Ísköld eru kvennaráð Þórarinn Þórarinsson skrifar 31. janúar 2019 11:45 Rachel Weisz og Olivia Colman fara með himinskautum í The Favourite og lyfta myndinni upp í hæstu hæðir. Óskarsverðlaunin eru síður en svo óskeikull mælikvarði á gæði kvikmynda. Ef svo væri hefðu til dæmis Shakespeare in Love, Gladiator og Chicago aldrei fengið verðlaunin fyrir bestu myndina. Þetta breytir því svo aftur ekki að The Favourite stendur undir öllum almennum kröfum og væntingum til „Óskarsverðlaunamynda“ og verðskuldar allar sínar tíu tilnefningar. Og við megum víst þakka Óskarnum fyrir að geta séð myndina í kvikmyndahúsi á Íslandi þar sem hún þótti ekki líkleg til þess að standa undir nema örfáum sýningum áður en Óskarinn varpaði sínum dýrðarljóma á hana með tilnefningunum tíu. The Favourite er mikið og margbrotið furðuverk; aristókratískt búningadrama, kaldhæðin kómedía og óvægin sálfræðistúdía sem sýnir átakanlega hvernig mennskan víkur þegar þráin eftir völdum, peningum, áhrifum og skilyrðislausri náð í augum valdsins eitrar hjörtu manna. Sögusviðið er England í upphafi 18. aldar þar sem Anna drottning ríkir, veik á sál og líkama. Hún treystir alfarið á aldavinkonu sína Söru Churchill sem ekki aðeins sinnir drottningunni sjálfri heldur ekki síður rekstri konungdæmisins. Stríðsbrölt Englendinga og Frakka tekur stöðugt meiri tíma frá Söru sem stígur pólitískan darraðardans við karlaveldið við hirðina af mikilli list.Oliva Colman hefur hægt og bítandi fikrað sig frá bresku sjónvarpsgríni upp í hádramatískar hæðir og toppar í The Favourite. Húnhefur þegar landað Golden Globe-verðlaununum og Óskarinn er innan seilingar. Fréttablaðið/GettyÞá sætir ung frænka Söru, Abigail, færis og verður eftirlæti drottningarinnar. Stúlkan sú er heillum horfin aðalskona sem er komin á lægsta plan eftir gjaldþrot föður síns en er tilbúin til að beita öllum brögðum til þess að öðlast fyrri virðingarsess. Sara vill vitaskuld engin hornkerling vera og pakkar í þétta vörn í mikilli refskák um hylli drottningar sem eins og vera ber fer í allar áttir þannig að ekki er á vísan að róa. Hennar hátign er að springa af innri harmi eftir að hafa fætt fjölda andvana barna undir erfingjapressunni og er svo tæp andlega að hún sveiflast öfgakennt á milli hlýju og freku, gleði og sorgar. Hinar konurnar tvær reyna að stíga ölduna og gera út á skapgerðarbresti drottningar með misjöfnum árangri og fljótt verður ljóst að enginn verður sigurvegari í þeim hildarleik. Olivia Colman nýtur sín í botn í bitastæðu hlutverki drottningarinnar og sýnir frábær tilþrif í þvottekta Óskarsverðlaunahlutverki. Emma Stone hefur aldrei verið betri en sem Abigail og skilar sannfærandi tálkvendi, síður en svo öll þar sem hún er séð. Þessar tvær njóta þess báðar að hlutverk þeirra bjóða upp á heilmikil tilþrif en skyggja þó ekki á Rachel Weisz sem er hreint úr sagt stórkostleg í yfirvegaðri túlkun sinni á Söru sem staðföst stendur vörð um það sem henni er kærast þótt tilfinningarnar ólgi undir köldu yfirborðinu.Rachel Weisz er hörkutól í karlaveldi 18. aldar og skautar allan tilfinningaskalann af mikilli list.Feðraveldið í spéspegli Á meðan konurnar plotta eru karlarnir í sínu stríðsbrölti og ósköp eru þeir nú máttlausir með sínar hárkollur og hallærislega andlitsfarða á gullöld feðraveldisins. Þeir mega sín enda ekki mikils gegn Söru og Abigail sem hertaka í raun hefðbundin karlhlutverk; skjóta dúfur, ríða klofvega, sparka í punga og rífa slíkan klámkjaft að þær myndu smellpassa í Klaustursfyllerí á öndverðri 21. öldinni. Það besta við þessi kynhlutverkaskipti er síðan sú sorglega staðreynd að það er enginn góður í þessari mynd, hvorki konur né karlar. Allt er þetta bara fólk sem lætur stjórnast af hvötum sínum og hver og ein kvennanna þriggja hefur sínar ástæður fyrir því að gera það sem hún gerir. Það mætti skrifa langt mál um hversu mögnuð The Favourite er en hún hefur komið svo miklu moldviðri á huga minn að ég eiginlega get bara skrifað um hversu erfitt að er koma tilfinningunum sem hún vekur í orð. Betri meðmæli er að vísu varla hægt að gefa bíómyndum enda segir það miklu meira en haugur af gullstyttum um gæði þeirra ef þær hafa slík áhrif á áhorfandann að hann getur ekki hætt að hugsa um þær.Emma Stone er ekki öll þar sem hún er séð og undir fögru skinni leynist kona sem ekki er gott að lenda í klónum á.The Favourite er þannig mynd og eitt af því sem er svo skemmtilega sérstakt og klikkað við hana er að um leið og hún gerir stólpagrín að karlaveldinu sýnir hún konur sem eru jafn ofurseldar mannlegum löstum sem yfirleitt eru tengdir eitraðri karlmennsku; valdabrölt, losta og sérstaklega grimmd, með vænum slatta af meðvirkni. Þetta er mynd um konur sem eru eiginlega algjörlega handan feðraveldisins og ómögulegt að klessa á hana stöðluðum merkimiðum femínisma, feðraveldis, kvenfyrirlitningar eða karlhaturs. The Favourite er marghöfða og heillandi skrímsli sem erfitt að er að ná tökum á og það gerir hana jafn brjálæðislega góða og töff og raun ber vitni.The Favourite er heillandi og á köflum súrrealísk upplifun. Frábærlega leikið búningadrama og karakterstúdía sem talar frá 18. öld beint til samtímans og hlífir engum á meðan hún skemmtir öllum. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Óskarsverðlaunin eru síður en svo óskeikull mælikvarði á gæði kvikmynda. Ef svo væri hefðu til dæmis Shakespeare in Love, Gladiator og Chicago aldrei fengið verðlaunin fyrir bestu myndina. Þetta breytir því svo aftur ekki að The Favourite stendur undir öllum almennum kröfum og væntingum til „Óskarsverðlaunamynda“ og verðskuldar allar sínar tíu tilnefningar. Og við megum víst þakka Óskarnum fyrir að geta séð myndina í kvikmyndahúsi á Íslandi þar sem hún þótti ekki líkleg til þess að standa undir nema örfáum sýningum áður en Óskarinn varpaði sínum dýrðarljóma á hana með tilnefningunum tíu. The Favourite er mikið og margbrotið furðuverk; aristókratískt búningadrama, kaldhæðin kómedía og óvægin sálfræðistúdía sem sýnir átakanlega hvernig mennskan víkur þegar þráin eftir völdum, peningum, áhrifum og skilyrðislausri náð í augum valdsins eitrar hjörtu manna. Sögusviðið er England í upphafi 18. aldar þar sem Anna drottning ríkir, veik á sál og líkama. Hún treystir alfarið á aldavinkonu sína Söru Churchill sem ekki aðeins sinnir drottningunni sjálfri heldur ekki síður rekstri konungdæmisins. Stríðsbrölt Englendinga og Frakka tekur stöðugt meiri tíma frá Söru sem stígur pólitískan darraðardans við karlaveldið við hirðina af mikilli list.Oliva Colman hefur hægt og bítandi fikrað sig frá bresku sjónvarpsgríni upp í hádramatískar hæðir og toppar í The Favourite. Húnhefur þegar landað Golden Globe-verðlaununum og Óskarinn er innan seilingar. Fréttablaðið/GettyÞá sætir ung frænka Söru, Abigail, færis og verður eftirlæti drottningarinnar. Stúlkan sú er heillum horfin aðalskona sem er komin á lægsta plan eftir gjaldþrot föður síns en er tilbúin til að beita öllum brögðum til þess að öðlast fyrri virðingarsess. Sara vill vitaskuld engin hornkerling vera og pakkar í þétta vörn í mikilli refskák um hylli drottningar sem eins og vera ber fer í allar áttir þannig að ekki er á vísan að róa. Hennar hátign er að springa af innri harmi eftir að hafa fætt fjölda andvana barna undir erfingjapressunni og er svo tæp andlega að hún sveiflast öfgakennt á milli hlýju og freku, gleði og sorgar. Hinar konurnar tvær reyna að stíga ölduna og gera út á skapgerðarbresti drottningar með misjöfnum árangri og fljótt verður ljóst að enginn verður sigurvegari í þeim hildarleik. Olivia Colman nýtur sín í botn í bitastæðu hlutverki drottningarinnar og sýnir frábær tilþrif í þvottekta Óskarsverðlaunahlutverki. Emma Stone hefur aldrei verið betri en sem Abigail og skilar sannfærandi tálkvendi, síður en svo öll þar sem hún er séð. Þessar tvær njóta þess báðar að hlutverk þeirra bjóða upp á heilmikil tilþrif en skyggja þó ekki á Rachel Weisz sem er hreint úr sagt stórkostleg í yfirvegaðri túlkun sinni á Söru sem staðföst stendur vörð um það sem henni er kærast þótt tilfinningarnar ólgi undir köldu yfirborðinu.Rachel Weisz er hörkutól í karlaveldi 18. aldar og skautar allan tilfinningaskalann af mikilli list.Feðraveldið í spéspegli Á meðan konurnar plotta eru karlarnir í sínu stríðsbrölti og ósköp eru þeir nú máttlausir með sínar hárkollur og hallærislega andlitsfarða á gullöld feðraveldisins. Þeir mega sín enda ekki mikils gegn Söru og Abigail sem hertaka í raun hefðbundin karlhlutverk; skjóta dúfur, ríða klofvega, sparka í punga og rífa slíkan klámkjaft að þær myndu smellpassa í Klaustursfyllerí á öndverðri 21. öldinni. Það besta við þessi kynhlutverkaskipti er síðan sú sorglega staðreynd að það er enginn góður í þessari mynd, hvorki konur né karlar. Allt er þetta bara fólk sem lætur stjórnast af hvötum sínum og hver og ein kvennanna þriggja hefur sínar ástæður fyrir því að gera það sem hún gerir. Það mætti skrifa langt mál um hversu mögnuð The Favourite er en hún hefur komið svo miklu moldviðri á huga minn að ég eiginlega get bara skrifað um hversu erfitt að er koma tilfinningunum sem hún vekur í orð. Betri meðmæli er að vísu varla hægt að gefa bíómyndum enda segir það miklu meira en haugur af gullstyttum um gæði þeirra ef þær hafa slík áhrif á áhorfandann að hann getur ekki hætt að hugsa um þær.Emma Stone er ekki öll þar sem hún er séð og undir fögru skinni leynist kona sem ekki er gott að lenda í klónum á.The Favourite er þannig mynd og eitt af því sem er svo skemmtilega sérstakt og klikkað við hana er að um leið og hún gerir stólpagrín að karlaveldinu sýnir hún konur sem eru jafn ofurseldar mannlegum löstum sem yfirleitt eru tengdir eitraðri karlmennsku; valdabrölt, losta og sérstaklega grimmd, með vænum slatta af meðvirkni. Þetta er mynd um konur sem eru eiginlega algjörlega handan feðraveldisins og ómögulegt að klessa á hana stöðluðum merkimiðum femínisma, feðraveldis, kvenfyrirlitningar eða karlhaturs. The Favourite er marghöfða og heillandi skrímsli sem erfitt að er að ná tökum á og það gerir hana jafn brjálæðislega góða og töff og raun ber vitni.The Favourite er heillandi og á köflum súrrealísk upplifun. Frábærlega leikið búningadrama og karakterstúdía sem talar frá 18. öld beint til samtímans og hlífir engum á meðan hún skemmtir öllum.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira