Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2019 Stefán Árni Pálsson skrifar 26. janúar 2019 16:30 Efri röð frá vinstri til hægri: Hera Björk, Daníel Óliver, Ívar Daníels, Friðrik Ómar og Elli Grill. Neðri röð frá vinstri til hægri: Þórdís Imsland, Tara Mobee, Kristina Skoubo Bærendsen, Hatari og Heiðrún Anna. myndir/rúv Nú er komið í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2019. Tíu lög keppa í ár og hefst keppnin þegar fyrri undanúrslitin fara fram í Háskólabíói þann 9. febrúar en þá munu fimm lög keppa. Þetta kemur fram í tilkynningu RÚV. Seinni undanúrslitin fara fram 16. febrúar en þá verða seinni fimm lögin flutt. Tvö lög úr hvorri undankeppni komast áfram í úrslitin í gegnum símakosningu almennings. Það verða því fjögur lög sem keppa til úrslita í Laugardalshöll 2. mars þegar framlag Íslands til Eurovision söngvakeppninnar verður valið. Framkvæmdastjórn keppninnar hefur þó, sem fyrr, möguleika á að bæta við einu lagi í úrslitin, svokölluðum Svarta-Pétri (Wildcard). Kynnar í keppninni verða Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson en þeim til halds og trausts verður Björg Magnúsdóttir sem spjallar við keppendur í baksviðs. Keppnin hefur vaxið og dafnað síðustu árin og í ár verður ekki slegið slöku við. Boðið verður upp á skemmtiatriði á öllum viðburðunum og von er á erlendri Eurovision-stjörnu sem mun stíga á sviðið úrslitinum í Höllinni 2. mars. Tilkynnt verður um hana á næstu dögum. Almenningi gefst sem fyrr kostur á að vera á staðnum en miðasala hefst miðvikudaginn 30. janúar á tix.is. Margir þekktir flytjendur taka þátt í ár í bland við upprennandi söngstjörnur sem eru að stíga sín fyrstu skref í tónlistarbransanum. Hægt er að hlusta á öll lögin, lesa textana og sjá upplýsingar um flytjendur á höfunda á songvakeppnin.isFyrri undankeppni í Háskólabíói - 9. febrúarHatrið mun sigraLag: Hatari Texti: Hatari Flytjandi: HatariEitt andartak / Moving onLag: Örlygur Smári, Hera Björk Þórhallsdóttir og Valgeir Magnússon Íslenskur texti: Hera Björk Þórhallsdóttir og Valgeir Magnússon Enskur texti: Hera Björk Þórhallsdóttir og Valgeir Magnússon Flytjandi: Hera Björk ÞórhallsdóttirÉg á mig sjálf / Mama SaidLag: Sveinn Rúnar Sigurðsson Íslenskur texti: Valgeir Magnússon og Sveinn Rúnar Sigurðsson Enskur texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson og Valgeir Magnússon Flytjandi: Kristina Skoubo BærendsenNú og hér / What Are You Waiting For?Lag: Svala Björgvinsdóttir og Bjarki Ómarsson Íslensku texti: Stefán Hilmarsson Enskur texti: Svala Björgvinsdóttir og Bjarki Ómarsson Flytjandi: Þórdís ImslandSamt ekki / Licky LickyLag: Daníel Óliver Sveinsson, Linus Josefsson og Peter von Arbin Íslenskur texti: Daníel Óliver Sveinsson Enskur texti: Daníel Óliver Sveinsson og Linus Josefsson Flytjandi: Daníel ÓliverSeinni undankeppni - 16. febrúarJeijó, keyrum alla leið Lag: Barði Jóhannsson Texti: Barði Jóhannson Flytjendur: Elli Grill, Skaði og GlymurHvað ef ég get ekki elskað? / What If I Can’t Have Love?Lag: Friðrik Ómar Hjörleifsson Íslenskur texti: Friðrik Ómar Hjörleifsson Enskur texti: Sveinbjörn I. Baldvinsson og Friðrik Ómar Hjörleifsson Flytjandi: Friðrik ÓmarÞú bætir mig / Make Me WholeLag: Stefán Þór Steindórsson og Richard Micallef Íslenskur texti: Stefán Þór Steindórsson og Nikos Sofis Enskur texti: Stefán Þór Steindórsson og Nikos Sofis Flytjandi: Ívar DaníelsBetri án þín / Fighting For LoveLag: Andri Þór Jónsson og Eyþór Úlfar Þórisson Íslenskur texti: Andri Þór Jónsson, Eyþór Úlfar Þórisson og Tara Mobee Enskur texti: Andri Þór Jónsson og Eyþór Úlfar Þórisson Flytjandi: Tara MobeeHelgi / Sunday BoyLag: Heiðrún Anna Björnsdóttir Íslenskur texti: Sævar Sigurgeirsson og Heiðrún Anna Björnsdóttir Enskur texti: Heiðrún Anna Björnsdóttir Flytjandi: Heiðrún Anna Björnsdóttir Eurovision Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Nú er komið í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2019. Tíu lög keppa í ár og hefst keppnin þegar fyrri undanúrslitin fara fram í Háskólabíói þann 9. febrúar en þá munu fimm lög keppa. Þetta kemur fram í tilkynningu RÚV. Seinni undanúrslitin fara fram 16. febrúar en þá verða seinni fimm lögin flutt. Tvö lög úr hvorri undankeppni komast áfram í úrslitin í gegnum símakosningu almennings. Það verða því fjögur lög sem keppa til úrslita í Laugardalshöll 2. mars þegar framlag Íslands til Eurovision söngvakeppninnar verður valið. Framkvæmdastjórn keppninnar hefur þó, sem fyrr, möguleika á að bæta við einu lagi í úrslitin, svokölluðum Svarta-Pétri (Wildcard). Kynnar í keppninni verða Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson en þeim til halds og trausts verður Björg Magnúsdóttir sem spjallar við keppendur í baksviðs. Keppnin hefur vaxið og dafnað síðustu árin og í ár verður ekki slegið slöku við. Boðið verður upp á skemmtiatriði á öllum viðburðunum og von er á erlendri Eurovision-stjörnu sem mun stíga á sviðið úrslitinum í Höllinni 2. mars. Tilkynnt verður um hana á næstu dögum. Almenningi gefst sem fyrr kostur á að vera á staðnum en miðasala hefst miðvikudaginn 30. janúar á tix.is. Margir þekktir flytjendur taka þátt í ár í bland við upprennandi söngstjörnur sem eru að stíga sín fyrstu skref í tónlistarbransanum. Hægt er að hlusta á öll lögin, lesa textana og sjá upplýsingar um flytjendur á höfunda á songvakeppnin.isFyrri undankeppni í Háskólabíói - 9. febrúarHatrið mun sigraLag: Hatari Texti: Hatari Flytjandi: HatariEitt andartak / Moving onLag: Örlygur Smári, Hera Björk Þórhallsdóttir og Valgeir Magnússon Íslenskur texti: Hera Björk Þórhallsdóttir og Valgeir Magnússon Enskur texti: Hera Björk Þórhallsdóttir og Valgeir Magnússon Flytjandi: Hera Björk ÞórhallsdóttirÉg á mig sjálf / Mama SaidLag: Sveinn Rúnar Sigurðsson Íslenskur texti: Valgeir Magnússon og Sveinn Rúnar Sigurðsson Enskur texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson og Valgeir Magnússon Flytjandi: Kristina Skoubo BærendsenNú og hér / What Are You Waiting For?Lag: Svala Björgvinsdóttir og Bjarki Ómarsson Íslensku texti: Stefán Hilmarsson Enskur texti: Svala Björgvinsdóttir og Bjarki Ómarsson Flytjandi: Þórdís ImslandSamt ekki / Licky LickyLag: Daníel Óliver Sveinsson, Linus Josefsson og Peter von Arbin Íslenskur texti: Daníel Óliver Sveinsson Enskur texti: Daníel Óliver Sveinsson og Linus Josefsson Flytjandi: Daníel ÓliverSeinni undankeppni - 16. febrúarJeijó, keyrum alla leið Lag: Barði Jóhannsson Texti: Barði Jóhannson Flytjendur: Elli Grill, Skaði og GlymurHvað ef ég get ekki elskað? / What If I Can’t Have Love?Lag: Friðrik Ómar Hjörleifsson Íslenskur texti: Friðrik Ómar Hjörleifsson Enskur texti: Sveinbjörn I. Baldvinsson og Friðrik Ómar Hjörleifsson Flytjandi: Friðrik ÓmarÞú bætir mig / Make Me WholeLag: Stefán Þór Steindórsson og Richard Micallef Íslenskur texti: Stefán Þór Steindórsson og Nikos Sofis Enskur texti: Stefán Þór Steindórsson og Nikos Sofis Flytjandi: Ívar DaníelsBetri án þín / Fighting For LoveLag: Andri Þór Jónsson og Eyþór Úlfar Þórisson Íslenskur texti: Andri Þór Jónsson, Eyþór Úlfar Þórisson og Tara Mobee Enskur texti: Andri Þór Jónsson og Eyþór Úlfar Þórisson Flytjandi: Tara MobeeHelgi / Sunday BoyLag: Heiðrún Anna Björnsdóttir Íslenskur texti: Sævar Sigurgeirsson og Heiðrún Anna Björnsdóttir Enskur texti: Heiðrún Anna Björnsdóttir Flytjandi: Heiðrún Anna Björnsdóttir
Eurovision Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira