Þorleifur Örn bendir á þetta á Facebooksíðu sína og felst í því hvatning fyrir netglaða Íslendinga að nota sinn atkvæðarétt.
Die Edda var frumsýnd í Hannover í Þýskalandi í mars á síðasta ári og var þá hlaðin lofi af áhorfendum og gagnrýnendum en Vísir fjallaði um uppsetninguna á sínum tíma og ræddi við Þorleif.
Samkvæmt heimildum Vísis hefur vegur þeirra Þorleifs og Mikaels farið mjög vaxandi og hafa þeir úr nægum tækifærum og tilboðum að moða.
Þeir eru nú staddir í Osló og höfðu lítinn tíma til að ræða um Edduna þegar blaðamaður Vísis náði á þá því þeir eru á lokametrunum með að klára sýningu sem kallast upp á norsku Vi må snakke om Faust og er eftir þá félaga en byggir á Faust eftir Goethe.
Þorleifur leikstýrir sýningunni en þetta er í annað sinn sem þeir Mikael vinna saman Þjóðleikhúsinu í Osló en fyrir um tveimur árum leikstýrði Þorleifur leikgerð þeirra félaga á Villiöndinni og Fjandmanni fólksins eftir Ibsen.
Vefkosning Nachtcritik líkur á miðnætti og verður úrslitin gerð kunn á föstudag.