Bubbi feginn að enginn eigi að leika hann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. janúar 2019 19:00 Leikhússtjóri Borgarleikhússins kynnti í dag nýjan söngleik sem hefur hvorki verið skrifaður né leikstjóri og leikarar ákveðnir en verður frumsýndur á næsta ári . Söngleikurinn byggir á lögum Bubba Morthens sem er hæstánægður með framtakið en segir að væri hann ennþá pönkari væri hann alfarið á móti því. Vinnuheiti söngleiksins er Níu líf-sögur af landi en Ólafur Egill Egilsson er handritshöfundur. Hann ætlar að tengja saman tónlist og texta Bubba við merka atburði í sögu þjóðarinnar við síðustu áratugi. Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segir von á fyrsta uppkasti söngleiksins bráðlega en hugmyndin að verkinu fæddist í samstarfi við Ólaf Egil. „Saga Bubba er samofin sögu þjóðarinnar síðastliðin 40 ár. Þetta er nálgun sem við vildum fara af stað með,“ segir Kristín. Hún segir eftir að ákveða hvort að Bubbi sjálfur taki þátt í sýningunni. Tónlistamaðurinn segir að það sé alveg möguleiki. „Það væri rosa gaman að fá að spila svona eins og eitt lag. Ég var hins vegar afar feginn þegar ég heyrði að það ætti enginn að leika mig, það yrði alltof mikil klisja,“ segir Bubbi Morthens. Aðspurður um hvort hann hefði verið samþykkur slíkri sýningu á þeim árum sem hann var pönkari svarar Bubbi. „Svona söngleikur hefði ekki verið til umræðu hjá mér á þeim árum. Því þegar Bubbi var pönkari var annað líf, önnur tilvera og önnur vídd. Það eru mörg líf í einu lífi og ég er búinn að lifa svo mörg líf í þessu lífi að það er ekki fræðilegur möguleiki að setja sig þangað,“ segir Bubbi. Hann segist vera á mjög góðum stað í dag. „Ég er þakklátur og finnst stórkostlegt að vera lifandi. Það sem skiptir mestu máli í lífinu er að draga andann, girða sig vel og reima skóna,“ segir Bubbi sposkur á svip. Bubbi er fullur tilhlökkunar fyrir ferlinu framundan og frumsýningu söngleiksins sem er áætluð eftir um það bil ár. „Þetta er eins og að fara í laxveiði þú veist ekki hvað er í hylnum en þetta er alveg geggjað og þú ert með væntingar um að það sé 30 pundari væntanlegur“ segir Bubbi að lokum. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Leikhússtjóri Borgarleikhússins kynnti í dag nýjan söngleik sem hefur hvorki verið skrifaður né leikstjóri og leikarar ákveðnir en verður frumsýndur á næsta ári . Söngleikurinn byggir á lögum Bubba Morthens sem er hæstánægður með framtakið en segir að væri hann ennþá pönkari væri hann alfarið á móti því. Vinnuheiti söngleiksins er Níu líf-sögur af landi en Ólafur Egill Egilsson er handritshöfundur. Hann ætlar að tengja saman tónlist og texta Bubba við merka atburði í sögu þjóðarinnar við síðustu áratugi. Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segir von á fyrsta uppkasti söngleiksins bráðlega en hugmyndin að verkinu fæddist í samstarfi við Ólaf Egil. „Saga Bubba er samofin sögu þjóðarinnar síðastliðin 40 ár. Þetta er nálgun sem við vildum fara af stað með,“ segir Kristín. Hún segir eftir að ákveða hvort að Bubbi sjálfur taki þátt í sýningunni. Tónlistamaðurinn segir að það sé alveg möguleiki. „Það væri rosa gaman að fá að spila svona eins og eitt lag. Ég var hins vegar afar feginn þegar ég heyrði að það ætti enginn að leika mig, það yrði alltof mikil klisja,“ segir Bubbi Morthens. Aðspurður um hvort hann hefði verið samþykkur slíkri sýningu á þeim árum sem hann var pönkari svarar Bubbi. „Svona söngleikur hefði ekki verið til umræðu hjá mér á þeim árum. Því þegar Bubbi var pönkari var annað líf, önnur tilvera og önnur vídd. Það eru mörg líf í einu lífi og ég er búinn að lifa svo mörg líf í þessu lífi að það er ekki fræðilegur möguleiki að setja sig þangað,“ segir Bubbi. Hann segist vera á mjög góðum stað í dag. „Ég er þakklátur og finnst stórkostlegt að vera lifandi. Það sem skiptir mestu máli í lífinu er að draga andann, girða sig vel og reima skóna,“ segir Bubbi sposkur á svip. Bubbi er fullur tilhlökkunar fyrir ferlinu framundan og frumsýningu söngleiksins sem er áætluð eftir um það bil ár. „Þetta er eins og að fara í laxveiði þú veist ekki hvað er í hylnum en þetta er alveg geggjað og þú ert með væntingar um að það sé 30 pundari væntanlegur“ segir Bubbi að lokum.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira