Spilaði leik í undankeppni HM með bleyju og sagði frá því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2019 10:00 Frá landsleik Singapúr og Íran. Myndin tengist fréttinni ekki neitt. Vísir/Getty Knattspyrnumenn þurfa oft að harka af sér þegar mikilvægi leikjanna kallar á slíkt. Dæmin eru mýmörg en ein saga frá undankeppni HM fer langt með að slá allar hinar út. John Wilkinson, fyrrum miðjumaður Exeter City, hefur sagt frá ótrúlegum aðstæðum sem hann var á sínum tíma í mikilvægum leik með landsliði Singapúr í undankeppni HM. John Wilkinson hafði flutt til Singapúr árið 2002, gifst singapúrski konu og fengið singapúrskt ríkisfang. Hann var með landsliðinu þegar liðið mætti Tadsíkistan í undankeppni HM í Suður-Afríku. Þetta var árið 2007 og nú hefur Wilkinson sagt söguna af sér og liðsfélögum sínum í þessum leik fyrir rúmum ellefu árum síðan.A World Cup qualifier. In front of 21,000 people. During a particularly nasty bout of food poisoning?! Yeah, that happenedhttps://t.co/TuVvEI3xMspic.twitter.com/tRLpWsaZpO — BBC Sport (@BBCSport) January 25, 2019 Nokkrir leikmenn landsliðs Singapúr fengu slæma matareitrun í aðdraganda leiksins og eyddi mestum tíma sínum fram að leik á klósettinu. Leikurinn fór fram fyrir framan 21 þúsund manns og liðið mátti alls ekki við að missa þessa veiku leikmenn. Þeir ákváðu þá að harka af sér en þurftu samt smá öryggi ef að næsta „magasprengja“ kæmi. „Við lentum í hræðilegri matareitrun í Tadsíkistan og nokkrir okkar þurftum að spila með fullorðinsbleyjur í leiknum,“ sagði John Wilkinson í viðtali við BBC World Service Sport. „Við ræddum við dómarann fyrir leikinn og útskýrðum fyrir honum stöðuna og hvað væri vandamálið. Hann sagði okkur líka að láta sig fljótt vita ef náttúran kallaði,“ sagði Wilkinson. „Allan leikinn þá vorum við að hlaupa út af vellinum til að tæma bleyjurnar okkar og hlaupa síðan út á völlinn aftur. Þetta var fáránlegt,“ sagði Wilkinson. „Við vorum að æla út um allan völl. Þetta var erfiðasti leikurinn sem ég hef spilað á ævinni,“ sagði Wilkinson. Singapúr lenti 1-0 undir í leiknum og þá hefðu nú flest lið misst móðinn í slíkum aðstæðum en John Wilkinson og félögum tókst að jafna metin og tryggja sér 1-1 jafntefli. Liðið komst því áfram í næstu umferð þökk sé fórnfýsi sinna leikmanna í mjög erfiðum og vandræðalegum aðstæðum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Knattspyrnumenn þurfa oft að harka af sér þegar mikilvægi leikjanna kallar á slíkt. Dæmin eru mýmörg en ein saga frá undankeppni HM fer langt með að slá allar hinar út. John Wilkinson, fyrrum miðjumaður Exeter City, hefur sagt frá ótrúlegum aðstæðum sem hann var á sínum tíma í mikilvægum leik með landsliði Singapúr í undankeppni HM. John Wilkinson hafði flutt til Singapúr árið 2002, gifst singapúrski konu og fengið singapúrskt ríkisfang. Hann var með landsliðinu þegar liðið mætti Tadsíkistan í undankeppni HM í Suður-Afríku. Þetta var árið 2007 og nú hefur Wilkinson sagt söguna af sér og liðsfélögum sínum í þessum leik fyrir rúmum ellefu árum síðan.A World Cup qualifier. In front of 21,000 people. During a particularly nasty bout of food poisoning?! Yeah, that happenedhttps://t.co/TuVvEI3xMspic.twitter.com/tRLpWsaZpO — BBC Sport (@BBCSport) January 25, 2019 Nokkrir leikmenn landsliðs Singapúr fengu slæma matareitrun í aðdraganda leiksins og eyddi mestum tíma sínum fram að leik á klósettinu. Leikurinn fór fram fyrir framan 21 þúsund manns og liðið mátti alls ekki við að missa þessa veiku leikmenn. Þeir ákváðu þá að harka af sér en þurftu samt smá öryggi ef að næsta „magasprengja“ kæmi. „Við lentum í hræðilegri matareitrun í Tadsíkistan og nokkrir okkar þurftum að spila með fullorðinsbleyjur í leiknum,“ sagði John Wilkinson í viðtali við BBC World Service Sport. „Við ræddum við dómarann fyrir leikinn og útskýrðum fyrir honum stöðuna og hvað væri vandamálið. Hann sagði okkur líka að láta sig fljótt vita ef náttúran kallaði,“ sagði Wilkinson. „Allan leikinn þá vorum við að hlaupa út af vellinum til að tæma bleyjurnar okkar og hlaupa síðan út á völlinn aftur. Þetta var fáránlegt,“ sagði Wilkinson. „Við vorum að æla út um allan völl. Þetta var erfiðasti leikurinn sem ég hef spilað á ævinni,“ sagði Wilkinson. Singapúr lenti 1-0 undir í leiknum og þá hefðu nú flest lið misst móðinn í slíkum aðstæðum en John Wilkinson og félögum tókst að jafna metin og tryggja sér 1-1 jafntefli. Liðið komst því áfram í næstu umferð þökk sé fórnfýsi sinna leikmanna í mjög erfiðum og vandræðalegum aðstæðum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira