefna heims. Þar koma saman ýmsar stjörnur úr RuPaul’s Drag Race, drag-listafólk, goðsagnakenndir skemmtikraftar og að sjálfsögðu aðdáendur úr öllum heimshornum. Drag-Súgur, í samvinnu við Pink Iceland, Omnom Chocolate og WOW air, var þar með bás til að koma íslensku drag-senunni á framfæri fyrir allt þetta áhugasama fólk sem er að finna á DragCon,“ segir Eva. Hún segir að á básnum hafi verið boðið upp á gómsætt súkkulaði frá Omnom og risastórt happdrætti þar sem aðalvinningurinn var lúxusferð fyrir tvo til Íslands í boði allra styrktaraðilanna. „Fjölmargir stoppuðu á básnum, meðal annars Rozy Charles, systir hins eina sanna RuPaul, sem heillaðist þvílíkt af íslensku drottningunum og súkkulaðinu frá Omnom líkt og bróðir sinn. Þau voru ekki ein um það, því skömmu seinna átti leið hjá einn af framleiðendum RuPaul’s Drag Race þáttanna, og eftir smá smakk og spjall var hún orðin mjög spennt fyrir einhverskonar Íslands-samstarfi. Nokkrum vikum og tölvupóstum seinna var búið að setja saman ein stærstu verðlaun sem sést hafa í þáttunum, sem verða einmitt veitt í næsta þætti af RuPaul’s Drag Race All Stars 4,“segir Eva.Eigendur Pink Iceland Birna Hrönn Björnsdóttir, Hannes Páll Pálsson og Eva María Þórarinsdóttir Lange.Pink Iceland, WOW Air, Hilton Canopy Reykjavik, Drag-súgur, Omnom og ljósmyndarinn Kristín María tóku saman höndum til að gefa einn stærsta vinning sem gefinn hefur verið í þáttaröðinni. Hægt verður að sjá þáttinn á Loft Hostel á laugardaginn undir stjórn Gógó Starr frá Drag-Súgi, Lúxus upplifun á Íslandi er í verðlaun - Ferð fyrir tvær drottningar til Íslands:Lúxus sérferðir með Pink IcelandFlug með Wow AirGestgjafi frá Pink IcelandGisting á hinu glæsilega Canopy by Hilton Reykjavik í 4 næturMatur á glæsilegustu veitingastöðum landsinsSýning með Drag-Súgi með GógóStarr í fararbroddiSúkkulaðiupplifun með OmnomHeill ljósmyndadagur með Kristínu Maríu StefánsdótturPartý með heimafólkiEr þetta ekki góð auglýsing fyrir ykkur? „Jú. Vissulega. Þátturinn er mjög vinsæll og nær vel til okkar markhóps. Flestir gestir Pink Iceland horfa á RuPaul’s Drag Race og þetta er stór þáttur í okkar menningu. Þetta er í raun frábær auglýsing fyrir Ísland,“ segir Eva en frá stofnun Pink Iceland hafa þau unnið að því að koma Íslandi inn á hinsegin-ferðakortið. „Alla daga vinnum við að því að gera betur í því að taka á móti hinsegin ferðamönnum og þessi vinningur mun vonandi hjálpa okkur í þeirri vegferð. Svo er þetta líka persónulegur sigur fyrir okkur í Pink Iceland teyminu, DragSúg og fleiri sem hrærast og þrífast í hinsegin samfélaginu.“Bjarni og Sigurður með RuPaul sjálfum. Þar heldur hann á Omnom súkkulaði og var mjög hrifinn af.Pink Iceland hefur staðið fyrir fjölmörgum dragkvöldum þar sem frægar drottningar eru fluttar inn til að koma fram.Íslendingar farnir að fylgjast með „Þetta byrjaði þegar ég var formaður Hinsegin daga í Reykjavík (Reykjavik Pride) og 2014 fengum við Willam til að koma til að skemmta á hátíðinni. Svo 2015 hafði vinkona okkar Ragnheiður Hanson frá RR Ltd samband við okkur og vildi flytja til landsins RuPaul’s Drag Race: Battle of the Seasons. Það árið fengum við til okkar Adore Delano, Alaska 5000, Ivy Winters, Jinkx Monsoon, Pandora Boxx & Sharon Needles. Á þessum tíma var ekki byrjað að sýna þættina á Netflix og almennt voru Íslendingar ekki mikið inn í þessum RuPaul heimi en það hefur breyst töluvert síðan þá.“ Eva segir að næsta dragdrottning sem sé á leiðinni sé Detox. „Detox var á leiðinni til landsins í slökunarferð og kynntum við henni vel enda ferðaðist hún um landið með okkur í Pink Iceland. Það sem stóð upp úr hjá henni var krafturinn í náttúru og fólki landsins - hápunktur dvalarinnar hjá henni var að fara á sýningu hjá DragSúgi og matarboð með okkur eigendum Pink Iceland í heimahúsi. Í framhaldinu kom hún að skemmta á Hinsegin dögum 2018 og er á leiðinni til okkar aftur í mars á vetrarhátíðinni Rainbow Reykjavik. Hún verður gestgjafi á árlega ballinu okkar Pink Masquerade Party þann 9. mars. Í boði verða svokallaðir “meet & greet” miðar þar sem gestum býðst að hitta drottninguna í eigin persónu, fá myndir af sér með henni og kynnast henni aðeins áður en haldið er á dansgólfið. Það eru 6 drottningar eftir í þáttunum sem stendur- einhverjar tvær munu vinna ferðavinninginn til Íslands.Naomi Smalls - 1,2M followers á InstagramManila Luzon - 880K followers á InstagramLatrice Royale - 767K followers á InstagramTrinity The Tuck - 700K followers á InstagramMonét X Change - 567K followers á InstagramMonique Heart - 386K followers á Instagram
Bíó og sjónvarp Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Sjá meira