Utanríkisráðuneytið úthlutar 213 milljónum til verkefna félagasamtaka Heimsljós kynnir 31. janúar 2019 15:45 Frá Úganda GSal Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að úthluta alls um 213 milljónum króna til verkefna félagasamtaka á sviði þróunarsamvinnu og mannúðarverkefna. Forsagan er sú að í byrjun nóvember 2018 auglýsti ráðuneytið eftir umsóknum frá félagasamtökum um styrki til mannúðar- og þróunarsamvinnuverkefna þar sem fram kom að allt að 350 milljónir króna væru til úthlutunar. „Ráðuneytið hefur leitast eftir því að fjölga samstarfsaðilum í þróunarsamvinnu og í mannúðarverkefnum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Samstarf við félagasamtök er mikilvægt á þessu sviði enda búa félögin yfir mikilli þekkingu á málaflokknum og hafa víðtæk tengsl við grasrótarsamtök í viðtökuríkjunum.“ Í auglýsingu vegna þróunarsamvinnuverkefna kom fram að veitt yrðu framlög til verkefna er koma til framkvæmda í lág- og lágmillitekjuríkjum, og að sérstaklega yrði litið til verkefna með skírskotun til mannréttinda og samstarfs við atvinnulífið. Vegna mannúðarverkefna var tekið fram að sérstaklega yrði litið til verkefna sem svara neyðarköllum og áætlunum Sameinuðu þjóðanna vegna ástandsins í Sýrlandi. Alls bárust 14 styrkumsóknir vegna þróunarsamvinnuverkefna frá níu samtökum að heildarupphæð 465.755.354 krónur, þar af 261.086.565 krónur til greiðslu árið 2019. Þrjár umsóknir voru vegna nýliðaverkefna, sjö vegna styttri þróunarsamvinnuverkefna og fjórar vegna langtímaverkefna. Jafnframt bárust sex umsóknir frá þremur félagasamtökum um styrki til mannúðarverkefna að heildarupphæð 119.002.997 krónur. Ráðuneytið hefur ákveðið að samþykkja sex styrkumsóknir til þróunarsamvinnuverkefna að heildarupphæð 93,8 m.kr. og allar sex styrkumsóknirnar vegna mannúðarverkefna. Verkefnin sem njóta stuðnings ráðuneytisins að þessu sinni eru eftirfarandi:Stómasamtök Íslands - Nýliðaverkefni til stuðnings við stómaþega í Simbabve - 1.600.000 kr.Women Power - Nýliðaverkefni til valdeflingar kvenna og nýsköpunar í Tansaníu - 4.000.000 kr.Barnaheill - Styttra verkefni til undirbúnings langtímaþróunarsamvinnuverkefnis í Úganda - 3.238.320 kr.Samband íslenskra kristniboðsfélaga - Styttra verkefni til lokafrágangs skrifstofubyggingar skólans í Propoi, Kenía - 8.805.600 kr.Rauði krossinn á Íslandi - Styttra verkefni, samfélagsdrifið heilbrigðisverkefni í Síerra Leóne - 30.712.611 kr.SOS Barnaþorpin á Íslandi - Langtímaverkefni til þriggja ára til fjölskyldueflingar á Filippseyjum - 45.460.656 kr.Barnaheill - Styrkur fyrir neyðaraðstoð fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Jemen - 19.570.000 kr.SOS Barnaþorpin á Íslandi - Aðstoð við flóttafólk frá Venesúela í Kólumbíu - 19.432.997 kr.Hjálparstarf kirkjunnar - Mannúðaraðstoð vegna neyðar í Írak - 20.000.000 kr.Hjálparstarf kirkjunnar - Mannúðaraðstoð vegna neyðar í Suður-Súdan - 20.000.000 kr.Hjálparstarf kirkjunnar - Mannúðaraðstoð vegna átakanna í Sýrlandi - 20.000.000 kr.Hjálparstarf kirkjunnar - Mannúðaraðstoð vegna jarðskjálfta og flóðbylgju í Mið-Sulawesi héraði í Indónesíu - 20.000.000 kr.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent
Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að úthluta alls um 213 milljónum króna til verkefna félagasamtaka á sviði þróunarsamvinnu og mannúðarverkefna. Forsagan er sú að í byrjun nóvember 2018 auglýsti ráðuneytið eftir umsóknum frá félagasamtökum um styrki til mannúðar- og þróunarsamvinnuverkefna þar sem fram kom að allt að 350 milljónir króna væru til úthlutunar. „Ráðuneytið hefur leitast eftir því að fjölga samstarfsaðilum í þróunarsamvinnu og í mannúðarverkefnum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Samstarf við félagasamtök er mikilvægt á þessu sviði enda búa félögin yfir mikilli þekkingu á málaflokknum og hafa víðtæk tengsl við grasrótarsamtök í viðtökuríkjunum.“ Í auglýsingu vegna þróunarsamvinnuverkefna kom fram að veitt yrðu framlög til verkefna er koma til framkvæmda í lág- og lágmillitekjuríkjum, og að sérstaklega yrði litið til verkefna með skírskotun til mannréttinda og samstarfs við atvinnulífið. Vegna mannúðarverkefna var tekið fram að sérstaklega yrði litið til verkefna sem svara neyðarköllum og áætlunum Sameinuðu þjóðanna vegna ástandsins í Sýrlandi. Alls bárust 14 styrkumsóknir vegna þróunarsamvinnuverkefna frá níu samtökum að heildarupphæð 465.755.354 krónur, þar af 261.086.565 krónur til greiðslu árið 2019. Þrjár umsóknir voru vegna nýliðaverkefna, sjö vegna styttri þróunarsamvinnuverkefna og fjórar vegna langtímaverkefna. Jafnframt bárust sex umsóknir frá þremur félagasamtökum um styrki til mannúðarverkefna að heildarupphæð 119.002.997 krónur. Ráðuneytið hefur ákveðið að samþykkja sex styrkumsóknir til þróunarsamvinnuverkefna að heildarupphæð 93,8 m.kr. og allar sex styrkumsóknirnar vegna mannúðarverkefna. Verkefnin sem njóta stuðnings ráðuneytisins að þessu sinni eru eftirfarandi:Stómasamtök Íslands - Nýliðaverkefni til stuðnings við stómaþega í Simbabve - 1.600.000 kr.Women Power - Nýliðaverkefni til valdeflingar kvenna og nýsköpunar í Tansaníu - 4.000.000 kr.Barnaheill - Styttra verkefni til undirbúnings langtímaþróunarsamvinnuverkefnis í Úganda - 3.238.320 kr.Samband íslenskra kristniboðsfélaga - Styttra verkefni til lokafrágangs skrifstofubyggingar skólans í Propoi, Kenía - 8.805.600 kr.Rauði krossinn á Íslandi - Styttra verkefni, samfélagsdrifið heilbrigðisverkefni í Síerra Leóne - 30.712.611 kr.SOS Barnaþorpin á Íslandi - Langtímaverkefni til þriggja ára til fjölskyldueflingar á Filippseyjum - 45.460.656 kr.Barnaheill - Styrkur fyrir neyðaraðstoð fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Jemen - 19.570.000 kr.SOS Barnaþorpin á Íslandi - Aðstoð við flóttafólk frá Venesúela í Kólumbíu - 19.432.997 kr.Hjálparstarf kirkjunnar - Mannúðaraðstoð vegna neyðar í Írak - 20.000.000 kr.Hjálparstarf kirkjunnar - Mannúðaraðstoð vegna neyðar í Suður-Súdan - 20.000.000 kr.Hjálparstarf kirkjunnar - Mannúðaraðstoð vegna átakanna í Sýrlandi - 20.000.000 kr.Hjálparstarf kirkjunnar - Mannúðaraðstoð vegna jarðskjálfta og flóðbylgju í Mið-Sulawesi héraði í Indónesíu - 20.000.000 kr.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent