Fótbolti

500 dagar í fyrsta leik á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stundin þegar Ísland hefur tryggt sér sigur á Englandi og sæti í átta liða úrslitum á EM.
Stundin þegar Ísland hefur tryggt sér sigur á Englandi og sæti í átta liða úrslitum á EM. Getty/Marc Atkins
Í dag eru 500 dagar þangað til Evrópumótið í knattspyrnu hefst en þar verður íslenska landsliðið vonandi meðal þátttökuliða.

Íslenska landsliðið spilar sinn fyrsta leik í undankeppninni 22. mars næstkomandi eða eftir 52 daga. Strákarnir okkar sækja þá Andorra heim og spila síðan við Frakka í París þremur dögum síðar.

Í riðli Íslands eru einnig Albanía, Moldóva og Tyrkland en undankeppnin fer fram frá mars fram í nóvember 2019. Lokaleikur íslenska liðsins er í Moldóvu 17. nóvember á þessu ári.





Úrslitakeppni Evrópumótsins hefst síðan með setningarleik á Ólympíuleikvanginum í Róm 12. júní 2020.  Evrópumótið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Þetta verður mjög sérstök Evrópukeppni því hún verður spiluð í tólf löndum út um alla Evrópu en úrslitaleikirnir, undanúrslitin og úrslitin, fara síðan fram á Wembley í London í júlí 2020.

Keppnisborgirnar eru hér fyrir neðan.





Íslenska knattspyrnulandsliðið komst í átta liða úrslit á sínu fyrsta Evrópumóti sem var í Frakklandi sumarið 2016. Liðið sló þá England út úr sextán liða úrslitunum en tapaði síðan 5-2 fyrir Frakklandi í átta liða úrslitunum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×